Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2003, Qupperneq 10
vægu stjórnmálaréttinda kvenna var hátíðarsamkoma á Austur-1
velli hinn 7. júlí árið 1915, sama dag og Alþingi Islendinga vari
sett. Flutti Ingibjörg H. Bjarnason, formaður Landspítalasjóðs
og skólastýra Kvennaskólans í Reykjavfk, ræðu og lýsti því yfir
að fyrsta málið, sem konur hygðust beita sér fyrir, væri stofn-
un Landspítala í þakklætisskyni fyrir nýfengin réttindi sín.
Vitnaði hún til hins aldagamla hlutverks kvenna, að hjúkra
sjúkum og hlynna að öllu því sem væri veikt og ósjálfbjarga. I
ávarpi, sem birtist í Kvennablaðinu sama ár, kom fram að þar|
sem starfssvið kvenna hefði ævinlega verið sérstaklega bundið
við líknar- og mannkærleikastörf væri mælst til þess að konur
héldu áfram að láta þau mál til sín taka (Sigríður Th. Erlends-
dóttir, 1993).
Ekki skal fullyrt að stofnun Landspítalasjóðs árið 1915 og um-
ræðan um stofnun spítala fyrir landsmenn á þessum tíma hafi
haft úrslitaáhrif á að konur á Islandi fengu áhuga á hjúkrun en!
menntuðum hjúkrunarkonum fjölgaði eftir það. Aðeins sjö ís-l
lenskar konur höfðu lokið fullgildu hjúkrunarnámi fyrir áriði
1915, sex í Danmörku og ein í Skotlandi. Þær voru: Kristínj
Ingibjörg Hallgrímsdóttir og Guðný Guðmundsdóttir, sem j
störfuðu báðar við hjúkrun á Holdsveikraspítalanum, Ástríðuri
Torfadóttir, hjúkrunarkona á franska spítalanum á Fáskrúðs-j
firði, Þóra J. Einarsdóttir, yfirhjúkrunarkona á Kleppsspítalan-i
um þegar hann tók til starfa árið 1907, Sigrún Bergmann, j
kenndi hjúkrun í Kvennaskóla Reykjavíkur, Steinunn Olafs-i
dóttir, en að námi loknu giftist hún og settist að í Danmörku, i
og Oddný Guðmundsdóttir, hjúkrunarkona við Hjúkrunarfé-:
lag Reykjavíkur (Erla Dóris Halldórsdóttir, 1996).
Kristín Ólína Thoroddsen og
Ásta Sigríður Eiríksdóttir, eins og
þær hétu fullu nafni, hófu hjúkr-
unarnám á öðrum áratugi 20.
aldar. Þær fæddust báðar sama
ár, 1894, Kristín á Isafirði og Sig-
ríður í Miðdal í Mosfellssveit.
Báðar tóku þær þá stefnu í lífinu
að halda menntaveginn og áttu
eftir að hafa mikil áhrif á þróun
hjúkrunarstéttar hér á landi.
Kristin Ólína Thoroddsen (1894-1961).
MynderíeiguFélagslslenskra Fjölskylda Kristínar var efna-
hjukrunarfrϚinga J J
fólk. Foreldar hennar voru Skúli
Thoroddsen alþingismaður og Theodóra Friðrika Guðmunds-
dóttir skáldkona. Kristín lauk gagnfræðaprófi og árið 1915
hélt hún til Danmerkur til hjúkrunarnáms og lauk náminu við
Kommunehospitalet í Esbjerg árið 1918. Því næst hóf hún
störf sem hjúkrunarkona á röntgendeild Bispebjergsspítalans:
í Kaupmannahöfn og á ljósastofu Niels Finsens, Finsens
Institut, þar sem sjúklingar með húðberkla voru læknaðir með
ljósaböðum. Eftir heimkomuna til íslands byrj-
aði Kristín að starfa sem hjúkrunarkona við;
Röntgenstofuna í Reykjavík (María Pétursdóttir, j
1969).
Fyrir tilstuðlan dönsku yfirhjúkrunarkonunnar, j
Harriet Kjær, hittust sex hjúkrunarkonur síðla
hausts árið 1919 í húsakynnum Lestrarfélags
j kvenna í Reykjavík í þeim tilgangi að stofna fé- j
lag, Félag íslenskra hjúkrunarkvenna. Konurnar:
| voru ásamt Harriet Kjær þær Christophine j
j Bjarnhéðinsson, Kristín Thoroddsen, Sigríður;
Magnúsdóttir, Aldís Helgadóttir og Jórunn;
; Bjarnadóttir. Markmiðið með stofnun félagsinsj
j var einkum það að aðstoða ungar konur til hjúkr-;
j unarnáms og gæta hagsmuna hjúkrunarkvenna íj
j hvívetna. Formaður félagsins var kosin Harrietí
Kjær og varaformaður Sigríður Magnúsdóttir.:
j Sigríður var ekki menntuð hjúkrunarkona heldur
hafði hún starfað við hjúkrun á Heilsuhælinu áj
j Vífilsstöðum. Gjaldkeri félagsins varð Kristín
j Thoroddsen og ritarar þær Aldís Helgadóttir ogj
j Jórunn Bjarnadóttir. Aldís og Kristín höfðu verið
j samstiga í hjúkrunarnámi við spítalann íj
j Esbjerg. Jórunn var ekki menntuð hjúkrunar-:
j kona heldur hafði hún starfað sem yfirhjúkrun- j
j arkona á Kleppsspítalanum um nokkurt skeið
j (Erla Dóris Halldórsdóttir, 1996).
Aðeins nokkrum mánuðum eftir stofnun Félagsj
íslenskra hjúkrunarkvenna hélt Kristín Thorodd- j
sen alla leið til Chile og starfaði þar í tvö ár við j
j danskan barnaspítala og hélt að því búnu til
New York þar sem hún starfaði sem einkahjúkr-
unarkona (María Pétursdóttir, 1969).
Kristín kom til Islands árið 1926 eftir sex ára
: veru í útlöndum. Það gefur auga leið að hún hef- j
j ur haft gífurlega reynslu í hjúkrunarstörfum ogj
j árið 1930 tók hún við stöðu yfirhjúkrunarkonu j
Holdsveikraspítalans í Laugarnesi þegar Harriet
Kjær hætti störfum sökum aldurs og flutti alfar-
in til Danmerkur (María Pétursdóttir, 1969).
I maí árið 1931 var Kristín Thoroddsen skipuð
forstöðukona Landspítalans af dómsmálaráð-
herra, Jónasi Jónssyni frá Hriflu. Hún hélt þegar
j af stað til Noregs til að kynna sér forstöðukonu-
starf við Ullevall-sjúkrahúsið í Osló. Hún ferð-
aðist einnig til Svíþjóðar, Finnlands og Dan-
merkur til að kynna sér starf forstöðukonu við
: spítala þar ytra og eftir heimkomuna um haustið
1931 varð hún fyrsta forstöðukona Landspítal-
ans (Erla Dóris Halldórsdóttir, 2000).
Tímarit íslenskra hjúkrunarfræöinga 5. tbl. 79. árg. 2003