Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2004, Page 32

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2004, Page 32
Hringborðsumræður: Mistök í heilbrigðisþjónustunni Hjúkrunarfræöingar settust niöur til hringborösumræöna í Sigríðarstofu ásamt ritstjóra og fulltrúa Lífsvogar til aö ræöa mistök í heilbrigðisþjónustunni, en samnefnd grein eftir Lovlsu Baldursdóttur birtist í fyrsta tölublaði á liönu ári. Miklar breytingar eru aö veröa á heilbrigðisþjónustunni og þvi ástæöa til aö beina sjónum aö öryggi og réttindum starfsfólks og sjúklinga. Þátttakendur eru auk ritstjóra, Valgerðar Katrínar Jónsdóttur: Þorbjörg Guömundsdóttir, verkefnastjóri hjá landlæknisembættinu, Lovísa Baldurs- dóttir, en hún hefur unniö sem hjúkrunarfræöingur á gjör- gæslunni viö Hringbraut sl. 26 ár, Svava Jónsdóttir, eftir- litsmaöur hjá Vinnueftirlitinu en frá því í haust hefur hún unniö á rannsókna- og heilbrigöisdeildinni aö verkefnum í sambandi viö heilsuvernd starfsmanna, Elsa B. Friöfinns- dóttir, formaöur Félags íslenskra hjúkrunarfræöinga frá því í maí á sl. ári, Jórunn Sigurðardóttir, varaformaöur samtak- anna Lífsvog - gegn læknamistökum og hefur starfaö þar í 9 ár og Katrín Pálsdóttir, hjúkrunarfræöingur á slysa- og bráöamóttökunni í Fossvogi. Valgerður: Lovísa, í grein þinni um Mistök í heil- brigðisþjónustu, sem birtist í I tbl. Tímarits hjúkrunarfræðinga á síðasta ári, segir þú að sam- kvæmt niðurstöðum erlendra rannsókna látist fleiri vegna mistaka í heilbrigðiskerfinu en þeir sem látast af völdum umferðarslysa. Veistu hvern- ig staðan er hér á landi? Lovísa: Þetta eru tölur frá Bandaríkjunum og það hefur orðið mikil vakning í Bandaríkjunum sl. fimm ár varðandi mistök á sjúkrahúsum og í heil- brigðisþjónustu yfirieitt. Samkvæmt íslenskum tölum, sem ég hef frá landlæknisembættinu og fram komu í blöðunum fyrir rúmu ári, er þessi tala, ef hún er heimfærð upp á Island, fimm manns á ári en því var haldið fram að það væru ekki nema tvö dauðsföll sem rekja mætti til læknamistaka hér á landi árlega. Mjög margir segja að mistök í heilbrigðisþjónustunni séu mjög Tímarit hjúkrunarfræöinga 1. tbl. 80. árg. 2004

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.