Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2003, Síða 9

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2003, Síða 9
GREIN Plejemodre og íslenskar hjúkrunarkonur Foreldrar hennar voru Johannes Ludvig Jiirgen- sen, ráðsmaður brennivínsbrugghússins í Ebel- toft, og kona hans, Marie Christiane sem bar ættarnafnið Jensen fyrir giftinguna. Systkini Christophine voru þrjú, tvær systur og yngri bróðir (Rigsarkivet. Ebeltoft kirkebog 1867-91). Svo virðist sem fjölskyldan hafi flutt frá Ebeltoft árið 1871 og engar sögur fara af Christophine fyrr en árið 1897 þegar hún lýkur hjúkrunarnámi frá borgarspítala Kaupmannahafnar, Kommune- hospitalet, en við þann spítala hafði hjúkrun ver- ið kennd frá árinu 1876. Fyrir þann tíma höfðu hjúkrunarstörfin verið í höndum vinnukvenna en þær höfðu enga menntun í hjúkrunarstörfum (Erla Dóris Halldórsdóttir, 1996). Eftir hjúkrunar- nám heldur Christ- ophine til Storhed- inge á sunnanverðu Austur-Jótlandi í Danmörku og starf- aði þar á sjúkrahúsi en í júlí árið 1898 hélt hún til Islands og hóf störf sem fyrsta plejemoder, yfirhjúkrunarkona, á nýstofnuðum holdsveikraspítala á Islandi en spítalinn var í Laugarnesi. Hún starf- aði sem plejemoder við Holdsveikraspítalann í fimm ár en sagði starfi sínu lausu þar sem ástir höfðu tekist með henni og yfirlækni spítalans, Sæmundi Bjarnhéðinssyni. Þau giftu sig í októ- ber árið 1902 en Christophine hélt áfram að starfa sem yfirhjúkrunarkona spítalans til 1. maí árið 1903 en þá tekur Harriet Kjær við stöðu hennar (Erla Dóris Halldórsdóttir, 1996). Læknahjónin bjuggu á holdsveikraspítalanum á- Christophine Mikkeline Jurgensen (1868-1943). Mynd úr Hjúkrunar- kvennatali. Kaiserwerth-sjúkrahús og hjúkrunarskóli i Þýskalandi. Árið 1850 stundaði Florence Nightingale hjúkrunarnám við þennan skóla. Mynd er í einkaeign. samt litlu dóttur sinni. (Erla Dóris Halldórsdóttir, 2001; Min. Dómkirkjan í Reykjavík 1899-1909). Þarfasti þjónninn. Laun fyrstu lærðu hjúkrunarkonu á ísiandi, Christophine Mikkeline voru meðal annars hús og hey handa einum hesti sem hún hafði til afnota hér á landi. Christophine hefur að öllum líkindum verið vön að ríða hesti þar sem hún var alin upp í litlu þorpi á Jótlandi. Eru til sögur af þvi að sjúklingar á leið inn á Holdsveikraspitalann í Laugarnesi, sem komu úr nærsveitum riðandi með fylgdar- menn, hafi verið skildir eftir við Elliðaárnar og létu fylgdarmennirnir sig hverfa þar sem ekki þótti við hæfi að láta sjá sig með slikum sjúklingum. Fóru yfirlæknir Holds- veikraspítalans, Sæmundur Bjarnhéðinsson og Christophine yfirhjúkrunarkona, riðandi inn að Elliðaám og fylgdu sjúklingunum að spítalanum. Myndin eri eigu Ijósmynda- safns Þjóöminjasafns islands. tekur við stöðu yfirhjúkrunar- konu var Christophine langt gengin með frumburð þeirra hjóna, Kolfinnu, sem fæddist á Holdsveikraspítalanum hinn 21. júní árið 1903. Christophine Bjarnhéðinsson átti síðar eftir að láta mikið að sér kveða í líknar- og mannúðarmálum og félags- málum hjúkrunarkvenna. Fyrir forgöngu hennar var Hjúkrunar- félagið Líkn stofnað árið 1915. Markmið þess félags var að veita bæjarbúum í Reykjavík ókeypis hjúkrun í heimahúsum en mikil nauðsyn var á slíkri hjúkrun (Erla Dóris Halldórsdóttir, 1996). Stuttu eftir að Christophine kom til íslands komu þangað fyrstu menntuðu íslensku hjúkrunarkonurnar, þær Kristín Ingibjörg Hallgríms- dóttir og Guðný Guðmunds- dóttir, og fengu þær að starfa við Holdsveikraspítalann undir stjórn Christophine. Þær voru með lágmarks- hjúkrunarmenntun þess tíma, 10 mánaða nám, en Christophine hafði 3 ára nám að baki. Harriet Kjær var einnig meðal menntuð- ustu hjúkrunarkvenna í Dan- mörku á þessum tíma (Erla Dóris Halldórsdóttir, 1996). Við komuna til Islands flutti Harriet Kjær á Holdsveikra- spítalann en á þessum tíma tíðkaðist að starfsfólk byggi inni á spítölunum ásamt sjúklingum. Þegar Harriet Hjónin Sæmundur Bjarnhéöinsson yfir- læknir og Christophine Mikkeline, yfir- hjúkrunarkona og dóttir þeirra Gerður fædd árið 1906. Hinn 25. mars árið 1905 urðu læknahjónin fyrir mikilli sorg þegar dóttir þeirra, Kolfinna, lést tæplega 2 ára aö aldri. Eftir lát litlu stúlkunnar fluttu hjónin út af Holds- veikraspltalanum að Laugavegi 10 og þar eignuðust þau aðra dóttur, Gerði fædda árið 1906. Myndin erieigu Ijós- myndasafns Þjóöminjasafns islands. 19. júní árið 1915 er merkur dagur í íslenskri kvennasögu. Þá fengu konur kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Kosningaréttur var þó takmakaður við 40 ára aldur í byrjun. I tilefni þeirra tímamóta var stofnaður sjóð- ur, Landspítalasjóður Islands, sem verja skyldi til þess að stofna almennan spítala í Reykjavík. I tilefni þessara mikil- Tímarit íslenskra hjúkrunarfræöinga 5. tbl. 79. árg. 2003

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.