Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2003, Side 9
Foucault og skilgreiningu hans á valdi. Frábær
greining hans á Foucault (1979, 1980, 1990) og
verkum hans, sem birtist í bók hans „Punishment
and Modern Society: A Study in Social Theory'
hjálpaði mér mikið. Skilningur minn er sá að
fyrir Foucault sé vald ekki eign einhverrar stéttar
eða einhverra einstaklinga sem „hafa valdið“, né
heldur sé það tæki til þess að nota að vild. Fyrir
honum er vald eingöngu til í misbeitingu valds, í
yfirráðum, undirgefni og ójöfnu jafnvægi sem
fyrirfinnst í öllum félagslegum tengslum.
Garland (1993) bendir á að Foucault skrifi „eins
og eina markmið valds sé meira vald og enn
meira vald, stjórn og enn meiri stjórn“(bls. 169).
Foucault skrifi þannig eins og sá sem er algjör-
lega „á móti“ valdi, gagnrýni hans beinist í raun
ekki að einu formi af valdi í stað annars heldur
séu skrif hans í raun gagnrýni á vald í sjálfu sér.
Garland sér hins vegar vald sem tengslahugtak og
skrifar: „Grundvallarspurningin, sem við þurfum
að svara ..., er ekki um vald eða ekki vald heldur
það hvernig vald skuli notað og það gildismat
sem gilda ætti í tengslum við vald og þau mark-
mið sem vald ætti að vera notað til að ná“ (1993,
bls. 174). Eg tek undir með Garland og út frá
eigin rannsóknum fullyrði ég að valdi er ekki ein-
ungis hægt að misbeita eins og Foucoult virðist
telja heldur er einnig hægt að nota vald öðrum til
góðs.
Foucault skrifar í anda Nietzsches og Webers og
verk hans hafa verið mörgum innblástur, m.a.
þeim sem kalla sig „póststrúktúralista". Marcus
(1998) vísar í grein sinni „What comes (just) af-
ter “post“?: The case of ethnography“ til
„póststrúktúralisma" og „póstmódernisma" sem
hinna ónefnanlegu orða sem flestir hafi óefað
orðið fyrir áhrifum af í eigin hugsun en vilja
samt ekki leggja nafn sitt við í dag. Megingagn-
rýnin á „póststrúktúralisk" viðhorf er að í þeim
felist engar leiðbeiningar um breytingar og þau
geti því leitt til þess að fólk horfi aðgerðalaust
upp á óréttlæti. Ef við lítum á vald og umhyggju
út frá samfélagslegu viðhorfi tek ég undir með
mörgum femínistum sem sjá „póstmódernisma"
og „póststrúktural kenningar" „sverfa að siðferði-
legum grunni mannréttinda" svo notað sé orða-
lag McCormick og Roussy (1997) sem benda á
að „póstmódernismi" og „póststrúktúralismi"
hafa valdið miklum og neikvæðum viðbrögðum
meðal hópa sem telja hættu á að þessi viðhorf
muni leysa upp þann hugmyndafræðilega grunn sem réttindi
einstaklinga byggjast á. Ef við segjum að allt sé afstætt
segjum við líka að jafnrétti og réttlæti séu í raun afstæð og þá
vantar allt púður í viðleitni til félagslegra breytinga sem miða
að því að auka jafnrétti og réttlæti.
Það eru til fræðikonur og -menn innan hjúkrunar sem hafa
rannsakað eflingu (empowerment) og hvernig vald er notað
eða misnotað í mannlegum tengslum. Rafael (1996) notaði
díalektíska aðferð og komst að þeirri niðurstöðu að það séu
þrjú lög í tengslunum milli valds og umhyggju. Fyrsta lagið
kallar hún „fyrirskipaða umhyggju" og vísar þar m.a. til Rever-
by (1987), sem skrifaði bókina „Ordered to Care“ eða „F.yrir-
skipað að sýna umhyggju". Annað lagið nefnir hún „samlagaða
umhyggju" sem er umhyggja sem byggð er á svokallaðri
„karlasiðfræði" og þriðja lagið nefnir hún „eflandi umhyggju"
þar sem unnið er markvisst að því að eyða öllu ranglæti sem
skapast af valdaójöfnuði í samskiptum fólks. Rafael (1996)
heldur því fram að eflandi hjúkrun (sem hún reyndar nefnir
„empowered caring nursing expertise") feli í sér vald sem fær-
ist frá því að hafa „vald yfir“ til þess að nota vald til að efla
aðra. Rafael fullyrðir að eflandi vald sé byggt á virðingu fyrir
og tengingu við aðra og að sá sem valdið hefur leiti fremur eft-
ir jöfnuði og virkri þátttöku hins aðilans en að beita valdi sínu.
Þannig vald eflir fremur en minnkar persónulega stjórn hins
aðilans og felur í sér viðleitni til að breyta til hins betra félags-
legum og menningarlegum aðstæðum þar sem ójöfnuður ríkir.
Rafael skrifar: „Eflandi vald er byggt á virðingu fyrir marg-
breytileika mannanna fremur en að búast við einsleitni þeirra.
Eflandi vald er andstætt stjórnandi valdi sem oft einkennist af
valdbeitingu. Eflandi vald snýst um að næra aðra vegna
þeirrar tilfinningar að allir séu mikilvægir." (Rafael, 1996, bls.
14). Fyrir Rafael er eflandi umhyggja byggð á tengslasiðfræði,
en samkvæmt henni er ætíð tekið tillit til þeirra aðstæðna sem
einstaklingurinn býr við. Rafael kemst að þeirri niðurstöðu að
eflandi umhyggja feli í sér einingu milli valds og umhyggju. Eg
sé sterka tengingu milli „eflandi samskiptaháttar" eins og ég
lýsi honum og „eflandi umhyggju“ eins og Rafael (1996) lýsir
henni.
Rödd eða raddleysi
I kenningu minni legg ég áherslu á hvernig samskipti geta ým-
ist eflt rödd þess sem fyrir verður eða þaggað niður í viðkom-
andi. I hinu klassíska verki eftir Belenky, Clinchy, Goldberger
og Tarule (1986) vöktu þær lesendur til meðvitundar um hve
sjálfskilningur kvenna er samofinn þekkingarleiðum þeirra.
Oflug líking þeirra um „rödd“ og „raddleysi" opnaði augu
margra fyrir því hvað þeir sem valdið hafa geta þaggað niður í
fólki. En fólk, sem hefur vald, getur líka „gefið" öðrum „rödd“.
I eflandi samræðum öðlast hinn aðilinn fullan raddstyrk (ef
Tímarit íslenskra hjúkrunarfræöinga 4. tbl. 79. árg. 2003
7