Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2003, Side 37
Að lokinni vinnu í umræðuhópunum héldu á-
fram hefðbundin fundarstörf. Hædd var áætlun
fyrir væntanleg aðildarfélög að ICN sem eiga í
erfiðleikum með að takast á við skuldbindingar
sem fylgja aðild. Samþykkt var að viðkomandi fé-
lög fái sjö aðlögunarár til greiðslu á félagsgjöld-
um. Fari félagsgjöldin stighækkandi á þessum
sjö árum en eftir það greiði félögin félagsgjöldin
að fullu.
Á síðasta degi fundarins voru kynnt samstarfs-
verkefni ICN og annarra samtaka. Þar má nefna
Alþjóðasamtök Iyfjafræðinga, (FIP) sem kynntu
eitt af þeim
vandamálum
sem lyfjaiðnað-
urinn tekst á
við, s.s. fölsun
eða lélegar eftir-
líkingar af lyfj-
um, „counterfeit
medicines" sem
seld eru víða um
heim en þó sér-
staklega til fátækari landa og landa þar sem eft-
irlit með lyfjainnflutningi eða framleiðslu er á-
bótavant eða takmarkað. Einnig var bent á hætt-
Elsa Friöfinnsdóttir og Erlín Óskarsdóttir,
sátu ráðstefnuna fyrir hönd Félags islen-
skra hjúkrunarfræðinga
Ráðstefna alþjóðasamtaka
hjúkrunarfræðinga
una sem felst í sölu og kaupum á lyfjum á netinu. Hvatt var til
aðgæslu og talið mikilvægt að hjúkrunarfræðingar þekktu vel
vörumerki viðurkenndra lyfjaframleiðenda.
Þá var kynning frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, WHO,
um alþjóðasamninga um viðskipti með þjónustu milli landa,
áhrif þeirra og ekki síður tækifæri fyrir heilbrigðisstarfsfólk.
Kom fram í fyrirspurnum eftir kynninguna að fulltrúar frá
Suður-Ameríku og Afríku hafa verulegar áhyggjur af þróuninni
innan sinna landa, bæði vegna áhrifa á launakjör í löndunum
og hve lítil áhrif félög hjúkrunarfræðinga hafa heima fyrir á
samninga um kjararéttindi almennt og h'ka þegar um alþjóðleg
fyrirtæki er að ræða.
Eitt af samstarfsverkefnum ICN og WHO og Alþjóðasamtaka
Ijósmæðra var kynnt, en það er skráning allra nýbura í heim-
inum en UNICEF styður verkefnið og voru fulltrúar þessara
aðila á fundinum og
kynntu stöðu verkefnis-
ins. Skortur á skráningu
nýbura er vaxandi
vandamál alls staðar í
heiminum. I hinum
vestræna heimi er það
meðal innflytjenda, þá
einkum ólöglegra inn-
flytjenda, en er almennt Christer Magnússon og Auðna Ágústsdóttir fluttu
, ,, , , , fyrirlestra á ráðstefnunni
vandamal i þrounar-
löndunum. I stuttu máli kemur vandamálið þannig fram að
þeir sem ekki eru skráðir og til á pappír eiga m.a. ekki rétt á
menntun, samfélagsþjónustu og heilbrigðisþjónustu og hafa
ekki kosningarétt. Þeir eru með öðrum orðum ekki til. Því er
nauðsynlegt að takast sameiginlega á við vandann.
Að lokum kynnti Alþjóðavinnumálastofnunin (ILO) sína starf-
semi. Þessi samtök reyna að tryggja aðstæður um hollustu og
vinnuvernd í vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga. Settir hafa
verið staðlar í samstarfi við WHO til að tryggja vinnuumhverfi
hjúkrunarfræðinga. Félag fslenskra hjúkrunarfræðinga er ekki
aðili að ILO.
Næsti fundnr og ráðstefna verður haldinn í Taipei á Taiwan
dagana 20.-27. maí 2005.
Tímarit íslenskra hjúkrunarfræðinga 4. tbl. 79. árg. 2003
35