Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2003, Qupperneq 21
PiSTILL
Gréta Berg, hjúkrunarfræö-
ingur og myndlistakona
Vornótt
Óskasteinn
Unglingurinn í skóginum
Óskasteinn
Óskasteinn
næstum loftkennd, og hérumbil einginn
veruleiki framar, aðeins leiðslukent ástand
vornæturinnar, fjarri svefni, ofar vöku, ver-
öld, vitund.
Hann hafði lagt andlit sitt á öxl hennar.
Guð, hvíslaði hann, því nú heyrði hann aft-
ur kraftbirtíng guðdómsins. Eg er þess ekki
verður!
Hún strauk lófa sínum yndislega um gullna
lokka hans.
Guð, stundi hann, já ég hef altaf vitað það.
Honum fanst hann stæði nú eftir lángar
villur við brunn lífsins sjálfs og þyrfti ekkert
að óttast framar að eilífu.
Gréta er í hálfri stöðu sem hjúkrunarfræðingur á
geðsviði Reykjalundar. Hvernig semur hjúkrun-
arfræðingnum og myndlistarmanninum? „Ég hef
oft brugðið mér í listina þegar ég er á vakt en
alltaf fundið hve stirt það er,“ segir Gréta, „það
er eins og að fara yfir í annað land en vera þó á
sama stað. Skjólstæðingum mínum hefur þótt
gaman að sjá hvernig andlit þeirra kemur smám
saman á pappírinn eða þegar ég hef farið út í að
teikna kletta og brim. Sköpun er slökun og mál-
verk er olía og strigi þangað til sérstök hug-
myndafræði tengist því, þá er það orðið manni
hjartfólgið. Oft hef ég leitt hugann að því að
hætta að vinna við hjúkrun því þá myndi allt
verða auðveldara varðandi myndlistina. Nú sem
miðaldra öldungur hef ég komist að því að skjól-
stæðingar mínir eru mér uppsprettur nýrra hugmynda. Allar
myndir, sem ég geri, verða að tákna eitthvað sem mér er kært
þá stundina, tengt huglægum gildum lífsins, ljóðum eða sög-
um. Ég hef þá vissu að allar myndir, sem ég geri, hver og ein
sé tileinkuð einhverri sérstakri mannveru sem af tilviljun
rekst inn á sýningu eða á einhvern hátt annan fær myndina og
þessi tilfinning hefur styrkst með árunum."
Fram undan eru nokkrar helgar sem hún ætlar að tileinka list-
gyðjunni, búin að baka smákökur í byrjun nóvember til að
geta óskipt helgað sig Iistgyðjunni. Hún er enn að bæta við
sig, nú í námi í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti í listadeild.
Hún segist ekki hafa tölu á því hvað hún hafi gert myndverk
sem eru unnin með ýmsu móti, teiknuð með blýanti, koli eða
máluð með akrýllitum, vatnslitum og olfulitum en mörg verka
hennar eru í eigu stofnana, eitt verk, sem heitir Florence
Nightingale, er í eigu hjúkrunarfræðideildar Háskóla Islands.
Að auki hefur hún sinnt hjúkrunarstarfinu, lengst af í fullu
starfi á Akureyri, og komið upp fjórum börnum með eigin-
manni sínum, „því hann hefur sannarlega stutt mig með því
að gefa mér friðarstundir með listgyðjunni þegar fjörugu
stúlkurnar okkar voru að alast upp.“
Hún segir að lokum að hana langi til að læra myndterapíu og
sameina þannig tvær Iistgreinar, nefnilega hjúkrun og mynd-
listina.
Tímarit islenskra hjúkrunarfræðinga 5. tbl. 79. árg. 2003