Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2004, Síða 9

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2004, Síða 9
GREIN Skóli Félags íslenskra hjúkrunarkvenna veittu nokkra fræðslu þegar tækifæri gafst og hjúkrunarnemar miðluðu jafnvel þekkingu til nema sem voru skemmra komnir. Verkmenntun var kjarni hjúkrunarnáms hér á landi. Störf nema voru gríðarlega mikilvæg fyrir rekstur sjúkrastofnana sem börðust við að láta enda ná saman. Nemar voru ódýrt vinnuafl og kraftar þeirra voru nýttir til hins ýtrasta. Á árunum 1924 til 1931 sendi félagið 37 hjúkr- unarnema utan til náms. Af þeim stunduðu 9 nám í Noregi en langflestir eða 28 fóru hins veg- ar til Danmerkur. Hjúkrunarmenntun var ekki samræmd, hvorki í Danmörku né Noregi. Kennsla og námsmat var mismunandi milli spít- ala. Formleg viðurkenning á þriggja ára lág- marksnámi í hjúkrun var lögbundin árið 1933 í Danmörku en ekki fyrr en 1948 í Noregi. Á þriðja áratugnum höfðu þó flestir hjúkrunarskól- ar og sjúkrahús tekið þann námstíma upp (Win- gender, 1995). Danska hjúkrunarfélagið mótaði þá stefnu þegar árið 1907 að unnið skyldi að því að koma á samræmdum hjúkrunarprófum eftir Hjúkrunarnemar fengu mikla þjálfun i umönnun berklasjúklinga á þriöja áratugnum. Sérstök áhersla var lögð á aö tryggja berklasjúklingum gott loft og auövelda þeim aö njóta birtu sólarinnar. Danska hjúkrunarfélagið setti þá lágmarkskröfu að nemar fengju 24 kennslustundir á ári. Hjúkrunarnámið var því æði breytilegt og draumur félagsins um samræmda námskrá og próf varð ekki að veruleika fyrr en í lok sjötta áratugar nýlið- innar aldar (Wingender, 1999). Wlíuhalid 4 Vifiliílödum. Heilsuhælið á Vífilsstööum var fjölmennasti vinnustaður hjúkrunar- kvenna á þriðja áratugnum. Þar störfuðu einnig fjölmargir hjúkrunar- nemar. Félag íslenskra hjúkrunarkvenna sendi um 70 nema til náms og starfa aö Vífilsstöðum á árunum 1921-1930. þriggja ára nám. Á fyrstu áratugum 20. aldar deildu hjúkrunarkonur í Danmörku hins vegar um hve mikla áherslu ætti að leggja á fræðilegt nám. Árið 1926 tóku 116 sjúkrahús í landinu við nemum í hjúkrun og af þeim voru aðeins 3 þar sem ekki var veitt bókleg kennsla. Á flestum spítölum eða 71 lauk náminu með prófi en á 45 spítölum sluppu hjúkrunarnemar við þá eldraun og voru útskrifaðir með umsögn og vottorði. Nemar sóttu kennslu í hjúkrunarfræði í frítím- um en fjöldi kennslustunda og umfang bóklega námsins var mismunandi eftir sjúkrahúsum. Brottfall úr námi Félag íslenskra hjúkrunarkvenna gaf langflestum umsækjend- um kost á að hefja nám. Ríflega 30 var hins vegar hafnað, drógu umsóknir sínar til baka eða mættu ekki á tilskildum tíma. Þeir sem neitað var um nám höfðu yfirleitt átt við heilsuleysi að stríða. Flöskuhálsinn í menntun hjúkrunar- nema var á íslandi en þeim sem fóru utan á vegum félagsins tókst flestum að ljúka námi. Á árunum 1921 til 1930 hófu 110 konur nám í hjúkrun á vegum félagsins. Ríflega helming- ur þeirra eða 64 hættu um lengri eða skemmri tíma, flestar fyrir fullt og allt. Langflestar hurfu frá námi innan tveggja ára. Sérstök áhersla var lögð á að kanna þrek og heilsu hjúkrunar- nema áður en þeir hófu nám. Allir urðu að skila læknisvottorði með heilsufarssögu og ýtarlegum upplýsingum um andlegt og líkamlegt atgervi. Umsagnir lækna um heilsu þeirra og hæfni til að sinna hjúkrunarstörfum höfðu ekki úrslitaáhrif á val á hjúkrunarnemum. 3 nemar fengu til að mynda að hefja nám þótt læknar hefðu kveðið upp þann úrskurð að þeir væru ó- hæfir til að stunda hjúkrun vegna vanheilsu. Á árunum 1923 til 1930 varð að minnsta kosti 31 hjúkrunarnemi að hætta vegna alvarlegra veikinda og af þeim áttu 20 aldrei aftur- kvæmt í námið. Berklar voru hættulegasti ógnvaldur nemanna enda voru þeir mannskæðasti sjúkdómur á Islandi á tímabil- inu. Liðagigt, exem, æðahnútar, hjartveiki og „taugaveiklun" Tímarit hjúkrunarfræöinga 1. tbl. 80. árg. 2004

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.