Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2003, Page 15

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2003, Page 15
Laura Sch. Thorsteinsson Maria ásamt starfsfólki Nýja hjúkrunarskólans. Frá vinstri: Lára Scheving, Birna Flygenring, Bryndís Halldórsdóttir, Jóhanna Bernharösdóttir, Soffía Siguröardóttir og Sigriöur Halldórsdóttir María Pétursdóttir Eg var svo lánsöm að fá tækifæri til að starfa undir stjórn Maríu Pétursdóttur í tæpan áratug í Nýja hjúkrunarskólanum og kynntist þar hinum mörgu mannkostum hennar. Töluverður aldurs- munur var á okkur Maríu en það var eins og það skipti aldrei máli. Henni tókst að varðveita barn- ið í sér með hrifnæmi og hressileika en hafði jafnframt til að bera visku þess sem hefur lifað margt á langri ævi. Hún hafði óbilandi trú á sam- starfsfólki sínu, treysti því og leyfði hverjum og einum að njóta sín í starfi. María var frumkvöðuli og framsýn kona og langt á undan sinni samtíð í ýmsum málefnum, ekki hvað síst á sviði menntunarmála hjúkrunarfræðinga. Hún var eldhugi og hugsjónamanneskja. Sterka framtíðarsýn hafði hún fyrir hjúkrun og vildi veg hennar sem mestan. Var hún tilbúin að fórna því sem þurfti til að sjá framtíðardraumana rætast og horfði ekki í kostnaðinn þegar því var að skipta. María var hnyttin í tilsvörum, fyndin og skemmtileg. Hún var fljót að koma auga á hið spaugilega í tilverunni og gerði óspart grín að sjálfri sér. Jafnframt var hún einstaklega Ijúf og elskuleg, ekki síst þegar eitthvað bjátaði á, og vildi öllum gott gjöra. Hún átti líka einlæga trú og talaði um Guð sem vin sem stóð við hliðina á henni. Minningar mínar um Maríu eru stórbrotnar og hlýjar eins og hún sjálf og þær munu halda áfram að lifa í huga mér þótt hún hafi horfið af sjónar- sviðinu. Eg minnist hennar með djúpri virðingu og þakklæti fyrir allt sem hún gerði fyrir hjúkrun og fyrir mig persónulega. Fréttamolar... mHHnBBBBBBflnBnHMHHn Útgáfa afmælisrits til heiðurs Ólafi Ólafssyni, fyrrverandi landlækni, 75 ára 11. nóvember sl. varö Ólafur Ólafsson, fyrrverandi land- læknir og núverandi forystumaður í samtökum eldri borgara, 75 ára. Af því tilefni hafa nokkrir vinir hans og velunnarar ákveöiö aö efna til útgáfu, honum til heiðurs, á völdu efni úr handraöa afmælisbarnsins. Þar er fjallað um heilbrigöismál í víöum skilningi, margs konar þjóðfé- lags- og réttindamál, alþjóöamálefni og málefni eldri borgara. Frásagnirnar eru fjölbreyttar og fróðlegar og allar í anda Ólafs, hnitmiöaöar og hispurslausar og siðast en ekki síst eru þær bráðskemmtilegar - þar sem þaö á viö. Áætlað er aö afmælisritið komi út í maí á næsta ári, en Bókaútgáfan Hólar hefur tekiö að sér útgáfu þess og er ritnefndin skipuö þeim Sig- uröi Guömundssyni, landlækni, Benedikt Davíössyni, formanni Lands- sambands eldri borgara, og Vilhelm G. Kristinssyni, rithöfundi sem jafn- framt er ritstjóri verksins. Afmælisritið veröur selt i áskrift og greiðist það fyrir fram 4.900 kr. og er sendingargjald innifalið. í ritinu veröur heiilaóskaskrá (tabula gratu- latoria) og er það von ritnefndarmanna að hún veröi sem lengst og glæsilegust. Þeir velunnarar Ólafs, sem áhuga hafa á því aö senda hon- um afmæliskveðju og eignast um leiö bókina, eru hér með hvattir til þess aö hafa samband I síma 557-9310/557-9215 eöa senda rafpóst i netfangið holar@simnet.is. Breytingar á reglum styrktarsjóðs BHM Eftirfarandi breytingar hafa veriö geröar á starfsreglum styrktarsjóðs BHM: Liður 1: Bætt er viö nýjum lið sem er c) liður en þar segir: Sjóöfélagi nýtur réttinda i sjóöinn i tvö ár eftir aö hafa fullnýtt réttinn til dagpeninga vegna veikinda. Liður 6: Fjárhæð dagpeninga hækkar úr 6.000 kr. í 7.000 kr. og í b) lið er fellt út orðið langtíma í setningunni „í kjölfar langtíma veikinda barns1' Liður 7: Útfararstyrkur hækkar úr 200.000 kr. í 250.000 kr. Liður 10: a) Styrkur vegna „laser" aögeröa á augum er hækkaður úr 25.000 kr. 30.000 kr. fyrir hvort auga. b) Á þriggja ára fresti eru greidd 30% af veröi gleraugna sem kosta meira en 10.000 kr. Áöur voru greidd 30% af verði sjóngleranna og 5.000 kr. vegna umgjarða. Liður 11: Greidd eru 30% af tannlæknakostnaöi, sé hann umfram 50.000 kr. á einu ári. Breytingarnar tóku gildi 29. september 2003. Reglurnar i heild má finna undir styrkir og sjóöir á heimasíðu félagsins, www.hjukrun.is. Bryndís Jónsdóttir, deildarstjóri styrkveitinga hjá BHM, sér um afgreiðslu styrkjanna og veitir nánari upplýsingar á skrifstofu BHM eöa i síma 5812090.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.