Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2004, Page 16

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2004, Page 16
Sigrún K. Barkardóttir og Anna Eyjólfsdóttir Samnorræn ráöstefna barna- og heilsugæsluhjúkrunarfræðinga „Börnin í dag: Umönnun án veggja" Helgina 3.-5. október 2003 var haldin samnorræn ráöstefna barna- og heilsugæsluhjúkrunarfræöinga í Há- skólabíói. Þetta var í þriðja sinn sem þessi samtök, NoSB, (Nordiska Sjuksköterskors samarbete om Barn), héldu slíka ráöstefnu en þær hafa verið haldnar annaö hvert ár, fyrst í Stokkhólmi 1999, síðan í Bergen 2001 og nú í Reykjavík. Þessi samtök hafa starfað síöan 1994 og eru haldnir stjórnarfundir árlega þar sem mæta yfirleitt tveir fulltrúar frá hverju landi, þ.e. einn frá fagdeild barnahjúkrunarfræöinga og einn frá fagdeild heilsugæslu- hjúkrunarfræöinga. í undirbúningsnefndinni fyrir ráöstefnuna voru tveir hjúkrunarfræðingar úr fagdeild barnahjúkrunarfræöinga, þær Guörún Kristjánsdóttir og Helga Lára Helgadóttir, og síðan Anna Eyjólfsdóttir og Sigrún K. Barkardóttir úr fagdeild heilsugæsluhjúkrunarfræðinga. Nefndin hóf störf árið 2001, fyrir ráðstefnuna í Bergen og dreifði þar blöðum með fyrstu tilkynningu um ráðstefnuna hérlendis. Hjá nefndinni var frá upphafi mikill metnaður til að gera þessa ráðstefnu sem alþjóðlegasta og fá góða fyrirles- ara jafnt frá Norðurlöndunum sem annars staðar úr heimin- um. Þetta har góðan árangur og fengum við fyrirlesara frá Bandaríkjunum, Astralíu, Kanada, Stóra-Bretlandi, Irlandi og Japan í viðbót við góðan hóp íslenskra og norrænna fyrirlesara. Á dagskránni voru 62 fyrirlesarar og 22 veggspjaldakynningar. Töluverð skipulagning lá að baki að koma þessu öllu fyrir á tveimur dögum og þvf varð að nýta dagana vel. Ekki var þó annað að heyra á fólki en það hafi tekist vel þótt einstaka gesti hafi þótt framboðið heldur mikið og erfitt að velja á milli. Föstudagurinn 3. október Undirbúningsnefnd ráöstefnunnar, Guörún Kristjánsdóttir, Sigrún Barkardóttir og Anna Eyjólfsdóttir (á myndina vantar Helgu Láru Helgadóttur). Stjórnarfundur NoSB var haldinn í Eirbergi á föstudeginum. Á hann mættu fulltrúar frá íslandi, Svíþjóð, Danmörku, Noregi og Færeyjum. Ekki hefur enn tekist að fá Finnland með í samstarfið. Gestafyrirlesari á (undinum var Erla Kol- brún Svavarsdóttir en hún hélt erindi um fjölskyldur með langveik börn. Móttaka og skráning á ráðstefnuna var síðan í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu milli kl. 17 og 19. Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi bauð gesti velkomna fyrir hönd Reykjavíkurborgar og boðið var upp á léttar veitingar. Laugardagurinn 4. október Ráðstefnan hófst formlega á laugardagsmorgninum ki. 8:30 með því að formenn beggja fagdeilda buðu gesti velkomna, barnakór Dómkirkjunnar flutti nokkur lög og Guðrún Helga- dóttir rithöfundur hélt opnunarræðu. Eftir það var erindi aðalfyrirlesara ráðstefnunnar, Páls Bierings. Það fjallaði um aukna þörf fyrir hjúkr- un barna og unglinga sem hafa geðræn vandamál því fjöldi þessara barna hefur stóraukist undan- farin ár á Vesturlöndum. Hann velti fyrir sér efn- inu út frá tveim hliðum. I fyrsta lagi þeim sið- ferðilegu og meðferðarlegu spurningum sem vakna þegar rekja má hluta orsaka versnandi geðheilsu barna og unglinga til umhverfisþátta, hvort heldur þeir þættir liggja í fjölskyldunni eða í samfélaginu í heild. I öðru Iagi þeim spurning- um sem varða það agavald sem læknisfræðin hefur, í krafti sjúkdómsgreininga, yfir sjúkling- um. Þetta erindi mæltist vel fyrir hjá þátttöku- Tímarit hjúkrunarfræöinga 1. tbl. 80. árg. 2004

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.