Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2003, Qupperneq 25
FRÆÐIGREIN
Sykurlausn í munn viö verkjum
hjá fyrirburum og...
Hvað liggur að baki árangrinum?
Rannsóknir á mönnum hófust eftir að sýnt þótti
að súkrósi væri verkjastillandi hjá rottum sem
urðu fyrir ýmsum smávægilegum inngripum
(Blass og Hoffmeyer, 1991). Sýnt var fram á að
streituhljóð minnkuðu og verkjaþröskuldur
hækkaði hjá rottunum við gjöf á súkrósalausn í
munn og að þessa útkomu var hægt að hindra
með gjöf á naltrexón eða naloxón. I kjölfar þess-
ara rannsókna voru framkvæmdar hliðstæðar
rannsóknir á smábörnum, fullburum og fyrirbur-
um. I rannsókn Blass og Ciaramitaro (1994)
kom í Ijós að starfsemi innbyggða ópíóðakerfis-
ins (endogenous opioid) ræður líklega úrslitum
um áhrif súkrósa á verki við smávægileg sárs-
aukafull inngrip þar sem áhrifin koma ekki fram
hjá börnum ef móðirin hefur verið stöðugt á
methadon á meðgöngunni (Blass og Watt,
1999). Ekki er enn fyllilega Ijóst hvaða ferli eru
þarna á ferðinni. Niðurstöður benda þó til að lík- \
lega sé hér um að ræða foruppsogunarferli (pre-
absorptive mechanism). T.d. sýndu Ramenghi og
félagar (1999) fram á að verkjastillandi áhrifum
varð ekki náð ef 2 ml af 25% súkrósa voru gefnir
í magasondu, fyrir hælstungu en ekki í munn.
Því telja margir að um áhrif á bragðskynjun sé að j
ræða, en vitað er að bragðskyn er vel þróað, jafn-
vel hjá miklum fyrirburum (Ramenghi o.fl.,
1996a). Sú staðreynd, að áhrifin koma fram
snemma eftir að lausnin er komin í munninn, \
styrkir þessa ályktun.
Spurt hefur verið hvort sykurlausnin sé áhrifarík
vegna þess að hún hvetji til sogs og kyngingarat-
hafna sem venjulega fara ekki fram samhliða
gráti. Þar sem börnin fá sykurlausnina nokkru j
áður en þau verða fyrir sársaukanum er sú skýr-
ing ekki líkleg. Einnig hafa niðurstöður rann-
sókna, sem gerðar hafa verið á eldri börnum og
fullorðnum, bent til að þau finni ekkert sykur-j
bragð 20-40 sekúndum eftir gjöf og einnig finnst
aðeins mjög lítið af sykri í munnvatni 1 mínútu
eftir að gjöf er hætt (Blass og Hoffmeyer, 1991).
Framangreindar niðurstöður styðja þá tilgátu að
um miðlæg og virk áhrif á taugakerfið sé að
ræða, ekki eingöngu viðbrögð, þ.e. að verkjaboð-;
in séu stöðvuð af innbyggða ópíóðakerfinu vegna
áhrifa súkrósa á bragðskyn áður en sársaukinn er
skynjaður og í einhvern tíma eftir að kerfið er
virkjað.
Af hverju ætti aö gefa súkrósalausn 2 mínútum fyrir sárs-
aukafullar aögeröir?
Rannsóknir, þar sem borinn er saman mismunandi styrkleiki
súkrósalausnar sem gefin er á mismunandi tímum, hafa bent
til að mestu verkjastillandi áhrifin náist þegar súkrósi er gef-
inn um 2 mínútum fyrir sársaukafull inngrip (Blass o.fl.,
1991; Haouari o.fk, 1995). Talið er að þessi tími sé samsvar-
andi losun innbyggða ópíóðakerfisins á boðefnum og tengist
örvandi áhrifum sykurlausna á bragðskyn (Stevens, o.fk,
1997).
Hvers vegna ætti að nota sog á snuði meö súkrósalausn í
munn?
í nokkrum af rannsóknunum er bent á áhrif þess að sjúga
snuð og borin saman áhrif þess og súkrósalausnar. Blass og
Watt (1999) benda á að áhrifin hverfi yfirleitt um leið og
snuðið er tekið úr munni og að ekki sé hægt að loka fyrir áhrif
sogs á snuði með naloxón. Niðurstöður hafa bent á róandi á-
hrif þess að sjúga snuð og að það geti haft áhrif á að barnið
sýni minni merki um verki, en ekki er vitað til þess að eitthvað
hafi komið fram um lífeðlisleg áhrif þess á verki (Carbajal
o.fl., 1999). Olíkt rannsóknum á gjöf á súkrósalausn hafa
rannsóknir á sogi á snuði ekki sýnt áhrif á hjartslátt og súrefn-
ismettun (Stevens o.fl., 1997).
Rannsóknir, þar sem bornir eru saman hópar með og án sogs
á snuði við gjöf á sykurlausn, benda til þess að þetta tvennt í
sameiningu sé áhrifaríkasta aðferðin til að draga úr verkjum
hjá nýburum og fyrirburum við smávægilega inngrip (Blass
o.fl., 1991; Blass o.fk, 1999; Stevens o.fk, 1999).
Eru einhverjar aukaverkanir?
Rannsóknir, sem fyrir liggja, benda ekki til aukaverkana af
gjöf á sykurlausn í munn, en nefnd hafa verið nokkur atriði
sem hafa þarf í huga þegar þessi meðferð er notuð. Meðal
fullburða barna er lítið sem mælir á móti þessari meðferð. Þó
hefur verið talað um óæskileg áhrif á börn sem eru með
frúktósaóþol þar sem súkrósalausn er samsett úr frúktósa og
glúkósa. Þetta virðist mjög sjaldgæf aukaverkun og mótrökin
hafa verið að þessi meðferð sé eingöngu notuð á sjúkrahúsum
þar sem auðvelt er að bregðast við slíkum uppákomum
(Stevens o.fk, 1997).
Meðal mikilla fyrirbura hefur verið rætt um hættuna á NEC
(necrotizing enterocolitis) af mikilli osmósuþéttni lausnarinn-
ar (24% súkrósi =1120 mOsm/1). Mótrökin hafa verið þau að
mikið af lyfjum, sem fyrirburum og veikum nýburum eru gef-
in um munn, hafa meiri osmósuþéttni (Bucher o.fk, 1995).
Almennt er talið að fara skuli varlega við gjöf á lausnum um
munn hjá miklum fyrirburum sem ekki eru byrjaðir að nærast
um meltingarveg. Rannsókn Stevens og félaga (1999) sýndi
ekki neinar aukaverkanir af því að dýfa snuði í súkrósa (0,1 ml
Tímarit islenskra hjúkrunarfræöinga 5. tbl. 79. árg. 2003