Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2003, Qupperneq 13

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2003, Qupperneq 13
GREIN María Pétursdóttir k m. k, \m J Ml því eitt af einkennum Maríu að hún eignaðist ; mjög marga vini og félaga við störf sín. Þessi ; kynni og það traust sem þeim fylgdi gerði það að ; verkum að hún gat komið í gegn mörgum hugð- arefnum sínum. Hún hafði, eins og allir leiðtog- ar, lag á að fá fólk til fylgis við hugmyndir sínar og til að leggja þeim lið. ; Eldmóður einkenndi hana oft og hún barðist fyr- ir hugsjónum. Henni lét verr að skipuleggja og : býrókratísk var hún ekki. Hún hafði ekki sér- staklega mikla þolinmæði fyrir smáatriðum og : útfærslum hugmynda. Lífsgleði og kímnigáfa voru eitt af aðalsmerkjum Maríu. Oft tókst henni með húmor og léttum at- | hugasemdum að létta á spennu þegar ágreining- ur var uppi um viðhorf og skoðanir. Hún var falleg kona og aðlaðandi og góðmennska í svipnum, stundum jafnvel næstum heiðríkja. Einnig þess vegna Iaðaðist fólk að samskiptum við hana, það var hluti af leiðtogahæfileikum hennar. Eg er í hópi þeirra sem hófu nám við námsbraut í hjúkrunarfræði haustið 1993. Þetta var skemmtilegur tími, en umbrotatími og honum fylgdu mikil átök. Tekist var á um hagsmuni eins og svo oft, en jafnframt var tekist á um grund- vallarviðhorf og hugmyndir en það er sjaldgæfara og miklu skemmtilegra. Þau átök skerptu skiln- ing okkar nemendanna á faginu því við urðum að vera þátttakendur og taka afstöðu. Við leituðum að einhverju heildstæðu hug- myndakerfi innan hinnar nýju fræðigreinar há- skólans. Við fundum gömul og gild grundvallar- viðhorf en áherslur í námi og starfi voru oft á skjön við þá mynd. Við leituðum fyrirmynda í hópi þeirra sem störfuðu við j hjúkrun. Við fundum nokkrar, leiðtoga sem vörðuðu veginn fyrir okkur hinar. Það var gæfa okkar hjúkrunarfræðinemanna að fyrirmyndirn- ar, sem við fundum, voru ólíkar og styrkur þeirra lá á mismun- j andi sviðum. Námsgreinarnar endurspegluðu þetta viðhorf. Við lærðum; mannfræði, félagsfræði og sálarfræði ... og svo auðvitað hjúkr-j unarsögu. María kenndi hjúkrunarsögu og það veitti hennil gott tækifæri til að koma á framfæri alls kyns sjónarmiðumj um hjúkrun. Nú er rætt um að kenna sögu starfs- greina sem nauð- synlegan þátt í „professionaliser- ingu“, þarna höfð- um við ákveðið forskot. I hjúkr- unarsögutímun- um voru teknir upp þræðir Úr María Pétursdóttir og Sigríöur Halldórsdóttir þjóðfélagsumræð- unni og tengdir faginu. Dæmi um þessa samtvinnun er hvern-j ig María brást við samtímanum í kennslunni. Hjúkrunarfélag-j ið, sem þá hét, stóð í mikilli kjarabaráttu. Fréttamaður spurði hvort eðlilegt væri að þeir sem sinntu líknarstörfum gripu til j aðgerða. Þetta varð þá eitt af ritgerðarefnunum, og ég man að j ég glímdi þá þegar við spurninguna um hvort tengsl hjúkrun- ar og trúar héldu faginu niðri. María var mjög trúuð en vildi takast á við spurninguna. María var skírð eftir ömmu sinni, langömmu minni, Maríu Ossurardóttur á Sól- bakka við Önundarfjörð. Umj hana er sagt að hún hafi haftj sterka löngun til að lækna og líkna, og var hún ætíð kölluð til er sinna þurfti sjúkum þar um slóðir. Afkomendur Mar- j íu Össurardóttur starfa mjögi margir við heilbrigðisþjón- ustu og höfum við oft rætt um áhrif erfða og uppeldis í þvf sambandi. Ur því verður ekki reynt að skera hér, en víst er að María Pétursdóttir mótaði okkur mörg í fjölskyldunni og viðhorf hennar til starfa hafa reynst gott veganesti. Rangheiöur meö frænku sinni Maríu Tímarit íslenskra hjúkrunarfræöinga 5. tbl. 79. árg. 2003

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.