Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2003, Qupperneq 8

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2003, Qupperneq 8
Erla Dóris Halldórsdóttir Plejemodre og hjúkrunarkonur: Frumherjar íslenskrar hjúkrunarstéttar Áriö 2003, sem senn lýkur, telst merkt ár í sögu ís- lenskrar hjúkrunarstéttar og við hæfi aö minnast tíma- mótanna. 30 ár eru liðin frá stofnun námsbrautar í hjúkrunarfræöi viö Háskóla íslands og 100 ár frá komu dönsku hjúkrunarkonunnar, frökenar Harriet Kjær en hún varö fyrsti formaður Félags íslenskra hjúkrunar- kvenna þegar félagiö var stofnaö áriö 1919. Áriö 2003 tengist einnig sorg í sögu íslenskrar hjúkrunarstéttar því einn af frumherjum stéttarinnar, María Pétursdóttir hjúkrunarfræöingur og skólastjóri, lést hinn 4. septem- ber áriö 2003. Fjórir frumherjar íslenskrar hjúkrunarstéttar eru til umfjöllun- ar í þessari grein en þær tengjast allar upphafsárum nýrrar kvennastéttar sem fór að mótast og þróast á Islandi í byrjun 20. aldar. Konurnar eru Christophine Bjarnhéðinsson, Harriet Kjær, Kristín Thoroddsen og Sigríður Eiríksdóttir. Þær fæddust allar á síðari hluta 19. aldarinnar og gengu menntaveginn en slíkt var ekki sjálfgefið á þeim tíma því að námsmöguleikar kvenna voru ekki miklir, hvorki hér á landi né í Danmörku. Einu samgöngurnar milli íslands og umheimsins fyrir 100 árum voru skipakomur. Hinn 27. mars árið 1903 nálgaðist danska póstskipið Laura Reykjavík. Einn af farþegum skipsins var Harriet Kjær, .40 ára dönsk hjúkrunarkona. Fröken Kjær, eins og hún var titluð af bæjarbúum, hafði lagt af stað frá Kaupmannahöfn, höfuðborg íslands, með gufu- skipinu nokkrum dögum áður áleiðis til Islands. Hún var hin nýja plejemoder, yfirhjúkrunar- kona, á Holdsveikraspítalanum í Reykjavík (Þjóðskjalasafn ís- lands. Skjöl frá Suðuramtinu). Þannig hefst saga þessarar dönsku hjúkrunarkonu hér á landi. Hún átti eftir að dvelja á íslandi næstu 27 árin og helga starfskrafta sína hjúkrun holdsveikra. Henriette Christine Kjær, eins og hún hét fullu nafni, fædd- ist 19. júní árið 1863 í Kaupmannahöfn. Faðir hennar, Frederik Emanuel Kjær, var verkamaður og starfaði við þak- hellulangir í Kaupmannahöfn og móðir hennar var sænsk, Henriette Christine Kjær (1863-1950) Anna Sophie Jensdatter, og hafði hún flust frá Kullaberg á Norðvestur-Skáni í Svíþjóð til Dan- merkur. Anna Sophie sá um bú og barn eins og tíðkaðist á þeim tímum en fáar konur unnu utan heimilis. Fjölskyldan bjó \4ð kröpp kjör í Skvald- ergade 14 sem er í miðborg Kaupmannahafnar (Rigsarkivet. Holmen sogns kirkebog 1863-69). Þegar líða tekur að aldamótum 1900 fara viðhorf kvenna fyrir bættum kjörum og réttindum að segja til sín, bæði hér á landi sem og annars staðar á Vesturlöndum. Ástæður þessara við- horfsbreytinga kvenna voru margvíslegar (Kristín Björnsdóttir, 1999). Hlutskipti þeirra var oftast að giftast, eignast börn og sjá um heimilið. Sá sem aflaði heimilinu tekna var karlmaðurinn. Þannig var það ekki aðeins í Danmörku og á ís- landi heldur einnig annars staðar í hinum vest- ræna heimi. Konur höfðu ekki aðgang að æðri menntastofnunum eins og háskólum. Harriet Kjær var ein þeirra kvenna í Danmörku sem greip tækifæri til mennta. Að öðrum kosti hefði henni varla boðist önnur staða í þjóðfélag- inu heldur en vinnukonustaða eða húsmóður- starf. Ekki er vitað hvenær hún hóf hjúkrunar- námið en hún lauk því frá díakonissustofnuninni í Kaupmannahöfn. Við það sjúkrahús var starf- ræktur fyrsti hjúkrunarskóli í Danmörku frá ár- inu 1863. Fyrirmynd að stofnun díakonisstofn- unarinnar í Kaupmannahöfn var svokallað Kaiserwerth-sjúkrahús í Þýskalandi sem þýskur prestur, Theodór Fliedner að nafni, og eiginkona hans, Friðrikka, höfðu sett á stofn árið 1836 (Erla Dóris Halldórsdóttir, 1996). Christophine Bjarhéðinsson hafði einnig gengið í hjúkrunarskóla í Danmörku en ekki hinn sama og Harriet Kjær. Christophine Mikkeline, eins og hún hét fullu nafni, bar ættarnafnið Jurgensen áður en hún gifti sig. Hún fæddist 1. október árið 1868 í litlu þorpi, Ebeltoft á Jótlandi. Danska póstskipið Laura. Myndin er i eigu Þjóðminjasafn Islands Timarit íslenskra hjúkrunarfræðinga 5. tbl. 79. árg. 2003

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.