Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2003, Page 5

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2003, Page 5
FORMANNSPISTILL Elsa B. Friöfinnsdóttir Starfssvið heilbrigðisstétta 1 áranna rás hafa orðið miklar breytingar á starfs- og ábyrgðarsviðum heilbrigðisstétta. Aðdragandi slíkra breytinga hefur verið margvíslegur. ITelst má nefna breyttar þarfir fyrir heilbrigðisþjónustu, breytingar á menntun einstakra stétta, tilkomu nýrra heilbrigðisstétta, tækniframfarir og breyting- ar á tilskipunum frá stjórnvöldum. Starfssvið hjúkrunarfræðinga tók t.d. miklum breytingum með tilkomu sjúkraliða, þegar prestar hófu störf á sjúkrahúsum, með tilkomu félagsráðgjafa, sjúkra- þjálfara, iðjuþjálfa og svona mætti áfram telja. Gera má ráð fyrir að á næstu misserum og árum verði enn breytingar á starfssviðum heilbrigðis- stétta vegna fækkunar og hækkandi meðalaldurs í ákveðnum stéttum og vegna ýmissa tilskipana sem fslendingar þurfa að gangast undir vegna Evrópusamvinnu, svo eitthvað sé nefnt. f nágrannalöndum okkar eiga sér stað um þessar mundir áhugaverðar breytingar á starfssviði hjúkrunarfræðinga. Breska ríkisstjórnin gaf út tilskipun árið 2000 um breytt og aukið hlutverk hjúkrunarfræðinga í heilbrigðisþjónustunni í þeirri viðleitni að bæta þjónustuna. I tilskipun þessari, The NHS plan - a plan for investment, a plan for reform, eru tilgreindir 10 þættir sem falla nú undir starfssvið hjúkrunarfræðinga. Þar má sem dæmi nefna pantanir rannsókna í grein- ingarskyni s.s. röntgenmyndir og meinafræði- rannsóknir, að innrita og útskrifa sjúklinga með á- kveðin vandamál, að ávísa lyfjum og ákveða með- ferð, að sinna auknum verkefnum á göngudeild- um og gera minni háttar skurðaðgerðir. I Vestur- Sjálandssýslu í Danmörku tók nýtt fyrirkomulag á þjónustu slysamóttaka gildi 1. september 2003. Reyndir hjúkrunarfræðingar sjá nú alfarið um þjónustuna á öllum fimm slysastofum sýslunnar, læknar eru einungis á bakvakt á fjórum þeirra. Hér á landi stendur fyrir dyrum heildarendurskoð- un á lögum um heilbrigðisþjónustu þar sem gera má ráð fyrir að lagðar verði til breytingar á fyrir- komulagi heilbrigðisþjónustunnar. Þegar hefur verið unnið frumvarp til laga um heilbrigðisstéttir þar sem lagt er til að ein lög gildi um allar heil- Elsa B. Friöfinnsdóttir brigðisstéttirnar og sérlög eins og hjúkrunar lög og læknalög falli úr gildi. Þá má nefna að nefnd, sem ætlað er að skilgreina hlutverk Landspítala- háskólasjúkrahúss og Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri mun brátt taka til starfa. Sú nefnd mun að öllum líkindum gera tillögur um breytta skiptingu verkefna milli hinna einstöku þjón ustuforma heilbrigðisþjónustunnar. Þá má nefna þá umræðu sem verið hefur hér á landi um breytt rekstrarform í heilbrigðis- þjónustunni en gera má ráð fyrir að breytt rekstrarform leiði til breytinga á innbyrðis verkaskiptingu heilbrigðisstétta. Síðast en ekki síst mun ný reglugerð um veitingu sérfræðileyfa í hjúkrun vonandi treysta í sessi og efla störf sérfræðinga í hjúkrun. ÖIl ofantalin atriði kalla á samræðu og samstarf heilbrigðis- stétta. Starfsmenn heilbrigðisþjónustunnar eru þeir aðilar sem sérþekkinguna hafa og þurfa því að vera í fararbroddi í þeim breytingum sem fram undan eru. Hjúkrunarfræðingar eiga að hafa skoðun á þróun heilbrigðisþjónustunnar og taka forystu um breytingar þegar við á. Sameiginlegt markmið allra heil- brigðisstétta er að veita eins góða þjónustu og unnt er og hafa ætíð hagsmuni skjólstæðinganna í fyrirrúmi. Insúlín dæla A. KARLSSON hf. • Sítengd dæla sem skammtar insúlín eftir þörfum. • Gerir sykursjúkum kleift að lifa “eðlilegu lífi”. • Kemur í veg fyrir sveiflur í blóðsykri og hindrar að of miklu insúlíni sé dælt í líkamann. Róbert veitir frekari upplýsingar í síma 5 600 900. A. Karlsson hf.» Brautarholti 28 «105 Reykjavík • Sími: 5 600 900« Fax: 5 600 901 Heimasíða: www.akarlsson.is* Netfang: ak@akarlsson.is Tímarit íslenskra hjukrunarfræöinga 4. tbl. 79. árg. 2003 3

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.