Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2003, Side 12

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2003, Side 12
og það leggur ekkert af sálu sinni í samfundi sína með öðrum.: Það ríkir tilfinningaleysi, hlutleysi og það er eins og fólk sé stöðugt annars hugar og standi í raun á sama um náungann.; Allir eru að flýta sér svo að fólki finnst það aldrei geta staldrað j við í neinu og lifir því aldrei í núinu, er aldrei hér og nú. Það ríkir ekki umhyggja fyrir öðrum og áhersla er á reglur sem ekki eru gerðar fyrir fólkið heldur til að viðhalda kerfinu. Engum finnst hann hafa rödd, ekki einu sinni þeim sem er ætlað að; ráða eða stjórna. I hlutlausu samfélagi eru allir skelfing ein- mana, stuðnings- og kærleikslausir, raddlitlir og vondaufir. Niðurbrjótandi samskipti og hið niðurbrjótandi samfélag Hugmyndir mínar um niðurbrot hafa mótast mikið af rann- i sóknum mínum. Niðurbrjótandi samskiptaháttur er reynsla! einstaklingsins af því þegar einhver, sem hefur vald yfirj honum, misbeitir því valdi. Ég sé niðurbrot verða við þvingun | og niðurlægingu, þar sem undirgefni er krafist og markmiðið i virðist vera að ná fullkomnu valdi yfir einstaklingnum. And-j stæð viðhorf eru ekki liðin. Einstaklingurinn, sem býr viðj stöðugt niðurbrot, missir smám saman stjórn á sjálfum sér ogj lífi sínu og finnst hann kúgaður, algjörlega berskjaldaður ogj rödd hans þagnar smám saman alveg. Við verðum vitni að mikilli misbeitingu valds á okkar tímum.j I sumum tilvikum er það ekki eins falið og áður, en ef til vill; og vonandi höfum við meira næmi fyrir því þegar aðrir eru; beittir ofbeldi en forfeður okkar og -mæður höfðu og erumj ekki eins tilbúin til að þola það eins og Cretney og Davisj (1995) halda fram. Til að gefa eitt lítið dæmi þá er áætlað aðj 1,8 milljónir eiginkvenna í Bandaríkjunum verði fyrir misbeit- ingu af völdum eiginmanna sinna á hverju ári og ofbeldi afj hálfu nánasta sambýlisaðila er algengasta örsök meiðsla hjá konum og þau verða oftar en slys, árásir utan heimilis ogj nauðganir samanlagt (Straus og Gelles, 1990). Nánast ein af hverjum 10 konum er beitt ofbeldi af þeim karlmanni semj næstur henni stendur (Sampselle, 1991). Humphreys, Lee,j Neylan og Marmar (1999) benda á að konur, sem verða fyrir misbeitingu, eiga á hættu síendurtekið líkamlegt og andlegtj ofbeldi sem þær eru beittar að yfirlögðu ráði. Að auki neyðastj margar konur til að flýja heimiii sín í öryggi kvennaathvarfa j þar sem þær reyna að ná sér eftir atvik sem oft eru lífshættu- j leg og verða jafnframt að aðlagast því að missa heimili og ör-; yggi og verða að hjálpa sjálfum sér og börnum sínum að byggja j upp nýtt líf. Barbara Parker og Judith McFarlane (1991) hafal bent á að grunnorsökin fyrir líkamlegu ofbeldi virðist vera þörf ofbeldismannsins fyrir algjört vald og algjöra stjórn eins og égj lýsi í hinum niðurbrjótandi samskiptahætti. Samskiptaháttur hvers og eins stjórnast alltaf að einhverju I leyti af þeim félagslegu kerfum sem eru í umhverfi okkar, Timarit íslenskra hjúkrunarfræöinga 4. tbl. 79. árg. 2003 j hvort sem það er heimili, fjölskylda, stofnuninj j sem við störfum við eða félag sem við erum í. j I Dunlop (1994) hefur lýst því á sannfærandi háttj j hvernig umhyggja fyrir hag annarra er stundumj j kæld niður og jafnvel útrýmt í hjúkrun og ég tel j i það eina af hættunum sem steðja að okkur sem j umhyggjustétt. Mér hefur alltaf þótt þaðj j athyglisvert en jafnframt óþægilegt þegar fyrr- j verandi sjúklingar, sem ég er að taka viðtöl við, j lýsa sjúkrahúsvist sinni sem fangelsisvist. Fang-j elsi tilheyra að flestu leyti skuggahliðum niður- brjótandi kerfa þar sem niðurbrjótandi sam- j skiptaháttur er hinn viðurkenndi samskiptahátt- j ur (Garland, 1993; Cooke, Baldwin og Howison, ; 1993). Auðvitað eru sjúkrahús mismunandi, þau j geta orðið umhyggjumiðstöðvar eins og Jones ogj j Alexander (1993) lýsa því í stórgóðri grein, en ég j velti því stundum fyrir mér hvað það er við j j sjúkrahús sem gerir þau í hugum sumra fyrr- j j verandi sjúklinga eins og fangelsi, annað en þaðj að sjúklingar eru fastir á þessum stöðum og getaj j ekki farið hvenær sem er þótt þeir gjarnan vildu. j j Það er ljóst að í samfélagi eða kerfi þar sem af- j neitun á umhyggju er stundum álitin virðingar- verð (Liaschenko, 1995) er umhyggja og efling j ekki líkleg til að vera mikils metin jafnvel þótt j rannsóknir sýni mikilvægi þessara þátta í lífi þeirra sem eru veikir og þarfnast umhyggju og eflingar. Ef það er ekki í starfsháttum viðkom- | andi sjúkrahúss að meta umhyggju fyrir sjúkling- j um og eflingu þeirra er líklegt að reynsla sjúk- ; linga á því sjúkrahúsi sé að vera settir inn í kalt j j kerfi með þeim niðurbrjótandi áhrifum sem þvíj j getur fylgt. Ef engin áhersla er á að gera kerfið j j mannúðlegt getur það sannarlega orðið niður- j ; brjótandi reynsla fyrir þann sem finnst hann ber- j j skjaldaður og þurfa mjög mikla umhyggju viðj j erfiðar aðstæður sem sjúklingar þurfa sannarlega oft að glíma við. j Irina Ratushinskaya (1988) er rússneskt skáldj og var fangelsuð fyrir ljóð sín aðeins 28 ára að aldri. „Grár er litur vonarinnar" (Grey is the Colour of Hope) er grípandi saga um reynslu hennar af þeim ómannúðlegu aðstæðum semj hún bjó við í sovéskum þrælkunarbúðum í Mor-s dovíu. Glöggt auga hennar fyrir smáatriðum ogj leiftrandi gamansemi ásamt sterkri réttlætis- j kennd og bjargfastri trú gerir bókina ótrúlegaj j dýrmæta sem kennslubók til að skilja betur kerfi j : kúgunar, valdníðslu og til að skilja betur hið illa. j

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.