Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2003, Page 20

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2003, Page 20
Valgerður Katrín Jónsdóttir Hin hliöin Gréta Berg, myndlistarkona h Gréta Berg var lögð út á listabrautina áður en hún hóf nám í Hjúkrunarskóla Islands veturinn 69-70, búin að halda sína fyrstu málverkasýningu. Síðan hefur hún haldið fjölmargar einkasýningar og samsýningar, oftast á Akureyri. „Davíðs- sýningin var skemmtilegust fyrir fjölskyldu mína og vini, allir fylgdust með og tóku þátt. Þetta var vorið 1995, al- gjört aðsóknarmet." A veggjunum á heimili hennar eru myndir eftir hana, sumar í skærum og björtum litum, skær- blái liturinn er t.d. á einni sem hún hefur miklar mætur á og segist hún hrifin af þeim lit. „Það skiptir miklu máli að hafa hluti í umhverfinu sem segja manni eitthvað og manni líður vel með," segir hún. A öðrum vegg í stofunni er mynd sem býr yfir miklum krafti, sýnir tvær nokkurs konar sprengingar. „Þessa mynd málaði ég eftir steini," segir hún og kemur með lítinn, gulan stein, sem hún segir vera óska- stein, og stækkunargler. „Sjáðu, myndin er á annarri hlið steinsins og ég málaði tvær aðrar eftir hinni hliðinni." í gegnum stækkunarglerið birtist málverkið á steininum. 0- trúlegt. Hún segir steina búa yfir miklum krafti og tekur fram möppu með verkum sínum. Þar eru Ijósmyndir af mörgum verka hennar, m.a. verk máluð af umræddum steini sem sjá má hér á síðunum. Þar hefur hún einnig skrifað nokkur orð um steina, orð sem við fáum að birta hér. Öskasteinninn minn er steinvala sem ég fann í fjörunni fyrir vestan, nánar tiltekiÓ á Löngufjörum. Fjölskylda mín er mikið fyrir steina ogfegurð náttúrunnar. Við gleymum okkur í fjörunni og þar er gott að gleyma sér. Oldurnar eru snillingar í að raða ör- litlum skeljum og steinum í beina röð eftir rennisléttum sandin- um, þetta er fallegra en í búð, sólin skín og himinninn hvolfist yfir þetta örsmáa ogfagra. Það má ekki trufla þessa fegurð í öll- um þessum andardrætti frá flæðarmálinu þar sem báran strýkur sandinn. Þetta mikla samspil lifandi jarðar, og ég reyni að muna eftir að þakka fyrir fulla vasa affögrum steinum, „djásnum móð- ur jarðar". Ætli hún taki eftir þessu? Þegar ég fann þennan æv- intýrastein eða óskastein, sem er ekki stærri en þumalfingursnögl á fullorðum, fannst mér hann ósköpin öll fallegur á litinn, svona grængulur og Ijósgulur, það var eins og þessi steinn límdist við mig, alltaf í vösum mínum og aldrei týndist hann. Það var oft er | ég var að fara á vakt dauðuppgefin og þreytt að ég laumaði þess- um steini á mig og hugsaði sem svo: Hann hjálpar mér og þvær afmér þreytuna," og með þessa vissu gekk ég til vinnu með stein- inn á mér. Dag einn skoðaði ég hann gaumgæfilega í stækkunar- „Skjólstæðingar mínir eru mér uppspretta nýrra hugmynda" segir Gréta Berg gleri, fjöll og dalir birtust mér og vinum mínum, enginn sá það sama og myndirnar hurfu síðan og engin leið að finna þær aftur. Það var eins og við værum að fara í ferðalag í hugleiðslu þar sem allt getur opnast manni og horfið síðan. -Þessi fyrsta mynd mín er ein hlið steinsins, full af sprengikrafti en samt hlý, síkvik aflífi. Oskasteinninn varð fyrirmynd fjögurra verka sem sjá má hér. Gréta tekur fram aðra möppu en þar eru myndir sem tengjast verkum Halldórs Lax- ness. Hún segir móður sína, Margréti frá Öxna- felli sem sá inn í aðra heima, fyrirmynd Þórunn- ar frá Kömbum og faðir hennar, Bergsveinn Guð- mundsson, var ættaður frá Hesti í Önundarfirði sem Laxness lagði út af í Fót undir Fótarfæti í Heimsljósi. Myndin Vornótt, sem birtist hér, er gerð eftir frásögn um lækningu Þórunnar: Nú göngurn við út í vornóttina. Hún tók undir arm hans, og þau risu á fæt- ur og geingu útúr bænum samsíða; utareftir gaungunum; frammá hlaðið; útá túnið. Nóttin var gagnsæ hula, áþekkust augum hennar sjálfrar, bláljós og svöl, glóandi logn- ský í austri, rólegt lambfé á vellinum, rakk- arnir sofnaðir, undirlendið uppgufað í þoku sem vafðist að hlíðum fjallsins og teygði sig alla leið uppí hamrabeltin, álfaleiði á hvít- um firðinum, kría. Þannig stóðu þau í tún- inu meðal hins vitra lambfjár, starandi, Tímarit islenskra hjúkrunarfræðinga 5. tbl. 79. árg. 2003

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.