Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2003, Side 7

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2003, Side 7
SiWaBWgiaHaraaBBB^'aBHlBaBigiaBBffiBaMBBWHHgWiWIWiWHWiaBMi RITSTJORASPJALL Valgeröur Katrln Jónsdóttir rniimniMiw—b—É————w—OT'iiMftiMWWWWWffBWWWHHBBB Frumkvöölar í hjúkrunarstétt „Ok skulum vér binda sár þeira manna, er líf- vænir eru, ór hvárra liði sem eru.“ Þannig mælti Halldóra nokkur Gunnsteinsdóttir í Víga-Glúms sögu. Bókarkápa hjúkrunarsögu Maríu Pétursdóttur er skreytt mynd af um- ræddri Halldóru í miðjum bardaga og taldi Mar- ía Halldóru fyrstu íslensku hjúkrunarkonuna, eða svo sagði hún í viðtali sem birtist hér í tíma- ritinu fyrir fjórum árum. Vinkona Maríu og sam- herji um margra ára skeið, María Lysnes, var þá stödd hér á landi og birtist spjall við Maríurnar tvær í Tímariti hjúkrunarfræðinga. Eins og kom fram í máli Astu Möller á 30 ára af- mæli námsbrautar í hjúkrunarfræði var saga Maríu samofin hjúkrunarsögunni. María var fædd á öðrum degi jóla og mikil trúkona. Hún hafði mikil áhrif á samferðamenn sína og, eins og ein vinkona hennar sagði, gat jafnvel breytt afstöðu þeirra til ýmissa mála, svo sem sjúk- dóma. María var sannfærð um samspil hugar og líkama og með jákvæðu hugarfari og rækt trúar væri unnt að draga úr sjúkdómum og jafnvel lækna þá. Þessar skoðanir hafa eflaust þótt rót- tækar í þá daga þegar vísindahyggjan var í há- marki þó fleiri hafi í dag opnað augun fyrir hinu flókna samspili hugar, líkama og umhverfis. Það er því vel við hæfi að birta í þessu tölublaði erindi Ragnheiðar Haraldsdóttur, sem hún flutti á 30 ára afmælinu, og samantekt Erlu Dorisar Halldórsdóttur um brautryðjendur í hjúkrunar- stétt sem flutt var við sama tækifæri. Á hjúkrun- arþingi, sem haldið var um hjúkrunarmeðferð og rannsóknir í hjúkrun frá ýmsum sjónarhornum árið 2000, en þar var m.a. fjallað um sértæka meðferð í hjúkrun, flutti Margrét Hákonardóttir erindi um áhrifamátt trúarinnar sem vakti at- hygli margra viðstaddra. Þar kom meðal annars fram að merkjanlegur munur var á líðan tveggja hópa kransæðasjúklinga þar sem beðið var fyrir öðrum hópnum en hinum ekki, án þess að hóp- arnir vissu af því. Hún er hér með hugleiðingu um áhrifamátt bænarinnar. Valgeröur Katrín Jónsdóttir Gréta Berg er höfundur forsíðumyndarinn- ar en hún segir frá sjálfri sér sem myndlist- arkonu í pistlinum Hin hliðin, en hún er Iíka jólabarn eins og María, fædd 26. desember. Ingibjörg R. Magnúsdóttir segir frá árum í ráðuneytinu og þeirri setningu sem sett var í lög um heilbrigðisþjónustu sem tóku gildi 20. maí 1978, en 29. grein- in hljóðar svo: „Hjúkrunarstjóri skipuleggur hjúkrun á deild- inni í samráði við hjúkrunarforstjóra og ber ábyrgð á henni.“ Þetta ákvæði hefur gert hjúkrunarfræðinga að sjálfstæðri starfsstétt innan heilbrigðisþjónustunnar. Ekki má gleyma Suzanne Gordon, femínista sem kom hingað til lands að kenna hjúkrunarfræðingum að vekja athygli á störfum sínum og meta sig á nýjan og framsækinn hátt. Og Auðna Ágústsdóttir segir frá hvernig hún sjái fyrir sér að hjúkrunarfræðingar geti nýtt sé boðskap Suzanne. Og þá er ekkert annað eftir en að bjóða GLEÐILEG JÓL. TenderWeU sáraumbúðir Hreinsa Næra • Græöa Veita sárinu hreinsimeðferð í allt að 24 klst. Henta m.a. vel á; • gömul/ ný sár • fótasár • sýkt sár • dauðan vef • fibrin í sári • brunasár BEDC0 & MATHIESEN EHF Bæjarhraun 10» sími 565 1000 • bedco@bedco.is Tímarit íslenskra hjúkrunarfræðinga 5. tbl. 79. árg. 2003 5

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.