Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2003, Síða 41

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2003, Síða 41
Fréttamolar... ing fylgikvilla sparar mikið), að árangur aukist (með markvissri fræðslu má auka þátttöku sjúkl- inga) að dregið sé úr líkum á mistökum, að þver- fagleg samvinna sé til staðar og að gagnreyndum starfsháttum (evidence-based practice) sé beitt. Einnig brýndi Suzanne okkur til að nota hvert tækifæri til að kveða goðsagnir í kútinn. Sérstak- lega nefndi hún að hjúkrunarfræðingar þurfi að undirstrika að þeir hafi menntað sig til þessara starfa en séu ekki bara fæddir hjartahlýir og með kvenlegt innsæi, þeir eru ekki handlangarar fyrir lækna og vinna ekki sem þjónustustúlkur. Þvert á móti þarf að koma fram að hjúkrunarfræðingar tilheyra fagstétt sem er byggð á vísindalegum grunni, búa yfir tækniþekkingu og hafa lært að sýna faglega hlýju. Hjúkrunarfræðingar þurfa ekki að bíða eftir að verða sóttir í viðtöl. Við getum líka komið okkur á framfæri sjálfir ef við erum vakandi fyrir hverju tækifæri. Það er hægt að brydda upp á samræð- um í boði (t.d. við frænku fermingarbarnsins sem vinnur í heilbrigðisráðuneytinu), það má senda tölvupóst eða bréf með upplýsingum, bregðast við fréttum í fjölmiðlum sem ekki sýna hjúkrunarfræðinga í réttu ljósi eða hafa samband við þingmann vegna frumvarps til laga um heil- brigðismál. Flest af þessu fólki fagnar að hafa samband við einhvern sem þekkir til og getur veitt upplýsingar. Þá sakar ekki heldur að hjúkr- unarfræðingar hafi æft sig að koma á framfæri á skýran og skilmerkilegan hátt aðalatriðum máls- ins. Félagsráðsfundur Félagsráðsfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga var haldinn föstu- daginn 10. október 2003 að Suðurlandsbraut 22. Suzanne Gordon flut- ti erindi sem nefndist „Að brjóta niðurveggi þagnarinn- ar. Moving from Virtue to Knowledge in Explaining Nursing Critical Work to the Public". Ingunn Sigurgeirs- dóttir kynnti rekstrarreikning janúar - september 2003 og breytingar á starfsreglum styrktarsjóös BHM. Elsa B. Friðfinnsdóttir kynnti starfsáætlun stjórnar 2003-2005 sem samþykkt var á fulitrúaþingi í maí sl. Fundargerð fundarins er að finna á heima- siðu félagsins www.hjukrun.is. Bókin um bakið Bókin um bakið kom nýlega út hjá landlæknisembættinu í prentútgáfu. Hún hefur að geyma ráð um það hvernig best er að bregöast viö og hafa stjórn á bakverkjum, hvernig hægt er að ná sér tiltöluiega fljótt og halda sér gangandi með þvi hreyfa sig eftir getu og lifa sem eðiilegustu lífi þrátt fyrir verki. Bakverkir eru mjög algengir og valda mikilli vanliðan og vinnutapi og má fullyrða að mikil þörf sé fyrir ráð af þessu tagi. Landlæknisembættið vill með útgáfunni koma þessum ráðleggingum á framfæri við þá sem þjást af bakverkjum og hefur mælst til þess að læknar, sjúkraþjálfarar og kírópraktorar afhendi sjúklingum sínum bæklinginn til að hjálpa þeim að ráða við bakverkina strax á bráðastiginu. . <• { Bókin um BAKIÐ B«sta leióin til oð stjórno bakveiljum i ~~JT jjL • pW iL Ea 1 P’ ’ j jl*-' jog hal^g ú' )goftgandi f '■ X R, Bókin um bakiö, sem á frummáiinu nefnist The Back Book, er samin af hópi breskra sérfræðinga úr mörgum sérgrein- um, bæklunarlækningum, heimilislækningum, sjúkraþjálfun, hnykking- um og sálfræði, og styöst við áreiöanlegustu rannsóknir á þessu sviði. Magnús Ólason, yfirlæknir á Reykjalundi, þýddi bókina, en hann stýrði einnig vinnuhópi um klínískar leiðbeiningar um bráða bakverki sem landlæknisembættið gaf út í árslok 2002. Hefur bæklingurinn verið þýddur á 16 tungumál og rannsóknir á gagnsemi hans hafa leitt í Ijós jákvæö áhrif á viðhorf jafnt sjúklinga og lækna. Bæklingurinn er 21 bls. og er prentaöur I Prentsmiðjunni Odda sem sér um dreifingu til stofnana, lækna og annarra meðferöaraöila gegn greiðslu sendingarkostnaöar. Einstaklingar, sem vilja náigast bækling- inn, geta fengið hann á skrifstofu landlæknisembættisins og hjá heilsu- gæslustöðvum. Einnig er hægt aö nálgast vefútgáfu bæklingsins á vefsetri landlæknis- embættisins: www.landlaeknir.is. Timarit íslenskra hjúkrunarfræöinga 5. tbl. 79. árg. 2003 39

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.