Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2003, Page 19

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2003, Page 19
VIÐTAL ; Fagdeild endurhæfingar- hjúkrunarfræöinga msmmammBatmammm J Þórdís sagði að á Grensási væri stór hluti afí i starfi hjúkrunarfræðinga að styðja fjölskylduna íj j gegnum áföll. Þar væri oft búin til aðstaða fyrir : aðstandendur, t.d. fólk utan af landi, þó svo að- ! standendur væru ekki lagðir inn. - Helstu nýjungar í starfseminni? Hvað er efst á\ baugi á sviði endurhæfingar? Sigurlína varð fyrst fyrir svörum og sagði: „Það eri : mikil þörf fyrir andlegan og tilfinningalegan stuðn-! i ing. Eg álít það vaxandi þátt að sinna stuðningi, i fræðslu og kennslu. Við hófum skipulögð stuðn- ingsviðtöl árið 1993 og þeim hefur fjölgað umi | mörg hundruð prósent. Allt að fjórðungur þeirra i j sem koma til okkar í Hveragerði þurfa á viðtölum { j að halda og sumir sálfræðingsmeðferð. Þetta eri vaxandi þáttur í endurhæfingunni." Viðurkenna þarf reynslu og símenntun { Sylvía tók upp þráðinn og sagði: „Þetta er það { sem við erum að gera hér á Reykjalundi. Við | horfum heildrænt á sjúklinginn, bæði andlega og | líkamlega. Líkamleg og andleg líðan verður ekki aðskilin.“ Lára bætti við: „Oft hefur verið spurt hvaða gagn sé að hjúkrunarfræðingum í endurhæfingu. Hér er unnið í teymum allra stétta innan heilbrigðis- kerfisins. Við rekum hér á Reykjalundi sólar- hringsþjónustu og andlega líðanin kemur oftast fram þegar dagskránni lýkur á daginn og þá þarf að takast á við þann þáttinn. Hugmyndir um hjúkrunarfræðinginn eru oft þær að hann þjóni fólki við rúmstokkinn en hlutverk hans er svo miklu víðtækara. Eg er á því að það þurfi við- horfsbreytingu til hjúkrunar. Það verður að hugsa um einstaklinginn sjálfan og það má ekki gleyma sér í skriffinnsku og skráningum þó það sé mikilvægur þáttur líka,“ sagði Lára. Sigurlína var sammála og sagði: „Það mæðir gíf- urlega á hjúkrunarfræðingunum í endurhæfing- ; unni. Þeirra er að samhæfa starfskraftana. Inn á i hjúkrunan'aktirnar liggja allra leiðir, bæði starfs- { fólks og sjúklinga. Stór hluti af starfi hjúkrunar- fræðingsins fer í að sinna öðru starfsfólki." | Sérmenntun endurhæfingarhjúkrunar er að hefj- ast í Háskólanum á Akureyri og einn íslenskur | hjúkrunarfræðingur, Margrét Svavarsdóttir, er í með meistaragráðu í endurhæfingarhjúkrun. Sylvía sagði: „Við viljum að hjúkrunarfræðingar | fái viðurkenningu fyrir starfsreynslu og símenntun. Læknar fáj i menntun í starfi undir leiðsögn. Það er með ólíkindum aði J þetta skuli ekki einnig vera í hjúkruninni þó svo ég vilji ekki draga úr gildi meistaranáms.“ { Þórdís tók undir og sagði: „Ég er sammála þessu. Á Grensásij vinnum við hjúkrunarfræðingarnir mikið í teymum og sérhæf- { um okkur í ákveðnum sjúklingahópum eins og mænuskaða-, i heilaskaða- og heilablóðfallssjúklingum. Fólk les mikið, fer á námskeið og gerir ótrúlegustu hluti til að sérhæfa sig í vinn- { unni. Þetta þarf að meta.“ Lára bætti við: „Þeir sem vinna hér i : á Reykjalundi færa sig lítið á milli sviða, einmitt af þessum á-1 stæðum." Endurhæfingin hornreka í heiIbrigöiskerfinu Það kom fram í viðtalinu að samstarfsráð í endurhæfingu var stofnað í júní árið 2000. Tilgangurinn var að vinna úr málefn- um endurhæfingar og þeirra stofnana sem að henni standa til að þjónustan sé á réttum stað og fólk fái þjónustu á réttu þjónustustigi. I ráðinu eiga sæti fulltrúar þeirra stofnana sem að ráðinu standa en þeir eru: Stefán Yngvason, yfirlæknir og sviðsstjóri endurhæfingar hjá LSH, Guðrún Sigurjónsdóttir, sviðsstjóri þjálfunar hjá LSH, Hjördís Jónsdóttir, yfirlæknir á { Reykjalundi, Lára Sigurðardóttir, hjúkrunarforstjóri á Reykja- lundi, og Kristján Guðmundsson, yfirlæknir NLFI. Lára sagði um samstarfsráðið: „Ráðið er góður vettvangur fyr-1 ir starfsmenn þessara stofnana til að hittast, ræða málin, sjá hvernig hlutirnir eru og hverju er hægt að breyta þannig að öllu sé sem best fyrir komið. Við fjöllum meðal annars um hvar einstökum sjúklingahópum væri best sinnt." Um stöðu endurhæfingar í þjóðfélaginu sagði Sylvía: „Endur- hæfingin er hornreka í heilbrigðiskerfinu í dag og faginu ekki; sýndur sá skilningur sem það á skilið. Við erum með vaxandi hóp fagfólks, starfsfólkið hefur aflað sér sérþekkingar. Endur- { hæfingin á Islandi býr yfir gífurlegum þekkingar- og mannauði i en það þarf að greiða kostnaðinn af því. Þá fjölgar fólki stöðugt sem þarf á hjálp að halda.“ í lok viðtalsins ræddu þær sína á milli og voru samdóma um að kannski væri skýringin á því að endurhæfingin nyti ekki meiri athygli sú að erfitt væri að mæla árangur endurhæfing-{ arinnar. Auðvitað mætti kasta tölu á þá sem kæmust til vinnu { á ný en mælikvarði betri líðanar væri ekki auðfundinn. Merki- { miði er vandfundinn á hið fullkomna líf. - „Stefnan er ætíð I sett á að allir fái bót meina sinna en sáttin er mikilvægust, það er að hver og einn nái að nýta sér það sem hann hefur,“ sagði ein þeirra að lokum og hinar samsinntu. Fríða Proppé, fproppe@isl.is Timarit íslenskra hjúkrunarfræðinga 4. tbl. 79. árg. 2003 17

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.