Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2004, Qupperneq 20

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2004, Qupperneq 20
Valgerður Katrín Jónsdóttir „Vorum þaulsætnar á Alþingi" - til aö standa vörö um réttindi hjúkrunarfræöinga, segir María Finnsdóttir, heiöursfélagi Félags íslenskra hjúkrunarfræöinga „Vona sannarlega aö hjúkrunarfræöingar haldi vöku sinni," segir María Finnsdóttir. Ritstjóri Tímarits hjúkrunarfræöinga sótti Maríu heim á fallegt heimili hennar í Fossvoginum í tilefni nafnbótarinn- ar, en hún var gerö aö heiðursfélaga á síðasta fulltrúaþingi, í maí 2003. í húsakynnum hennar er ilmandi eplakökulykt og á veggjum framandi listaverk sem ættuö eru frá Afríku. María varð áttræö í hittifyrra og á sófaboröinu má sjá gamalkunnan grip úr húsakynnum Félags íslenskra hjúkr- unarfræöinga á Suöurlandsbrautinni, skál meö merki fé- lagsins. Þaö eru 10 ár síðan hún komst á eftirlaun og hún hefur ekki setiö auðum höndum fremur en endranær. Flún hefur feröast um heiminn og stundað trjárækt hér heima. Gunnlaugur bróöir hennar býr enn þá á Hvilft í Önundar- firöi þar sem þau ólust upp 11 systkini. Trjáræktin hófst áriö 1980 á ári trésins meö því aö fræjum var sáö í smáílát í stofuglugganum. Síðan fékk hún aö setja plönturnar niö- ur í túnfætinum á HviIft. Nú er þarna trjáreitur og I honum lítiö finnskt bjálkahús, „Kotiö". „María hefur ekki aðeins haft áhrif á samferðafólk sitt, held- ur líka sáð frjókorni í moldu,“ segir María Gísladóttir sem kynntist Maríu nöfnu sinni fyrst þegar hún var hjúkrunarnemi á Kleppspítala 1966. „Við heimabæ sinn, Hvilft í Onundarfirði, hefur hún komið upp fallegum gróðurreit sem hún sinnir af mikilli umhyggju. Eg fetaði í spor nöfnu minnar og er nú farin að yrkja land og hefur hún komið og kíkt á plönt- urnar mínar og gefið mér góð ráð við uppvöxt plantna, sáningu, klippingu og stiklingarækt. Það er eins og sólskinblettur í heiði að eiga Mar- íu að vin,“ segir María Gísladóttir. María Finnsdóttir hefur einnig lagt leið sína til Afríku eftir að hún komst á eftirlaun. „Fór að heimsækja Margréti Hróbjartsdóttur til Senegal, það var mikið ævintýri," segir hún og rifjar upp fjögurra og hálfs mánaðar dvöl þar og sýnir mynd- ir. Hún segir að Margrét og eiginmaður hennar hafi verið þar á vegum norsks kristniboðsfélags. Þar var mikil fátækt, skortur á heilbrigðisþjón- ustu og lyfin voru dýr. Margrét fékk leyfi yfir- valda til að setja upp „klíník" í litlu húsi í kristni- boðsstöðinni, veitti ókeypis þjónustu og seldi lyf á kostnaðarverði. María hjálpaði Margréti við sáraskiptingar og lyfjagjöf og segir hún að oft hafi beðið milli 60 og 70 manns á morgnana eftir hjálp. A föstudögum var pakkað niður lyfjum og umbúðum og haldið út í þorpin þar sem hjálpin var veitt við mjög frumstæðar aðstæður, t.d. voru skýlin aðeins úr ofnum mottum. Leið hennar lá svo aftur til Afríku, að þessu sinni til Konsó í Eþíópíu þar sem Samband íslenskra kristniboðsfélaga hefur rekið kristniboð, skóla- starf og heilsugæslu í 50 ár. Hún var þar gestur í 3 mánuði. Heilsugæsla var þar á vestrænum nót- um, eftir áratugastarf íslenskra og norskra hjúkr- unarfræðinga. „Það var gaman að fara um þorpin og sjá hvernig fólkið lifði í strákofum, oft voru nokkrir saman í hnapp, einn var t.d. fyrir fólkið, annar fyrir dýrin og sá þriðji fyrir matvælin. Þetta er þó að breytast, víða sást glitta í glampandi bárujárnsþök. Unga fólkið vill reisulegri hús.“ Tímarit hjúkrunarfræöinga 1. tbl. 80. árg. 2004

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.