Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2004, Qupperneq 7

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2004, Qupperneq 7
RITSTJÓRASPJALL Valgeröur Katrín Jónsdóttir Góð heilsa er gulli betri „Hjúkrunarkonur voru hin þögla stétt í heil- brigðisþjónustunni," segir Margrét Guðmunds- dóttir sem vinnur við að rita sögu hjúkrunar hér á landi. Hún leitar víða fanga við ritun sögunnar og segir fáar hjúkrunarkonur hafa ritað ævisögur sínar. I viðtali hér í þessu tölublaði óskar hún eftir gögnum fyrir hjúkrunarsöguna, frásögnum, bréfum, dagbókum og ljósmyndum sem geta brugðið ljósi á ýmislegt í þessari merkilegu sögu. Sagan segir okkur oft merkilega hluti og margt sem við vissum ekki eða áttuðum okkur ekki á. Þannig bendir Margrét á hve fyrstu hjúkrunar- konurnar voru áhrifamiklar við uppbyggingu heilbrigðisþjónustu hér á landi, þær hafi t.d. sett á fót berklavarnastöð, ungbarnaeftirlit og mæðravernd í Reykjavík. Konur á Islandi hafi einnig tekið við hlutverki útlendinga varðandi uppbyggingu sjúkrahúsa hér á landi. Þannig ákváðu formæður okkar að minn- ast þess að þeim var veittur kosningaréttur til Al- þingis árið 1915 með því að leggja fram 1/3 hluta af kostnaði við byggingu Landspítala sem nú heitir Landspítali-háskólasjúkrahús. Með til- komu alþýðutrygginga árið 1936 var Islending- um tryggð ókeypis sjúkrahúsvist á opinberan kostnað. Áður þurfti fólk að segja sig til sveitar ef það varð fyrir heilsutjóni og hafði ekki efni á að greiða fyrir dýra læknisþjónustu og legu á sjúkrahúsum. Það er vert að hugleiða hvernig staða fólks var hér áður fyrr þegar fyrir dyrum standa breyting- ar á heilbrigðisþjónustunni. I hringborðsum- ræðum hjúkrunarfræðinga hér í blaðinu bendir Elsa B. Friðfinnsdóttir á hve umræða um heil- brigðismál hafi einskorðast við fjárlög og kostn- að við heilbrigðiskerfið en ekki við lög um heil- brigðisþjónustu og rétt sjúklinga og starfsfólks til að fá góða þjónustu og búa við góð starfsskil- yrði. Góð heilsa er gulli betri, stendur einhvers staðar og eflaust ekki hægt að meta hana til fjár. Ekki bara fyrir einstaklinginn hcldur samfélagið Valgeröur Katrín Jónsdóttir allt. Eflaust er alltaf hægt að hagræða í rekstri og endurskipuleggja í heilbrigðis- kerfinu þó ekki sé alltaf hægt að nota sömu rekstrarviðmið á sjúkrastofnunum og hjá fyrirtækjum sem framleiða vöru eða sinna þjónustu. Mistök, sem verða í heilbrigðiskerfinu, eru þannig miklu alvarlegri en þau mistök sem verða á öðrum sviðum þjóðfélagsins. Eins og fram kemur í hringborðsumræðunum getur skert þjónusta leitt til þess að meiri líkur verði á mistökum sem eru óbætanleg fyrir einstaklinginn, fjölskyldu hans eða samfélagið í heild. Hinn svokallaði sparnaður getur þannig breyst í mikinn langtímakostnað margra aðila, ekki síst þess heil- brigðiskerfis sem við höfum búið við í tæpa öld, svo ekki sé talað um kostnað samfélagsins alls. BEDCO & MATHIESEN EHF Bæjarhraun 10 • sími 565 1000 • bedco@bedco.is TenderWet sáraumbúðir Hreinsa Næra • Græöa Veita sárinu hreinsimeðferð í allt að 24 klst. Henta m.a. vel á; • gömul/ ný sár • fótasár • sýkt sár • dauðan vef • fibrin í sári • brunasár Timarit hjúkrunarfræöinga 1. tbl. 80. árg. 2004 5

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.