Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2003, Blaðsíða 24

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2003, Blaðsíða 24
Samhliða því að meta gæði hjúkrunar voru þátttakendur beðn- ir að meta nokkra aðra þætti, það er lengd dvalar, útskrift, andrúmsloftið á deildinni, umönnun hjúkrunarfræðinganna, | aðstöðu, umhverfi og fæði. I Ijós kom að minnst ánægja var| með aðstöðu (3,78) en mest með umönnun hjúkrunarfræðing-1 anna (4,63). Karlar og þátttakendur í eldri hópnum vorul marktækt ánægðari en konur og yngra fólk með aðstöðu ogj umhverfi. Fólk, sem búsett var utan höfuðborgarsvæðisins, | reyndist ánægðara með lengd dvalar en hinir. Þess ber þó að I gæta að einungis 13 þátttakendur voru búsettir utan höfuð-: borgarsvæðisins. Menntun hafði ekki áhrif á ánægju með að-J búnað. Ekki reyndist marktækur munur á milli aðbúnaðar ogj fjölda lega, lengd dvalar og alvarleika veikinda. Umræða | Þátttakendur í þessari rannsókn álitu gæði hjúkrunar á lungna-1 deildinni mikil og er það í samræmi við aðrar rannsóknir (Beck o.fl., 1999; Walsh og Walsh, 1999). Mest ánægja var með að i hjúkrunarfræðingar kynnu á tækin og kynnu að gefa sprautur, J vökva í æð o.s.frv. og er það í samræmi við niðurstöður annarra I j rannsókna (Boudreaux, Ary og Mandry, 2000; Bruce o.fl, 1998; Larrabee og Bolden, 2001). Hins vegar eru niðurstöð-J urnar nokkuð ólíkar öðrum rannsóknum þar sem sjúklingar eru | ánægðastir með tilfinningalega þætti (McColl, Thomas og| Bond, 1996; Walsh og Walsh, 1999). Hugsanlegt er að fólk sem þjáist af öndunarerfiðleikum leggi svona mikla áherslu á verklega framkvæmd hjúkrunar vegna þess að veigamikill hluti | hennar felst í aðgerðum hjúkrunarfræðinga til að létta þeim | öndunina. Einnig er hugsanlegt að tilfinningalegum þáttum séj einfaldlega lakar sinnt en þeim verklegu. : Þeir þættir, sem minnst ánægja var með, voru að hjúkrunar-1 | fræðingar útskýrðu ekki varúðarráðstafanir fyrir sjúklingi og! \ fjölskyldu hans og spurðu sjúkling ekki hvað hann vildi vita I um heilsu sína eða veikindi. Það að hjúkrunarfræðingar út- | skýrðu ekki varúðarráðstafanir fyrir sjúklingi og fjölskyldu hans hafa höfundar ekki séð í öðrum rannsóknum en ónógj I fræðsla til sjúklings hefur komið fram í öðrum rannsóknum j | (Bruce o.fl., 1998; Walsh og Walsh, 1999). Nokkrar skýringar geta verið á því að minnst ánægja var með útskýringar á var-1 I úðarráðstöfunum. Líklegast er að þátttakendum hafi ekki I | fundist spurningin mikilvæg eða viðeigandi, eða að þeir hafi I einfaldlega ekki skilið spurninguna á sama hátt og rannsak-1 endur, en svörun við henni var einungis 66,1%. Varðandi óá- nægju með fræðslu um heilsu eða veikindi má velta því fyrir J sér hvort hjúkrunarfræðingarnir vanmeti fræðsluþörf sjúkling- j anna þar sem svo stór hluti þeirra hefur oft legið á deildinni. I j Líklegt má einnig telja að sjúklingar leggi annað mat í hugtak- j ið fræðsla en rannsakendur og telji það ekki fræðslu sem j hjúkrunarfræðingar nefna fræðslu og oft fer fram í óformleg-l j um samræðum milli hjúkrunarfræðings og sjúk- lings. Mælitækið hefur ekki verið notað til að meta j gæði hjúkrunar áður og því er samanburður við j aðrar rannsóknir erfiður. Aðstoð við mannlegarj | þarfir var sá flokkur sem mest ánægja var með íj | þessari rannsókn en hann hefur einnig reynst j I mikilvægastur í öðrum rannsóknum (Gyða Bald-j ursdóttir og Helga Jónsdóttir, 2002; MariniJ 1999). Af 10 einstökum þáttum, sem mest á-| ; nægja var með, reyndust 5 þeirra tilheyra þessum j : flokki. I flestum rannsóknum, sem nota CBA-; ! mælitækið, telja sjúklingar yfirleitt mikilvægastj að hjúkrunarfræðingar viti hvað þeir eru að gera (gefa sprautur, vökva í æð o.s.frv.) (Cronin og Harrison, 1988; Marini, 1999) en í þessari rann-i j sókn lýstu sjúklingar hins vegar mestri ánægju j ! með að hjúkrunarfræðingar kynnu á tækin. Sex af j 10 mikilvægustu umhyggjuþáttum, sem fram! j komu í rannsókn Gyðu Baldursdóttur og Helgu j j Jónsdóttur (2002) á bráðamóttöku, eru meðall | þeirra 10 þátta sem mest ánægja var með í þess-j j ari rannsókn. Svipaðar niðurstöður er að finna íj ! rannsóknum á öðrum sjúklingahópum (Cronin1 og Harrison, 1988; Mullins, 1996) þó einnig hafi ! komið fram meiri áhersla á tilfinningalega þætti j eins og fram hefur komið. Töluvert samræmi ; virðist samt vera á milli mats sjúklinga á mikil- vægi umhyggjuþátta og ánægju með þá. Minnst ánægja var með flokkinn tjáning já- j kvæðra og neikvæðra tilfinninga en sá flokkurj hefur einnig verið metinn léttvægastur flokk- I anna 7 í að minnsta kosti þremur rannsóknum! (Cronin og Harrison, 1988; Gyða Baldursdóttir og Helga Jónsdóttir, 2002; Parsons o.fl., 1993). í j þessari rannsókn virðist því sem grunnþörfum | sjúklinga sé vel sinnt en að síður sé fengist við | tilfinningalegar þarfir. Einnig er hugsanlegt að j ! sjúklingar búist síður við að tilfinningaþörfum | þeirra sé sinnt og meti hjúkrunina í því ljósi. Sá kynjamunur, sem kom fram í þessari rann- sókn, hefur ekki komið fram í öðrum rannsókn- um. Líklegt má telja að konur séu óánægðari en karlar þar sem þær hafa frekar verið í þeirri stöðu að veita öðrum umönnun og hafa því ann- an skilning á umhyggju en karlar (Gordon, 1991). Rétt eins og í öðrum rannsóknum (Bullj o.fk, 2000; Wu o.fl., 2000) reyndust eldri sjúk- : Tímarit íslenskra hjúkrunarfræöinga 3. tbl. 79. árg. 2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.