Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2003, Blaðsíða 11

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2003, Blaðsíða 11
RITRYND GREIN Ný samskiptakenning stuttur. Eflandi hjúkrunarfræðingur hefur engan áhuga á að hafa vald yfir öðrum en þegar hann fær slíkt vald gefur hann hinum aðilanum það ogj byggir öll boðskipti á samstarfi en ekki fyrirskip- j un, en það síðarnefnda gerist oft ósjálfrátt efj einhver telur sig yfir annan hafinn í samskipt-l um. Það þarf visst hugrekki til að vera í eflandi : samskiptahætti því við það að tengjast öðrum tengjumst við líka varnarleysi þeirra og jafnvel þjáningu, en þar sem þjáningin getur verið einj öflugasta leiðin til þroska er þetta sú leið aðí mínu mati sem gefur hraðasta vöxtinn. Hugsýn um hið eflandi samfélag Ég sé fyrir mér hið eflandi samfélag þar sem efl-: andi samskiptaháttur er hinn viðurkenndi sam- j skiptaháttur og allir lifa í umhyggju og kærleika. I I þessari hugsýn sé ég sannar samræður sem j boðskiptaformið og það ríkir virðing fyrir hverj- j um og einum. Allir hafa rödd og hlustað er á alla, j líka þær skoðanir sem eru þvert á hina ríkjandi hefð. I þannig eflandi samfélagi finna allir fyrir eflingu og það ríkir jafnrétti, réttlæti og sannur: kærleikur. Þar eru samskiptin ekki aðeins áj hugarplani heldur tengjast einstaklingar fráj hjarta til hjarta. Sérhver gerir það sem hannj finnur í hjarta sínu að er rétt að gera og allir ætl- ast einmitt til þess. Það ríkir traust milli allra, j sköpunargáfa hvers og eins fær að njóta sín, all- ir leggja sitt af mörkum til að allir megi vaxa ogj eflast því að allir vita að það er best fyrir heild- j ina. I þannig samfélagi ríkir kærleikurinn og þess vegna ríkir friður og þá er gleðin ekki langt j undan. Enginn er þyrstur eða svangur því að öll- j um mannlegum þörfum er fullnægt, bæði and-; legum og líkamlegum. Þetta er sannkallað um- hyggjusamfélag og slík samfélög eru þegar til, við: þurfum bara að gera þau algengari þangað til allt j mannlegt samfélag er orðið þannig. Hlutlaus samskiptaháttur I kenningu minni kemur fram hlutlaus sam-j skiptaháttur þar sem viðkomandi hefur hvorkij jákvæð né neikvæð áhrif á aðra með samskiptum j sínum. Ef ég met blutina út frá samræðum mín-j um við fyrrverandi sjúklinga þá eru flestir hjúkr- unarfræðingar í hlutlausum gír eða hafa hlut- lausan samskiptahátt. Þeir koma til vinnu til að Ijúka rútínunni af án þess að leggja neitt af sálu j sinni í störfin. Hlutlaus samskiptaháttur er dapurleg saga um : að missa af stórkostlegum tækifærum: Að missa af tækifærinu til að segja hlýlegt orð, að missa af tækifærinu til að taka í út- j j rétta hönd sem biður um hjálp. Það er að missa af tækifærinu : til að sjá bros á einmanalegu andliti, að heyra grát hljóðna og : frið ríkja aftur í mannsálinni. Það er að missa af því að hjúkra. Það er líka samskiptaháttur hins þreytta og önnum kafnaj hjúkrunarfræðings sem þarf eflingu til að leggja áfram stund áj hjúkrun. Það er samskiptaháttur hjúkrunarfræðingsins sem er búinn að gefa svo mikið af sér án þess að fá neina áfyllingu að: j hæfileikinn til að gefa virðist ekki lengur fyrir hendi. Það erj í samskiptaháttur hjúkrunarfræðinga sem þurfa umhyggju ogj næringu til að hafa aftur olíu á lampanum sínum til að geta: skinið og yljað eins og þeir vilja. Hinn hlutlausi samskipta- háttur er líka samskiptaháttur hins unga og óreynda hjúkrun-j arfræðings sem er of feiminn til að tengjast sjúklingum. Eins j og rússneska skáldið Irena Ratushinskaya (1988) segir svoj réttilega: „Við erum oft feimin við tilfinningar, sérstaklega I þegar við erum ung, og vegna þessa missum við oft af tækifær- um til að sýna kærleika og uppörva aðra með hlýjum orð- j um“(1988, bls. 112). Margir hjúkrunarfræðingar sem hafaj hlutlausan samskiptahátt, eru þó þannig að þeim virðist anntj um rútínuna en ekki endilega um sjúklingana og svo eru aðr-! ir sem eru hreinlega fastir í rútínunni. 1 því samhengi máj nefna að Liaschenko (1995) heldur því fram að ef hjúkrunar-j fræðingur eigi að koma af fullri virðingu fram við sjúklinginn þurfi hann að staldra við einmitt á þeim stundum þar sem lík- j urnar eru mestar á því að hann gangi inn í rútínuviðbrögð. Að j lokum eru til hjúkrunarfræðingar sem átta sig alls ekki á þvíj valdi sem þeir hafa og nota það því ekki öðrum til góðs. Þetta j j kemur einmitt fram í stórgóðri grein Rafael (1996) „Powerj j and caring. A dialectic in nursing" þar sem hún hefur eftirj j hjúkrunarfræðingi sem sagði við hana: „Eg fann ekki fyrir: j valdi við þessar aðstæður. Eg finn aldrei fyrir valdi." Það erj þessi tilfinning fyrir valdaleysi sem Rafael vill tengja því að j hjúkrunarfræðingar eru að mestu leyti kvennastétt og að kon- j ur séu ekki aldar upp í því að nota vald sitt. Ef þetta er rétt er j sannarlega ástæða til að íhuga hvernig mótun á hjúkrunar- fræðingum fer fram innan skólakerfisins og hvers konar mót- un á sér stað á vinnustöðum hjúkrunarfræðinga og í gegnumj samstarfsmenn þeirra og yfirmenn. Spence (1994) og Varcoe (1997) eru meðal þeirra sem hafa velt þeim atriðum mikið fyr- ir sér en það er efni í aðra grein og mun ég því ekki fara meira út í þá sálma hér. Hið hlutlausa samfélag Eins og ég sé fyrir mér hið hlutlausa samfélag ber enginn raun- verulega umhyggju fyrir öðrum - einstaklingarnir hugsa aðeins um sjálfa sig og fólk finnur ekki fyrir kærleika í samskiptum. Raunar eru samskipti ákaflega takmörkuð. Fólk kemur og ferj Timarit islenskra hjúkrunarfræöinga 4. tbl. 79. árg. 2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.