Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2003, Blaðsíða 24

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2003, Blaðsíða 24
22 til lengri og styttri tíma. Sú vitneskja hefur leitt til þess að börn, j sem þurfa á gjörgæslu að halda vegna skurðaðgerða, fá oftast kröftuga verkjalyfjameðferð í æð sem verkar á miðtaugakerfið. Verkjameðferð vegna áreita í meðferðar- og rannsóknartilgangi; er þó enn ekki til staðar í neinum mæli. I ljósi þroska taugakerf- j isins, verkjaskynjunarhæfileika og verkjaminnis ætti þó að veraj ljóst að mikilvægt er að meðhöndlá þessa verki (Anand ogl Craig, 1996). Leitaraðferð Gerð var ýtarleg heimilda- og rannsóknarleit í gagnagrunn- unum MEDLINE og CINAL. Leitarorðin voru „pain, analges-j ia, sucrose, glucose, infant, neonate, premature“. Leit fórj fram frá byrjun árs 1990 til ársbyrjunar 2002. Leitað var aðj greinum sem skýrðu frá notkun á sykurgjöf í munn hjá nýbur- um og fyrirburum. Rannsóknagreinar, þar sem tilraunir voru gerðar með tilviljananiðurröðun, voru valdar sérstaklega úr ogj flokkaðar eftir aldri þátttakenda, fjölda í úrtaki, tilraunameð- j ferð og viðmiðunarmeðferð, aðferð við gagnasöfnun, matsað-; ferðum, tegundum áreitis og útkomu. Umræða í heimildumj var einnig greind sérstaklega og flokkuð. Niðurstöður Rannsóknir sem fundust Fjórtán rannsóknir á virkni sykurlausnar á verki nýbura fundust j en eingöngu var hægt að nálgast 13 þeirra. 1 öllum rannsóknun- um var notuð tilviljananiðurröðun úrtaks og í 10 tilvikum var um að ræða lyfleysu og viðmiðunarmeðferð. Þrjár rannsóknir voru j blindar m.t.t. lausnanna en ekki var hægt að nota þá aðferð' gagnvart gjöf á snuði, hinar 10 voru tvíblindar. í öllum nema tveim voru notaðir mismunandi rannsóknarhópar, tvær notuðu sama barnahópinn til samanburðar á meðferðarúrræðum. Tegund sársaukafullra aðgerða Þau sársaukafullu inngrip, sem metin voru í rannsóknunum sem fundust, lutu að hælstungu í níu tilfellum, stungu á æð í tveim- ur tilfellum, umskurðar í einu tilfelli og bólusetningar í einu til- felli. Meðgöngualdur barnanna við fæðingu var meira en 37 vik- ur í 8 rannsóknum en minni en 37 vikur í 4 rannsóknum. Aldur barnanna, þegar gagnasöfnun fór fram, var á bilinu 1 dagur til 42 dagar (með einni undantekningu þar sem börn að 18 mánaða aldri voru tekin með). Rannsóknarmeðferð og viðmiðunarmeðferð Samanburðarmeðferð í 10 rannsóknum var vatn, oftast sæft vatn. Til samanburðar var engin meðferð í tveim rannsóknum og að liggja á bakinu í einni rannsókn. I öllum rannsóknunum nema einni var notaður súkrósi af mismunandi styrkleika til að lina sársauka, frá 7,5 til 50% styrkleika. I einni rannsókn fólst ■i meðferðin í samanburði á mismunandi styrk afj glúkósa. Einnig var um mismunandi magn af syk- j urlausnum að ræða milli rannsókna, þó var algeng- ast að um væri að ræða 2 ml. Sykurlausnin var gef- in í munn með sprautu, dropateljara eða snuði. Aðferðir til að meta árangur meðferðar Verkir voru metnir með hegðunarbreytum og líf- j eðlislegum breytum. Hegðunarbreyturnar tóku til gráttíma, andlits- og líkamshreyfinga. Líf- eðlislegu breyturnar voru hjartsláttur, öndunar- tíðni, TcP02 og TcPC02. I tveim rannsóknum var notaður sérstakur verkjamatslisti til að meta verki eftir stungu. Merkja átti við og meta til-j greindar hegðunarbreytur og lífeðlislega þætti samkvæmt forskrift. I langflestum rannsóknunum (n=9) var borinn saman munurinn á gjöf á súkrósa (samsetning á glúkósa og frúktósa) og vatni sem verkjameðferð áður en hælstunga var framkvæmd með því aðj bera saman gráttíma milli hópa eða atvika, þ.e. þann tíma sem barnið grét á meðan og eftir að það var stungið. Lægsti skammtuFTÍf súkrósa, sem náði verkja-j stillingu hjá börnum sem fædd voru eftir 32 j vikna meðgöngu eða meira, var 2 ml af 24% j súkrósa, veikari og smærri skammtar reyndust ekki áhrifaríkir. I ljós kom í 7 rannsóknum að gjöf á 2 ml af 24% eða sterkari súkrósalausn stytti, marktækt gráttíma. í þeim þrem rannsóknum, j þar sem skoðaðar voru breytingar á hjartslætti við j gjöf á 2 ml af 24% eða sterkari súkrósalausn, j komu fram jákvæð áhrif af meðferðinni (Bucher o.fl., 1995; Haouari o.fl., 1995; Skogsdal o.fl., 1997). Minni andlits- og líkamshreyfingar ogj færri stig á PlPP-verkjamatslistanum (Prematurej Infant Pain Profile) komu einnig fram í þeim 5 rannsóknum þar sem mældar voru lífeðlislegar breytur eftir gjöf á 2 ml af 24% súkrósalausn eða; sterkari súkrósalausn (Blass o.fl., 1991; Haouari o.fl., 1995; Ramenghi o.fl., 1996a; Ramenghi o.fl., 1996b; Ramenghi o.fl., 1999). Samantekt á framangreindum niðurstöðum má sjá í meðfylgj- j andi yfirliti yfir þær rannsóknir sem greindar voru (1. tafla). Af lestri rannsóknanna og samantekt á niður- stöðum þeirra (sjá í 1. töflu) má ráða að súkrósa- gjöf í munn 2 mínútum fyrir hælstungu ogj stungu á æð minnkar marktækt verki hjá nýbur- j um og fyrirburum. Tímarit islenskra hjúkrunarfræöinga 5. tbl. 79. árg. 2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.