Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2003, Síða 37
VIÐTAL
Hvers vegna láta hjúkrunar-
fræðingar þetta viðgangast?
lækna til að fá álit þeirra. Mikil þögn hafi hins
vegar umlukið störf hjúkrunarfræðinga og þegar
verið sé að taka mikilvægar fjárhagslegar ákvarð-
anir skipti oft meginmáli að læknarnir fái ný
tæki- eða „leikföng" eins og hún kallar tæknibún-
aðinn og til að það sé unnt er lagt til að fækka
stöðugildum hjúkrunarfræðinga. Suzanne segir
að hjúkrunarfræðingar hafi ekki verið nógu dug-
legir að láta umhverfið vita af því að þeir veiti
sjúklingum bæði umhyggju og lækningu.
„Við getum ekki barist með góðmennskuna að
vopni,“ segir hún og bætir við að í Bandaríkjun-
um sé talað um að einkunnarorð hjúkrunar séu
T.L.C. eða tender, love and care. Hér á íslandi
séu einkunnarorðin hugur, hjarta og hönd.
„Hjúkrunarfræðingar verða að leggja áherslu á að
segja frá störfum sínum og því að hjúkrun er
spurning um líf og dauða. Þegar fólk er mikið
veikt verður hvert smáatriði varðandi hjúkrunina
risastórt og þekkingarskortur getur orðið okkur
að fjörtjóni," segir Suzanne. Hún bætir við að öll
þurfum við einhvern tíma á þjónustu hjúkrunar-
fræðinga að halda ef við lifum nægilega lengi.
Umfjöllun fjölmiðla byggist í of mildum mæli á
því að læknar hafi gert aðgerðir sem bjarga lífi
þeirra sem þurfa á læknunum að halda en í öll-,
um tilvikum séu aðgerðirnar gerðar með aðstoð
hjúkrunarfræðinga sem séu jafnvel ábyrgir fyrir
þvf að allt sé til staðar og réttu tækin notuð.
En hvers vegna eru hjúkrunarfræðingar svona ó-
duglegir að segja frá störfum sínu? Suzanne rek-
ur það til þess að hjúkrunarstéttin á uppruna
sinn í kristnum klaustrum, það voru nunnur sem
sinntu veikum og sjúkum og samkvæmt þeirra
hugmyndafræði áttu þær að láta verkin tala og
stæra sig ekki af því sem þær gerðu né ræða um
störf sín og fórnarlund. Fyrstu ímyndir almenn-
ings um hjúkrunarkonur voru englar, þær höfðu
engin formleg völd og hlutverk þeirra var að
breyta sjúkrahúsunum úr sársaukastað í sælu-
stað. Hjúkrunarfræðingar eru fyrsta kvennastétt-
in og hugmyndir um kvenlegar dyggðir eru ríkj-
andi enn þann dag í dag. Oft er ekki rætt um
hjúkrunarfræðinga, hún nefnir sem dæmi að í
samtökunum „Læknar án landamæra'* séu fleiri
hjúkrunarfræðingar en læknar og væri í því til-
felli eðlilegra að nefna samtökin „Læknar og
hjúkrunarfólk án landamæra'' eða einfaldlega
„Heilbrigðisstarfsfólk án landamæra".
„Þið þurfið að segja almenningi hvernig það er að hugsa eins og hjúkrunarfræðingur."
Hvers vegna láta hjúkrunarfræðingar þetta viðgangast? spyr
Suzanne. Hvers vegna leggja þeir áherslu á umhyggjuþáttinn í
störfum sínum, jafnvel þó þeir hafi mikilvægu hlutverki að
gegna í sjúkdómsgreiningum og meðferð? Svarið segir hún fel-
ast m.a. í því að margir hjúkrunarfræðingar segjast ekki þurfa
að segja frá störfum sínum, sjúklingarnir þekki til þeirra. En
sjúklingarnir þekkja ekki til starfa hjúkrunarfræðinga, segir
Suzanne nema þeim sé sagt frá þeim.
„Þig þurfið að segja almenningi hvernig það er að hugsa eins
og hjúkrunarfræðingur, segja frá því þegar þið hafið skoðað
sjúkling og segið lækninum að hann hafi þessi og hin sjúk-
dómseinkenni," segir hún. Hjúkrunarfræðingar sjá um að
sjúkrahús séu öryggir staðir fyrir sjúklinga og með störfum
sínum koma þeir í veg fyrir margs konar heilbrigðisvandamál
og spara á þann hátt mikið fé.
Suzanne segir mikilvægt að til að hjúkrunarfræðingar geti lát-
ið rödd sína heyrast í samfélaginu þurfi þeir að skilgreina sig
á annan hátt en áður. Þeir þurfi í auknum mæli að leggja á-
herslu á þá þekkingu sem liggi að baki störfum þeirra. Þögn-
ina, sem umlykur störf hjúkrunarfræðinga, segir hún vera al-
heimsvandamál. „Hjúkrunarfræðingar segja gjarnan að ýmis
vandamál hjúkrunar séu vegna þess að stéttin sé kvennastétt.
En það eru til konur á öllum sviðum samfélagsins sem hafa
látið til sín taka. Hjúkrunarfræðingar eiga ekki að sætta sig við
annað en fá fulla viðurkenningu á mikilvægi starfa sinna. Það
er til athyglisverð saga af ballettmeistaranum Rúdolf Núrejev.
Þar sem hann vann í Bandaríkjunum kom hann illa fram við
dansara sem unnu með honum, æpti á þá og barði. Dansar-
arnir létu sig hafa þetta þó þeir hefðu með sér samtök sem
hefðu getað tekið á þessu. Hann fór svo til Svíþjóðar og tók til
við að stjórna dönsurum þar. Hann byrjaði á því að haga sér á
þann hátt sem hann var vanur, en dansararnir horfðu bara á
hann og gengu út og sögðu að þeir kæmu ekki aftur fyrr en
Tímarit íslenskra hjúkrunarfræöinga 5. tbl. 79. árg. 2003