Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2003, Side 16
Fríöa Proppé, blaðamaður
Fagdeild endurhæfingarhjúkrunarfræöinga:
Merkimiði vandfundinn á hið fullkomna líf
Fagdeild endurhæfingarhjúkrunarfræðinga var stofnuð 13.
maí 1995 eftir málþing sem haldið var á Reykjalundi. Fyrsti
formaður deildarinnar var Ingibjörg Kolbeins en formaður
frá 1999 er Sylvía Ingibergsdóttir, hjúkrunarfræðingur á
geðsviði Reykjalundar. í deildinni er 61 hjúkrunarfræðingur.
Deildin hefur staðið fyrir málþingi og gefur út fréttabréf
sem kemur út u.þ.b. þrisvar á ári. Fyrirhugað er að halda
málþing um endurhæfingu vorið 2004 í samvinnu við
hjúkrunarfræðinga á Reykjalundi. Endurhæfing fer að
stærstum hluta fram á fjórum stöðum, þ.e. Grensásdeild,
Landspítala-háskólasjúkrahúsi; Reykjalundi; Heilsuhæli
Náttúrulækningafélags Islands í Hveragerði og Kristnesi,
Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Til að kynnast starfsvett-
vangi þessa faghóps mæltum við okkur mót við þær Sylvíu
Ingibergsdóttur, Láru M. Sigurðardóttur, hjúkrunarforstjóra
á Reykjalundi, Huldu Sigurlínu Þórðardóttur, hjúkrunarfor-
stjóra Heilsuhælisins í Hveragerði, og Þórdísi Ingólfsdóttur,
sviðsstjóra endurhæfingarsviðs LSH en hún hefur starfað á
Grensási frá 1981. Viö nutum í viðtalinu frábærrar gestrisni
forráðamanna á Reykjalundi sem hér er þökkuð. I upphafi
viðtalsins báöum við þær stöllur að gera grein fyrir starf-
semi hvers staðar fyrir sig. Þá voru málefni endurhæfingar
og hjúkrunarfræðinga rædd almennt. Að loknu viðtalinu var
haft símasamband við Gígju Gunnarsdóttur, deildarstjóra
Kristnesspítala sem er endurhæfingardeild Fjórðungssjúkra-
hússins á Akureyri. Inn í viðtalið hér á eftir er bætt upplýs-
ingum hennar um starfsemina fyrir norðan.
arfólk, engir hjúkrunarfræðingar,“ sagði Lára enn;
fremur.
Aðspurð um fyrirkomulag þjónustunnar á Reykja-
lundi sagði hún: „Fólk dvelur hérna annaðhvort á
fimm daga eða sjö daga deildum eða fær þjónustu
allan sólarhringinn fimm daga eða sjö daga vik-
unnar. Það fer enn fremur eftir eðli sviða hvernig
þjónustan er; hún er miðuð við þörfina hverju j
sinni. Sú þörf hefur verið að breytast með breyttu
þjóðfélagi. Það fer vaxandi að fólk er hér fimm;
daga vikunnar á svokölluðum „dagstatus“. Það erí
liður í endurhæfingunni að fólk fer heim til sín og
notar það sem það hefur tileinkað sér hér í því!
umhverfi sem það býr í. Þróunin í breyttu samfé-
lagi er að færa endurhæfinguna í auknum mæli út j
í umhverfið og þjóðfélagið."
A Reykjalundi eru um 200 stöðugildi, þar af 40;
hjúkrunarfræðingar í 29 stöðugildum.
„Við berum ábyrgð á eigin heilsu"
Hulda Sigurlína Þórðardóttir er hjúkrunarfor-
stjóri á Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Is-
lands í Hveragerði, NLFI, og hefur starfað við
það frá 1998. Hún sagði: „Stofnunin okkar er í
jaðrinum, ef svo má segja, hvað þyngd meðferð-
arinnar varðar. Fyrst kemur Grensás og síðan
Reykjalundur. Við erum með léttari sjúklinga
heldur en Reykjalundur. I þjónustusamningi er
Lára Margrét Sigurðardóttir er hjúkrunarforstjóri á Reykja-
lundi. Hún hóf þar störf 1983 og vann við endurhæfingu gigt- j
arsjúklinga þar til hún tók við stöðu hjúkrunarforstjóra áriðj
2000. Um starfsemina á Reykjalundi segir hún: „Við erum
með 150 rúm á níu sviðum og fyrir nokkrum árum gerðum viði
þjónustusamning við heilbrigðisyfirvöld. Þar með gátum við
stokkað upp starfsemina og fært saman svið sem okkur fannst
að ættu vel saman eins og gigt- og verkjasvið. 1 dag önnumstj
við endurhæfingu einstaklinga eftir flest áföll, andleg og lík-
amleg, sem fólk lendir í.“
A Reykjalundi eru níu endurhæfingarsvið: lungna-, hjarta-, j
gigtar-, verkja-, geð-, næringar- og miðtaugakerfissvið, svið
atvinnulegrar endurhæfingar og Hlein sem er sambýli sjö
mikið fatlaðra einstaklinga eftir slys. „Á Hlein ríkir heimilis-
legur bragur og þar starfa þroskaþjálfar, sjúkraliðar og aðstoð-
það flokkað sem meðalléttir og léttir. Við sinnum
endurhæfingu og skiptum starfseminni í tvennt,
jafnvel þrennt. Annars vegar rekum við endur-
hæfingardeild með 40 rúmum og hins vegar al-
menna deild með 80 rúmum eða samtals 120
rúm. Sannleikurinn er sá að við sinnum meiri
endurhæfingu en sem nemur þessum 40 rúm-
um. Þörfin er mikil og vaxandi og við reynum að
púsla þessu saman þangað til við gerum breyt-
ingar á þjónustusamningi. Þörfin er a.m.k. 50
rúm fyrir endurhæfinguna."
NLFI í Hveragerði er nokkuð sérstök stofnun
miðað við aðrar sjúkrastofnanir og sagði Sigur-
lína: „Þessi stofnun byggir á gömlum grunni og
hefðum frá 1955 og jafnvel lengra aftur í tím-
Tímarit islenskra hjúkrunarfræöinga 4. tbl. 79. árg. 2003