Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2003, Side 42
Útdrættir úr meistaraverkefnum í hjúkrunarfræði
Meistaraverkefni
í hjúkrunarfræöi
vorið 2003
Þrír luku meistaranámi frá hjúkrunarfræöideild Háskóla Is-
lands voriö 2003. Þeir eru: Bergþóra Reynisdóttir en heiti
ritgeröar hennar er Þöggun þunglyndra kvenna. Hlíf Guö-
mundsdóttir lauk ritgeröinni Óformlegur og formlegur
stuðningur sem langlífir Islendingar, sem búa á eigin heim-
ilum, njóta meö hliðsjón af færni og Sigríður Magnúsdótt-
ir lauk ritgeröinni Upplifun fjarstaddra feöra á fööurhlut-
verki sínu. Hér á eftir fara útdrættir úr verkefnum þeirra:
Sigríður Magnúsdóttir
Upplifun fjarstaddra feöra á
föðurhlutverki sínu
Tilgangur þessarar rannsóknar er að öðlast
innsýn og skilning á því hvernig fjarstaddir
feður, feður sem aldrei hafa rekið heimili
og búið með barnsmæðrum sínum og börn-
um, skynja föðurhlutverk sitt. Tilgangurinn
er einnig að öðlast innsýn inn í hvað gæti sigríöur Magnúsdóttir
stuðlað að auknum samskiptum feðra við
börn sín. Rannsóknir á tengslamyndun barna og foreldra hafa
leitt í ljós að skortur á afskiptum föður í uppeldi barns eykur
líkurnar á að barninu vegni almennt verr en ella í lífinu. Leit-
ast er við að gera sýnilega merkingarbæra veröld feðra í þess-
ari aðstöðu, skilning þeirra og reynslu.
Rannsóknin er eigindleg og var aðferð túlkandi fyrirbærafræði
notuð. Tekin voru viðtöl við sex fjarstadda feður 27 til 39 ára
gamla sem áttu börn á aldrinum eins til tólf ára. Rætt var við
hvern föður tvisvar.
Flest viðtölin fóru fram á heimilum viðmælendanna. Þau voru
hljóðrituð og síðan skráð til að gera textann aðgengilegan til
túlkandi greiningar. Heimilisumhverfi þátttakenda gaf rann-
sakandanum einnig tilefni til túlkunar á reynslu viðmælenda
af föðurhlutverkinu.
Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að
reynsla fjarstaddra feðra af föðurhlutverki sínu
sé flókin, sérstök og margbreytileg reynsla af for-
eldrahlutverki. Tvö meginþemu birtust: „Að vaxa
inn í föðurhlutverkið“ og „Hindranir"
Fyrra meginþemað, „Að vaxa inn í föðurhlutverk-
ið“, sýnir hvernig feðurnir axla ábyrgð, gangast
við börnum sínum og sýna vilja og löngun til að
vera þátttakendur í lífi barnanna og hafa áhrif á
uppeldi þeirra og framtíð, á svipaðan hátt og aðr-
ir feður í samfélagi nútímans. Stuðningur vina,
vandamanna og samfélagsins í heild stuðlar að
farsælum samskiptum þeirra við börn sín.
Seinna þemað, „Hindranir", sýnir hvernig utan-
aðkomandi öfl geta hindrað fjarstadda feður í að
vaxa inn í föðurhlutverkið og hindrað þá í að
mynda tilfinningabönd við börn sín. Þögn og tví-
skinnungur samfélagsins um hlutskipti þeirra,
erfiðleikar í samskiptum við barnsmóður, erfið-
leikar vegna aðgengis að börnunum, skortur á
samfélagsþjónustu og opinber lög og reglugerðir
fæla fjarstadda feður frá nánum samskiptum við
börn sín og gerir þeim erfitt fyrir að vera það for-
eldri sem þeir vilja og telja sig eiga rétt á að vera.
Rætt er um breytingar sem gera þarf í opinberri
þjónustu til handa fjarstöddum feðrum sem auð-
velda myndi þeim og börnum þeirra að mynda
eðlileg, nærandi og farsæl tilfinningatengsl.
Bergþóra Reynisdóttir
Þöggun þunglyndra
kvenna
Tilgangur þessarar rannsóknar
var að skoða reynslu kvenna,
sem greindar hafa verið með
þunglyndi, af samskiptum við
heilbrigðisfagfólk. Tekin voru
óstöðluð viðtöl við níu konur á
aldrinum 39-68 ára sem greindar hafa verið með
sjúkdóminn þunglyndi og notið meðferðar. Not-
uð var eigindleg rannsóknaraðferð sem byggir á
túlkunarfyrirbærafræði sem lýsir og skýrir
reynsluheim fólks og beinir athygli að því hvern-
ig maðurinn túlkar og gefur atburðum í lífi sínu
Bergþóra Reynisdóttir
40
Tímarit íslenskra hjúkrunarfræðinga 4. tbl. 79. árg. 2003