Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2004, Page 33

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2004, Page 33
HRINGBORÐSUMRÆÐUR Mistök í heilbrigðisþjónustunni illa skráð og vanmetin og trúlega er mikið til í því, það er a.m.k. reynsla okkar af atvikaskráningunni á Landspítalanum að lítið brot af óhöppum og mistökum þar er skráð. Eg held að þessar háu tölur frá Bandaríkjunum stafi af því að þar eru menn komnir með betra eftirlitskerfi en við og ef til vill kæmi fleira í ljós ef við hefðum betra eft- irlit. En því miður þá er það ekki svo. Vcilgerður: Lovísa ræðir í grein sinni um þrenns konar ástæður mistaka. í fyrsta lagi sé það skipu- lag þjónustunnar, í öðru lagi fagleg þekking og í þriðja lagi ástand sjúklings. lVIig langar að spyrja þig, Svava, hvað er það sem eykur líkur á mistök- um t.d. varðandi vinnuferli. Hafið þið kannað það hjá Vinnueftirlitinu? Svava: Já, við erum náttúrlega alltaf að benda á vinnuferlin og vinnuaðferðirnar og ábyrgð stjórn- enda í því að skipuleggja vinnuna og upplýsingar til starfsmanna og nýrra starfsmanna. Við höfum séð það í íslenskum rannsóknum að það er mikið samband milli vinnuskipulags og streitu. Streitan hefur þá áhrif á einstaklinginn í vinnunni þannig að það eru meiri Iíkur á vanlíðan og þá jafnvel mistökum. Þetta kemur fram bæði í erlendum rannsóknum og þeim íslensku sem við höfum ver- ið að gera undanfarið. Lovísa talar um í greininni að mistök verði oftast vegna þess að það sé ein- hver ágalli í vinnuferlinu, þetta sé samspil milli einstaklinga og álagsins sem er í vinnunni. Og það er auðvelt að ímynda sér, einkum núna á Landspítalanum þegar mikið er um breytingar og óvissa ríkir, að þá sé meiri hætta á mistökum. Það hefur sýnt sig bæði í rannsóknum, sérstaklega áður en ákvarðanir eru teknar um uppsagnir til dæmis, að þá er meiri hætta á mistökum en þeg- ar búið er að taka ákvörðunina. Lovísa: Ef ég má aðeins bæta við, að á undanförn- um mánuðum hefur sérhæfð starfsemi verið færð milli deilda. Það eru aðstæður sem bjóða upp á mistök, þ.e. þegar fólk er að vinna með sjúklinga- hópa sem það þekkir ekki eða mjög takmarkað og yfirleitt er það ekki sérhæfða starfsfólkið sem fylgir með sjúklingunum milli deilda. Sjúklingarn- ir flytjast á milli en starfsfólkið situr eftir. Og þeir ienda í höndunum á nýjum starfsmönnum. Svava: Jafnvel nýju umhverfi líka, húsnæði skiptir máli líka og aðbúnaðurinn í kring. Lovísa: Já, ég þekki einungis það sem er hér á Landspítalan- um. í samanburði við t.d. Bandaríkin þá er skráningarkerfi okkar miklu ófullkomnara og við skráum t.d. ekki það sem kallað er „near misses" eða nærmistök því maður getur lært svo mikið af þeim líka. Það er mjög mismunandi hvað fólk tel- ur þörf á að skrá, hvað fólk telur vera mistök þó það sé nokk- uð vel skilgreint í plagginu sem kemur frá gæðadeildinni. Það eru yfirmenn deilda sem eiga að sjá til þess að óhöpp og mis- tök séu skráð. Það eftirlitskerfi er bara, held ég, mjög lítið. Þetta er mikið vandamál og maður spyr sig af hverju. Valgerður: En gæti það ekki verið eins og þú talar um í grein- inni að það er tilhneiging til leita fremur að blóraböggli en að það sé eitthvað í kerfinu sem er hægt að taka á og laga og Iæra af mistökunum? Lovísa: Það hefur verið þannig hingað til og við vitum dæmi um að fólk hefur hreinlega misst æruna og sína sálarheill vegna þess að því hefur verið stillt upp við vegg og sagt: „Þú barst ábyrgð á dauða þessa einstaklings," þegar í rauninni var hægt að benda á röð óheppilegra atvika í skipulagi þjónust- Katrín: Það hefur ýmislegt gerst á þessum sameiningartímum á sl. tveimur árum, við þekkjum til dæmis nýrnadeildina, þar sem starfsfólkið var flutt í Fossvoginn en starfsemin varð eft- ir á Hringbrautinni og nýtt starfsfólk tók við. Starfsfólkið hafði miklar áhyggjur af þessu og því leið mjög illa. Og hið sama gerðist á lýtalækningadeildinni núna. Svava Jónsdóttir: „það er auðvelt að ímynda sér, einkum núna á Landspítalanum þegar mikið er um breytingar og óvissa ríkir, að þá sé meiri hætta á mistökum." Elsa: Það sem Lovísa sagði hér fyrst um samanburðartölur milli landa, þær skipta kannski ekki öllu máli. En ég er að velta fyrir mér, skráum við rétt? Ef eitthvað í vinnuferlinu gef- ur sig hjá alvarlega veikum sjúklingi, sem er jafnvel dauðvona og það flýtir fyrir dauða hans eða ástandið versnar, skráum við það endilega sem mistök? Er skráningarkerfi okkar sambæri- legt við það sem er í öðrum löndum? Tímarit hjúkrunarfræöinga 1. tbl. 80. árg. 2004

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.