Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2003, Blaðsíða 35

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2003, Blaðsíða 35
Rósa Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur PISTILL ÞANKASTRIK Næmi - innsæi Mig langar til að bjóða ykkur með mér í ferðalag. Við erum stödd á afskekktum sveitabæ fyrir all- löngu. Þá var ferðamátinn með öðrum hætti en nú, yfir langan og lélegan veg að fara að sækja heilbrigðisþjónustu. Lítið barn hafði litið dagsins ljós, heimafæðing- ar voru algengar. Þrátt fyrir gleði í hjarta móður-: innar skynjaði hún áhyggjur ljósmóðurinnar. Litla barnið var veikt og hélt engu niðri. Hin annars rólega kona, sem ljósmóðirin var alla jafna, átti erfitt með að dylja óróleika sinn strax frá fyrstu stundu. Heilsufar þessa þrjú hundruð- asta barns sem hún tók á móti var ekki að henn- ar skapi. Henni féll ekki tilfinningin sem hún fann fyrir. Hún tók ákvörðun og það voru grát- bólgin augu móðurinnar sem litu gráfölt unga- barnið áður en ljósan bar það út úr dyrunum á leiðinni í sjúkraflug. Móðirin vafði eldri börnin örmum og bað til Guðs því litla til lífs. Bregðum okkur út fyrir landsteinana. Við erum komin inn í nútímann og nú var móðirin orðin amma, stödd erlendis dóttur sinni til aðstoðar eftir barnsfæðingu. Litla barnið var búið að vera áhugalaust um að drekka, glotti bara út í annað og vildi fá að sofa í friði. Foreldrarnir mættu seinni partinn upp á fæðingardeild með barnið í PKU-blóðprufu. Þau nefndu letina í barninu við ljósmóðurina. Hún skynjaði að eitthvað og meira en leti væri að og kallaði út sérfræðing í barnalækningum sem kominn var heim til sín að loknum vinnudegi. Frá þeim tíma er sérfræðing- urinn var kallaður út og til þeirrar stundar, þetta sama kvöld, er foreldrarnir óku á eftir sjúkrabíl með litla barnið í öndunarvél gerðist margt. | Flutningur lífshættulega veiks barnsins á annað sjúkrahús til aðgerðar var þrunginn kvíðavæn- legri spennu og angist. Tíminn líður hratt og aftur erum við komin á ís- j lenska grund. Litla barnið að leik, amman ogj mamman njóta augnabliksins og rifja upp draum; Rósa Jónsdóttir sem ömmubróður dreymdi skömmu fyrir hina örlagaríku utan- landsferð. Þar var þá komin langamma litla barnsins og fór mikinn. Hún sagði að eitthvað væri í ólagi, vafði kornabarn örmum og sagði að því yrði að bjarga. Astæða þess að ég vel að segja ykkur þessi sögubrot er sú að þessar tvær ljósmæður höfðu afgerandi áhrif á líf mitt. Þeirra innsæi sagði þeim að bíða ekki og sjá til hvort aðstæður lög- uðust ekki. Þær hlustuðu á sína innri rödd og breyttu eftir því. Er innsæi eitthvað sem maður þroskar með sér með aldrinum eða er það meðfæddur eiginleiki sem fólk hlúir misvel að? Hvað gerir það að verkum að sumir virðast dregnir á ákveðinn stað án sýnilegrar ástæðu? Starfsmaður á geðdeild, sem búinn var að ganga sinn vanalega næturvaktarrúnt, ákveður af ein- hverri ástæðu að kíkja aðeins aftur inn á eitt herbergið og verður vitni að því að sjúklingur fer í öndunarstopp? Hjúkrun- arfræðingur tekur hlé á lyfjatiltektinni og fer inn til sjúklings sem þá er á leiðinni yfir rúmgrindur? Hvað er það sem ræður ferð þegar bóndi rýkur upp úr rúmi um miðja nótt til að smala, eingöngu vegna túlkunar á draumi sem hann dreymdi? Fjár- fellir ailt í kringum hann vegna stórhríðar en hans kindur komust í hús. Svörum við hugboðum okkar, hlustum við á okkar innri rödd eða horfum við eingöngu kalt á tölulegar staðreyndir? Hvaða möguleika höfum við til að virkja hæfileika okkar sem liggja í undirmeðvitundinni á þessari miklu tækniöld? Hverjir virkja með sér næman skilning á umhverfi sitt? Hvar stöndum við í þessum efnum og hverju höfum við bjargað með skilningarvit- in galopin? v Ég skora á Ástu Jónu Guðmundsdóttur að skrifa næsta þankastrik. Timarit islenskra hjúkrunarfræðinga 4. tbl. 79. árg. 2003 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.