Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2003, Síða 24
22
til lengri og styttri tíma. Sú vitneskja hefur leitt til þess að börn, j
sem þurfa á gjörgæslu að halda vegna skurðaðgerða, fá oftast
kröftuga verkjalyfjameðferð í æð sem verkar á miðtaugakerfið.
Verkjameðferð vegna áreita í meðferðar- og rannsóknartilgangi;
er þó enn ekki til staðar í neinum mæli. I ljósi þroska taugakerf- j
isins, verkjaskynjunarhæfileika og verkjaminnis ætti þó að veraj
ljóst að mikilvægt er að meðhöndlá þessa verki (Anand ogl
Craig, 1996).
Leitaraðferð
Gerð var ýtarleg heimilda- og rannsóknarleit í gagnagrunn-
unum MEDLINE og CINAL. Leitarorðin voru „pain, analges-j
ia, sucrose, glucose, infant, neonate, premature“. Leit fórj
fram frá byrjun árs 1990 til ársbyrjunar 2002. Leitað var aðj
greinum sem skýrðu frá notkun á sykurgjöf í munn hjá nýbur-
um og fyrirburum. Rannsóknagreinar, þar sem tilraunir voru
gerðar með tilviljananiðurröðun, voru valdar sérstaklega úr ogj
flokkaðar eftir aldri þátttakenda, fjölda í úrtaki, tilraunameð- j
ferð og viðmiðunarmeðferð, aðferð við gagnasöfnun, matsað-;
ferðum, tegundum áreitis og útkomu. Umræða í heimildumj
var einnig greind sérstaklega og flokkuð.
Niðurstöður
Rannsóknir sem fundust
Fjórtán rannsóknir á virkni sykurlausnar á verki nýbura fundust j
en eingöngu var hægt að nálgast 13 þeirra. 1 öllum rannsóknun-
um var notuð tilviljananiðurröðun úrtaks og í 10 tilvikum var um
að ræða lyfleysu og viðmiðunarmeðferð. Þrjár rannsóknir voru j
blindar m.t.t. lausnanna en ekki var hægt að nota þá aðferð'
gagnvart gjöf á snuði, hinar 10 voru tvíblindar. í öllum nema
tveim voru notaðir mismunandi rannsóknarhópar, tvær notuðu
sama barnahópinn til samanburðar á meðferðarúrræðum.
Tegund sársaukafullra aðgerða
Þau sársaukafullu inngrip, sem metin voru í rannsóknunum sem
fundust, lutu að hælstungu í níu tilfellum, stungu á æð í tveim-
ur tilfellum, umskurðar í einu tilfelli og bólusetningar í einu til-
felli. Meðgöngualdur barnanna við fæðingu var meira en 37 vik-
ur í 8 rannsóknum en minni en 37 vikur í 4 rannsóknum. Aldur
barnanna, þegar gagnasöfnun fór fram, var á bilinu 1 dagur til
42 dagar (með einni undantekningu þar sem börn að 18 mánaða
aldri voru tekin með).
Rannsóknarmeðferð og viðmiðunarmeðferð
Samanburðarmeðferð í 10 rannsóknum var vatn, oftast sæft
vatn. Til samanburðar var engin meðferð í tveim rannsóknum og
að liggja á bakinu í einni rannsókn. I öllum rannsóknunum
nema einni var notaður súkrósi af mismunandi styrkleika til að
lina sársauka, frá 7,5 til 50% styrkleika. I einni rannsókn fólst
■i
meðferðin í samanburði á mismunandi styrk afj
glúkósa. Einnig var um mismunandi magn af syk- j
urlausnum að ræða milli rannsókna, þó var algeng-
ast að um væri að ræða 2 ml. Sykurlausnin var gef-
in í munn með sprautu, dropateljara eða snuði.
Aðferðir til að meta árangur meðferðar
Verkir voru metnir með hegðunarbreytum og líf- j
eðlislegum breytum. Hegðunarbreyturnar tóku
til gráttíma, andlits- og líkamshreyfinga. Líf-
eðlislegu breyturnar voru hjartsláttur, öndunar-
tíðni, TcP02 og TcPC02. I tveim rannsóknum
var notaður sérstakur verkjamatslisti til að meta
verki eftir stungu. Merkja átti við og meta til-j
greindar hegðunarbreytur og lífeðlislega þætti
samkvæmt forskrift.
I langflestum rannsóknunum (n=9) var borinn
saman munurinn á gjöf á súkrósa (samsetning á
glúkósa og frúktósa) og vatni sem verkjameðferð
áður en hælstunga var framkvæmd með því aðj
bera saman gráttíma milli hópa eða atvika, þ.e.
þann tíma sem barnið grét á meðan og eftir að
það var stungið.
Lægsti skammtuFTÍf súkrósa, sem náði verkja-j
stillingu hjá börnum sem fædd voru eftir 32 j
vikna meðgöngu eða meira, var 2 ml af 24% j
súkrósa, veikari og smærri skammtar reyndust
ekki áhrifaríkir. I ljós kom í 7 rannsóknum að gjöf
á 2 ml af 24% eða sterkari súkrósalausn stytti,
marktækt gráttíma. í þeim þrem rannsóknum, j
þar sem skoðaðar voru breytingar á hjartslætti við j
gjöf á 2 ml af 24% eða sterkari súkrósalausn, j
komu fram jákvæð áhrif af meðferðinni (Bucher
o.fl., 1995; Haouari o.fl., 1995; Skogsdal o.fl.,
1997). Minni andlits- og líkamshreyfingar ogj
færri stig á PlPP-verkjamatslistanum (Prematurej
Infant Pain Profile) komu einnig fram í þeim 5
rannsóknum þar sem mældar voru lífeðlislegar
breytur eftir gjöf á 2 ml af 24% súkrósalausn eða;
sterkari súkrósalausn (Blass o.fl., 1991; Haouari
o.fl., 1995; Ramenghi o.fl., 1996a; Ramenghi
o.fl., 1996b; Ramenghi o.fl., 1999). Samantekt á
framangreindum niðurstöðum má sjá í meðfylgj- j
andi yfirliti yfir þær rannsóknir sem greindar
voru (1. tafla).
Af lestri rannsóknanna og samantekt á niður-
stöðum þeirra (sjá í 1. töflu) má ráða að súkrósa-
gjöf í munn 2 mínútum fyrir hælstungu ogj
stungu á æð minnkar marktækt verki hjá nýbur- j
um og fyrirburum.
Tímarit islenskra hjúkrunarfræöinga 5. tbl. 79. árg. 2003