Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2004, Side 28

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2004, Side 28
punktastöðu sína og fá upplýsingar um hina ýmsu orlofskosti. Reiknað er með að þessi þjónusta geti dregið verulega úr um- fangi þeirrar handvirku þjónustu sem fram fer á skrifstofu fé- Iagsins. Tímarit hjúkrunarfræðinga á rafrænu formi er í mótun en tímarit síðasta árs hefur þó verið gert aðgengilegt þannig að hægt er að fá fram stakar greinar og prenta þær út. Unnið er að tillögum um tímaritið á rafrænu formi og gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins að tölublöð síðustu 3 ára verði gerð að- gengileg rafrænt. Með nýju Ieitarkerfi er nú hægt að leita að efnisorðum og skil- ar leitin svörum bæði um síðuinnihald sem og einstakar tfma- ritsgreinar sem innihalda efnisorðið sem leitað er að. Spjallrás hjúkrunarfræðinga virðist vera að skapa sér sess sem vettvangur hjúkrunarfræðinga til að láta skoðanir sínar í Ijós um hin margvíslegu málefni er varða hjúkrunarfræðinga. Nú þegar er hafin nokkur umræða um aðgerðirnar á LSH, komandi kjara- samninga og margt fleira spennandi sem vert er að skoða með því að skrá sig inn á spjallið á www.hjukrun.is. Spjallsvæði hafa náð ótrúlegum vinsældum um allan heim og það er því að þakka að við eigum nú einnig kost á að nýta okkur þessa tækni til skoðanaskipta. Fjölmiðlar hafa undanfarið beint ljósi sínu að spjallrásum ýmiss konar varðandi nafnleynd og að- gengi að upplýsingum um notendur spjallrásanna. Vandlega hef- ur verið farið yfir verklag á spjallrás félagsins og skal það áréttað að spjallsvæðið okkar er lokað öðrum en hjúkrunarfræðingum sem eru félagar í Fíh. Vefstjóri hefur yfir að ráða upplýsingum um hvaða notendur standa að baki notendanöfnum. Einn hornsteinn þessara spjallsamskipta er réttur einstaklings- ins til efnisvals og þess hvort hann/hún vill koma fram undir eigin nafni. Annar hornsteinn samkiptanna er einmitt réttur spjallenda til að velja hvort þeir lesa spjallþræði þeirra sem ákveða að koma einungis fram undir notendanafni. Af vali fólks á notendanöfnum má ljóst vera að þeim mundi snarfækka sem tækju þátt í þessum skoðanaskiptum ef þeim væri gert að skrifa undir eigin nafni. Það er vissulega gild skoðun að spjallnotendum beri að koma fram undir eigin nafni þegar efni er sett inn á spjallsvæðið, en margar ástæður geta þó Iegið að baki að fólk kýs að skrifa undir notendanafni. Þetta á ekki síst við nú þegar atvinnumál alls starfsfólks á stærsta vinnustað hjúkrunarfræðinga eru í uppnámi og fólk býr við öryggisleysi, þá verða hjúkrunarfræðingar að hafa möguleika á skoðanaskiptum um það ástand án þess að eiga á hættu að skoðunum þeirra verði snúið gegn þeim. Fimmtudagspistill formanns félagsins hefur vakið mikla athygli og m.a. er ljóst að fjölmiðlafólk er farið að veita skoðunum formannsins athygli. Fimmtudag- spistillinn eykur stöðugt vinsældir sfnar og um 600 gestir skoðuðu hann í síðasta mánuði. Pistl- arnir eru allir vistaðir á vefþjóni þannig að hægt er að skoða þá eitt ár aftur í tímann. Fram undan er frekari uppbygging á vefsvæðinu þar sem stefnt er að aukningu á þeirri þjónustu sem félagsmenn geta sótt á vefinn. A teikniborð- inu er uppsetning dagbókar eða vefdagatals þar sem lesa má hvaða viðburðir eru á döfinni hjá félaginu, deildum þess eða ef sérstök ástæða er til að benda á uppákomur eða dagskrárliði. Unn- ið er að uppsetningu dagbókarinnar um þessar mundir. Eins og hjúkrunarfræðingar vita er nú afmælisár hjá okkur þar sem við höldum upp á 85 ára félags- sögu hjúkrunarfræðinga á Islandi. Þessa verður minnst með ýmsum hætti en afmælisnefndin hef- ur fengið til afnota sérstakt vefsvæði til að koma á framfæri upplýsingum til félagsmanna. Unnið er að samantekt um sögu félagsstarfsins. Í athugun er að setja upp fyrirspurnakerfi, „quick vote“, þar sem á einfaldan hátt er hægt að leita til vefnotenda um hug þeirra til ákveðinna málefna. Kerfið gefur stjórnendum Fíh mögu- leika á að kanna afstöðu félagsmanna í einstök- um málum þannig að fyrir liggi meginlínur um skoðun þeirra. Kjarasamningar eru fram undan og af þeim sökum verður að gera kröfu um að vefsvæðið geti verið virkur upplýsingamiðill til hjúkrunarfræðinga þar sem þeir geta fylgst með þróun mála og fengið stöðugt uppfærðar upplýsingar. Vefumsjónarkerfið býður upp á möguleika á að nýta vefinn og hafa á honum afmarkað læst svæði fyrir kjaranefndina, samninganefndina og trúnaðarmenn. Þessi hluti er nú í fýsileikakönnun og ekki ljóst hvort ávinn- ingur er af slíku læstu svæði. Félagið er aðili að miklu erlendu samstarfi og mik- ið magn upplýsinga berst félaginu af þeim sökum. I undirbúningi er framsetning á þessu efni á vef- svæðinu en alþjóðanefnd félagsins mun taka þetta fyrir og leggja línurnar hvernig staðið skuli að þessu. Reiknað er með að erlend samskipti muni prýða vefsvæðið fyrir komandi sumar. Tímarit hjjkrunarfræðinga 1. tbl. 80. árg. 2004

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.