Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2003, Page 13

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2003, Page 13
RITRÝND GREIN Irina Ratushinskaya bendir á að í munnlegri geymd hverrar þjóðar séu yfirleitt til sögur um sállausar verur í gervi manna og í hverri sögu séu þær árásargjarnar og ófærar um nokkuð nema illt. Það er þó athyglisvert að í íslenskri geymd eru það tröllin sem fá þetta hlutverk. Það er eins og við höfum ekki getað hugsað okkur að fólk gæti orðið svona kalt og grimmt. En í flestum slíkum sagnasöfnum um hina vondu menn þyrstir þá í vald yfir öðru fólki og stefna hiklaust að algjöru valdi. Ratushinskaya skrifar: „Þrælk- unarbúðir eru ekki til að efla mennskuna og byggja upp persónuleikann, þær eru einmitt til þess gerðar að eyðileggja persónuna. Eina sálar- fræðin, sem er viðurkennd í þrælkunarbúðum, er sálarfræði þrælsins með öllum þeim ógeð- felldu þáttum sem því fylgir. Sá sem reynir að varðveita mannlega reisn sína er strax kominn inn í hjól hinnar opinberu refsivélar" (1988, bls. 260). Irina Ratushinskaya bendir á að öll kúgunarkerfi myndu hrynja ef eftirlitsmennina vantaði (jafn- vel þótt þeim líki ekki starfið). Hún bendir enn fremur á að þessir eftirlitsmenn kerfisins séu oft ekki minni fórnarlömb kerfisins, en þeir vinni samt fyrir kerfið, annaðhvort vegna veikleika eða af ótta. Þeir myndu gjarnan vilja vera lausir við það en hvað ættu þeir þá að gera? Hún veltir því fyrir sér hvort þeir séu í raun eitthvað verri en þeir sem látast ekki sjá undirokun sem aðrir verða fyrir á meðan það snertir þá ekki persónu- lega sjálfa, þá sem koma fram á gang eftir fund og kreista handlegg þess sem hefur þorað, þrátt fyrir allt, að tala gegn kúgun og segja: „Frábært hjá þér, þú lést þá heyra það! Við stöndum með þér.“ En þeir hvísla þessi orð og horfa til beggja átta til að gá hvort einhver heyri. Þegar kerfið á- kveður síðan að refsa þeim opinberlega sem tal- aði gegn kerfinu halda einmitt þessir aðilar sig í öruggri fjarlægð" (1988, bls. 133). Hve satt þetta er um suma hjúkrunarfræðinga og aðra heilbrigðisstarfsmenn sem horfa upp á nið- urbrjótandi framkomu annarra heilbrigðisstarfs- manna og þegja í stað þess að tala. Joan Li- aschenko (1995) hefur skrifað sögu um ómann- úðlega framkomu og kúgun sem var alvarleg en því miður ekki óalgeng á sjúkrahúsum þegar brotið er á vilja og rétti sjúklings til sjálfsákvörð- unar. Um var að ræða gamlan mann sem vildi fá að deyja í friði en fékk það ekki vegna krampakenndrar löng- unar ungs læknis til að halda honum á lífi hvað sem það kost aði. Joan tekur fram að hjúkrunarfræðingurinn, sem var við- staddur, hafi rætt um ástæðurnar fyrir því að starfsfólkið var þögult og um sektarkennd þess yfir því að hafa ekkert sagt. Hún segir að í sögu hjúkrunarfræðingsins hafi líka komið fram skömmustutilfinning og jafnvel reiði út í kerfi sem ekki bara líður svona framkomu heldur beinlínis styður hana. Ég vona með Irinu Ratushinskayu að næsta kynslóð verði hugrakkari en okkar. LOKAORÐ í þessari síðari grein, þar sem ég hef verið að fjalla um nýja samskiptakenningu mína, hef ég rætt um lykilþætti kenning- arinnar í ljósi þess sem aðrir hafa skrifað og rannsakað og leyfði mér síðan að velta því fyrir mér hvernig greina mætti mannlegt samfélag í ljósi kenningarinnar út frá því hvaða sam- skiptaháttur væri ríkjandi. Það er mikilvægt fyrir hjúkrunarfræðinga, sem og alla heil- brigðisstarfsmenn, að átta sig á áhrifum samskipta, að átta sig á því valdi sem við höfum með samskiptunum, í lífi okkar og starfi, samferðamönnum okkar til góðs eða ills. Hvert og eitt okkar ætti að íhuga hvaða samskiptahátt við höfum gagnvart öðrum og hvernig öðrum líður í samskiptunum við okkur. Það er líka mikilvægt að við áttum okkur á varnarleysi sjúklinga og þörf þeirra fyrir umhyggju og kærleika. Með því að telja það hlutverk sitt að efla skjólstæðinga geta hjúkrunarfræðingar sannarlega styrkt þá og eflt. Með því að leggja áherslu á fag- lega færni með sannri umhyggju, gefa kost á sér, hlusta, heyra og leitast við að skilja geta hjúkrunarfræðingar hjálpað sjúkl- ingum við að finna sína eigin rödd og sinn innri styrk til að ná aftur stjórn á eigin lífi og aðstæðum og að finna merkingu við þær aðstæður sem þeir búa við hverju sinni. Þetta er m.a. það sem ég hef lært af því að hlusta á fyrrverandi sjúklinga og í lokin langar mig til að vitna í einn þeirra, konu sem mér virt- ist bæði sterk og vitur: Látum okkur sjá, það var...fyrir 19 árum síðan og það hef- ur enn þá, framkallar enn þá svona sterk tilfinningaleg viðbrögð, eftir öll þessi ár! Það segir þér eitthvað um vald hjúkrunarfræðinga, til góðs eða til ekki svo góðs. Imynd- aðu þér ef það hefur svona mikil áhrif á mig, sem hef nú lent í ýmsu og oft þurft að þola erfiða tíma, og er almennt séð jákvæð og sterk tilfinningalega, hvað það gerir við þá sem hafa ekki fullnægjandi líf, almennt talað. Eg held að þetta séu...sár, og ég tel að þetta séu ónauðsynleg sár. Timarit islenskra hjúkrunarfræöinga 4. tbl. 79. árg. 2003 11

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.