Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2003, Qupperneq 25

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2003, Qupperneq 25
Sjálfsbjargarheimilið 30 ára Erla Jónsdóttir segir frá 7 manna nefndinni en í henni eiga sæti íbúar og starfsmenn. Auk Erlu, Guðrúnar Eriu og Tryggva eru í nefndinni full- trúi úr eldhúsi og einn íbúi og einn starfsmaður af hverri hæð. Nefndin fjallar um það sem er Margs konarstarfssemi ferfram í að gerast hverju þjónustumiðstöðinni sinni, skrifar bréf til stofnana og einstaklinga og fjaliar al- mennt um starfsemi heimilisins og er ekkert ó- viðkomandi. Fundir eru haldnir einu sinni í mánuði. Mörg mál eru tekin fyrir, t.d. var nýlega Framkvæmdateymið frá vinstri: Erla Jónsdóttir, Tryggvi Friðjónsson, Valerie Harris og Guðrún Erla Gunnarsdóttir óskað eftir við yfirkjörstjórn að aðgengi yrði bætt í kjörklefum á kjörstað. Við göngum um og fáum að líta inn í herbergi nokkurra íbúanna. Greinilegt er að íbúarnir eru margir handlagnir og listrænir, einn íbúanna, Jón Tryggvason, er til dæmis góður Ijósmyndari og Þorkell Grímsson myndlistarmaður sýnir margar myndir sem hann hefur unnið. Auk þeirra eru margir listamenn meðal íbúanna, svo sem ein leikkona, rithöfundur og fleiri sem þjóna list- gyðjunni. Guðrún Erla sýnir breytingar sem gerðar hafa verið, lagfærð salerni og baðaðstaða og breytingar gerðar á eldhúsi þannig að unnt er að hækka og lækka borðplötur eftir því hvort þeir sem vinna í eldhúsinu eru í hjólastól eða ekki. I eldhúsinu situr starfsfólk og einn hópstjórinn er að nudda axlirnar á einum starfsmanninum. Guðrún Erla segir tvo af þeim þremur sem sitja í eldhúsinu ætla að fara í hjúkrun í haust, þar af er einn karl- maður og fjölgar væntanlega þar með körlum í stéttinni. Við göngum í átt að þjónustumiðstöðinni og á leiðinni segir Guðrún Erla frá þeirri venju sem viðhöfð hefur verið þegar íbúi á heimilinu deyr, að hafa minningarstund með íbúum, starfsmönnum og nánustu aðstandendum. „Þetta er stutt stund þar sem farið er með bæn og kveikt á kertaljósum og sögð örfá minningarorð til að ítreka að hver og einn skiptir okkur máli,“ segir hún. Við kveðjum Guðrúnu Erlu og höldum inn í þjónustumiðstöðina. Alls staðar er fólk að vinna við fjöl- mörg verkefni, situr við tölvuvinnu og hannyrðir af ýmsu tagi. Þar er Valerie Harris yfiriðjuþjálfi. Fyrir rúmu ári var dagvist og iðjuþjálfadeild sameinuð og heitir nú þjónustumið- stöð. Þarna er unnið að markvissri þjálfun, bæði með einstaklingum og hópum. Einnig er fjölbreytt afjTreying í boði. Áhersla er á að notendur taki þátt í og hafi áhrif á þróun þjónustunnar og eru reglulegir fundir liður í því. Og þá er komið að því að skoða sundlaugina en sundþjálfun skiptir hreyfihamlaða miklu máli. Sundlaugin er opin hreyfihömluðum á tilteknum tímum eins og fram kemur á heimasíðunni www.sbh.is. Og þá er komið að afmæliskveðjunni, til hamingju með 30 árin! Styrkir frá rannsókna- og vísindasjóöi hjúkrunarfræöinga Hér meö eru auglýstir til umsókna styrkir úr rannsókna- og vísindasjóði hjúkrunarfræðinga fyrir árið 2003. Sjóðurinn hefur til ráöstöfunar allt að 280.000 kr. Tilgangur sjóösins skv. skipulagsskrá er „að styrkja hjúkr- unarfræðinga til rannsókna-og visindastarfa í hjúkrunarfræðum, sem unnin verða hér á landi". Tekjur sjóðsins eru frjáls framlög. Umsóknir sendist stjórn rannsókna- og vísindasjóðs hjúkrunarfræðinga, skrifstofu Félags íslenska hjúkrunarfræðinga, Suðurlandsbraut 22, 108 Reykjavík, fyrir 31. desember 2003, með sem fullkomnustum upplýsing- um um hvernig umsækjandinn hyggst nota styrkinn. Rannsókna- og vísindasjóður hjúkrunarfræðinga var stofnaður 12. maí 1987 af Maríu Finnsdóttur, fyrrverandi fræðslustjóra Hjúkrunarfélags íslands. Sjóðurinn var stofnaður til að styrkja rannsókna- og vísinda- starf hjúkrunarfræöinga hér á landi. Frá hausti 2001 hefur stjórn Fé- lags íslenskra hjúkrunarfræðinga haft umsjón meö sjóðnum. Sundlaugin Tímarit islenskra hjukrunarfræöinga 4. tbl. 79. árg. 2003 23

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.