Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2003, Blaðsíða 10

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2003, Blaðsíða 10
 vægu stjórnmálaréttinda kvenna var hátíðarsamkoma á Austur-1 velli hinn 7. júlí árið 1915, sama dag og Alþingi Islendinga vari sett. Flutti Ingibjörg H. Bjarnason, formaður Landspítalasjóðs og skólastýra Kvennaskólans í Reykjavfk, ræðu og lýsti því yfir að fyrsta málið, sem konur hygðust beita sér fyrir, væri stofn- un Landspítala í þakklætisskyni fyrir nýfengin réttindi sín. Vitnaði hún til hins aldagamla hlutverks kvenna, að hjúkra sjúkum og hlynna að öllu því sem væri veikt og ósjálfbjarga. I ávarpi, sem birtist í Kvennablaðinu sama ár, kom fram að þar| sem starfssvið kvenna hefði ævinlega verið sérstaklega bundið við líknar- og mannkærleikastörf væri mælst til þess að konur héldu áfram að láta þau mál til sín taka (Sigríður Th. Erlends- dóttir, 1993). Ekki skal fullyrt að stofnun Landspítalasjóðs árið 1915 og um- ræðan um stofnun spítala fyrir landsmenn á þessum tíma hafi haft úrslitaáhrif á að konur á Islandi fengu áhuga á hjúkrun en! menntuðum hjúkrunarkonum fjölgaði eftir það. Aðeins sjö ís-l lenskar konur höfðu lokið fullgildu hjúkrunarnámi fyrir áriði 1915, sex í Danmörku og ein í Skotlandi. Þær voru: Kristínj Ingibjörg Hallgrímsdóttir og Guðný Guðmundsdóttir, sem j störfuðu báðar við hjúkrun á Holdsveikraspítalanum, Ástríðuri Torfadóttir, hjúkrunarkona á franska spítalanum á Fáskrúðs-j firði, Þóra J. Einarsdóttir, yfirhjúkrunarkona á Kleppsspítalan-i um þegar hann tók til starfa árið 1907, Sigrún Bergmann, j kenndi hjúkrun í Kvennaskóla Reykjavíkur, Steinunn Olafs-i dóttir, en að námi loknu giftist hún og settist að í Danmörku, i og Oddný Guðmundsdóttir, hjúkrunarkona við Hjúkrunarfé-: lag Reykjavíkur (Erla Dóris Halldórsdóttir, 1996). Kristín Ólína Thoroddsen og Ásta Sigríður Eiríksdóttir, eins og þær hétu fullu nafni, hófu hjúkr- unarnám á öðrum áratugi 20. aldar. Þær fæddust báðar sama ár, 1894, Kristín á Isafirði og Sig- ríður í Miðdal í Mosfellssveit. Báðar tóku þær þá stefnu í lífinu að halda menntaveginn og áttu eftir að hafa mikil áhrif á þróun hjúkrunarstéttar hér á landi. Kristin Ólína Thoroddsen (1894-1961). MynderíeiguFélagslslenskra Fjölskylda Kristínar var efna- hjukrunarfrœöinga J J fólk. Foreldar hennar voru Skúli Thoroddsen alþingismaður og Theodóra Friðrika Guðmunds- dóttir skáldkona. Kristín lauk gagnfræðaprófi og árið 1915 hélt hún til Danmerkur til hjúkrunarnáms og lauk náminu við Kommunehospitalet í Esbjerg árið 1918. Því næst hóf hún störf sem hjúkrunarkona á röntgendeild Bispebjergsspítalans: í Kaupmannahöfn og á ljósastofu Niels Finsens, Finsens Institut, þar sem sjúklingar með húðberkla voru læknaðir með ljósaböðum. Eftir heimkomuna til íslands byrj- aði Kristín að starfa sem hjúkrunarkona við; Röntgenstofuna í Reykjavík (María Pétursdóttir, j 1969). Fyrir tilstuðlan dönsku yfirhjúkrunarkonunnar, j Harriet Kjær, hittust sex hjúkrunarkonur síðla hausts árið 1919 í húsakynnum Lestrarfélags j kvenna í Reykjavík í þeim tilgangi að stofna fé- j lag, Félag íslenskra hjúkrunarkvenna. Konurnar: | voru ásamt Harriet Kjær þær Christophine j j Bjarnhéðinsson, Kristín Thoroddsen, Sigríður; Magnúsdóttir, Aldís Helgadóttir og Jórunn; ; Bjarnadóttir. Markmiðið með stofnun félagsinsj j var einkum það að aðstoða ungar konur til hjúkr-; j unarnáms og gæta hagsmuna hjúkrunarkvenna íj j hvívetna. Formaður félagsins var kosin Harrietí Kjær og varaformaður Sigríður Magnúsdóttir.: j Sigríður var ekki menntuð hjúkrunarkona heldur hafði hún starfað við hjúkrun á Heilsuhælinu áj j Vífilsstöðum. Gjaldkeri félagsins varð Kristín j Thoroddsen og ritarar þær Aldís Helgadóttir ogj j Jórunn Bjarnadóttir. Aldís og Kristín höfðu verið j samstiga í hjúkrunarnámi við spítalann íj j Esbjerg. Jórunn var ekki menntuð hjúkrunar-: j kona heldur hafði hún starfað sem yfirhjúkrun- j j arkona á Kleppsspítalanum um nokkurt skeið j (Erla Dóris Halldórsdóttir, 1996). Aðeins nokkrum mánuðum eftir stofnun Félagsj íslenskra hjúkrunarkvenna hélt Kristín Thorodd- j sen alla leið til Chile og starfaði þar í tvö ár við j j danskan barnaspítala og hélt að því búnu til New York þar sem hún starfaði sem einkahjúkr- unarkona (María Pétursdóttir, 1969). Kristín kom til Islands árið 1926 eftir sex ára : veru í útlöndum. Það gefur auga leið að hún hef- j j ur haft gífurlega reynslu í hjúkrunarstörfum ogj j árið 1930 tók hún við stöðu yfirhjúkrunarkonu j Holdsveikraspítalans í Laugarnesi þegar Harriet Kjær hætti störfum sökum aldurs og flutti alfar- in til Danmerkur (María Pétursdóttir, 1969). I maí árið 1931 var Kristín Thoroddsen skipuð forstöðukona Landspítalans af dómsmálaráð- herra, Jónasi Jónssyni frá Hriflu. Hún hélt þegar j af stað til Noregs til að kynna sér forstöðukonu- starf við Ullevall-sjúkrahúsið í Osló. Hún ferð- aðist einnig til Svíþjóðar, Finnlands og Dan- merkur til að kynna sér starf forstöðukonu við : spítala þar ytra og eftir heimkomuna um haustið 1931 varð hún fyrsta forstöðukona Landspítal- ans (Erla Dóris Halldórsdóttir, 2000). Tímarit íslenskra hjúkrunarfræöinga 5. tbl. 79. árg. 2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.