Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2004, Side 46

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2004, Side 46
Hildur Helgadóttir Bókaumfjöllun Caregiving, Readings in Knowledge, Practice, Ethics, and Politics Ritstj. Suzanne Gordon, Patricia Benner og Nel Noddings. Philadelphia 1996 Caregiving Readings in Knowledge, Practicé, Ethics, dnd Politics Edited by Suzanne Gordon. Patntla Benner. and Nd Noddings Þaö var meö nokkurri eftirvæntingu aö ég tók mér í hönd þessa ritstýröu bók og hóf aö renna augum yfir kaflana og höfunda þeirra. Ritstjórarnir Gordon og Benner eru íslensk- um hjúkrunarfræöingum vel kunnir enda má segja aö báö- ir hafi haft töluverð áhrif á marga hjúkrunarfræðinga meö hugmyndum sínum og skoöunum, á ólíkan hátt þó. Þriöja ritstjórans hef ég ekki heyrt getiö áöur, en Nel Noddings er prófessor í menntun barna viö Stanfordháskóla. I iöngum og nokkuð flóknum formála gera ritstjórarnir þrír grein fyrir tilgangi bókarinnar sem útleggst í stuttu máli þannig: Bókinni er skipt í fjóra hluta, innan hvers þeirra er á- kveðið þema. I fyrsta hluta er fjallað um umhyggju sem lífsstíl eða sem hluta af lífinu. Þar er lagður grunnur að hugmynda- fræði bókarinnar. f öðrum hluta er fjallað um fjölskyldu- umönnun, þ.e. um þá sem sinna öðrum, þriðji hlutinn skoðar faglega umhyggju/umönnun út frá starfi hjtikrunarfræðinga, kennara, félagsráðgjafa og fleiri umönnunarstétta. Síðasti hlutinn fjallar svo um stefnuna í umönnun út frá pólitískum áherslum og almannasjónarmiði. Tilgangur hvers hluta fyrir sig er útskýrður vandlega og til að stilda þar á stóru má nefna að eitt markmiðið er að varpa ljósi á hversu flókið fyrirbæri umönnun er og hvernig hún birtist í Tímarit hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 80. árg. 2004 sögulegu og persónulegu samhengi. Annað markmiðið er að ræða siðfræðilegar og pólitískar hliðar á fyrirbærinu umönnun og skoða þá orð- ræðu og ágreiningsmál sem hafa umlukið um- ræðuna um umhyggju og umönnun. Þriðja mark- miðið lýtur að því að færa í orð hver er munur- inn á faglegri umönnun, almennri umönnun og fjölskylduumönnun og það fjórða snýst um stefnuna í umönnun, þ.e. hvernig þjóðfélagið kemst að niðurstöðu um hvernig umönnun skuli vera háttað, hverjir eigi að veita hana, á hvaða forsendum og hvað hún megi kosta. Til að gera grein fyrir öllum þessum mikilvægu viðfangsefnum fengu ritstjórararnir til liðs við sig vaskan hóp sem í voru hjúkrunarfræðingar, læknar, rithöfundar, prófessor í stjórnmálafræði, mannfræðingar, kennslufræðingar og félagsfræð-: ingar. Þessir aðilar skrifa svo kafla í bókinni ým- ist einir eða fleiri saman og hver kafli tilheyrir tilteknu þema, sbr. að ofan. Kaflarnir eru ólíkir en saman mynda þeir skemmtilega heild og út- koman er heiidstæð umfjöllun um umhyggju og umönnun frá ólíkum sjónarhornum í bandarfsku samfélagi. Þeir eru mislæsilegir og sumir hafa ekki staðist tímans tönn enda er bókin að verða átta ára sem telst nokkuð hár aldur fyrir hók af þessu tagi. Sumir kaflanna eru þó sígildir í eðli sínu. Það væri ailtof langt mál að gera grein fyrir hverjum kafla fyrir sig, það verður lesandinn að fást við á sínum forsendum, út frá sínum hug- myndum og bakgrunni. Það er hins vegar skemmtilegt að velta fyrir sér hugtakinu um- hyggja eina ferðina enn og skoða hvernig hjúkr- unarfræðingar hafa tekið á því á undanförnum árum. Gordon heldur því fram að hjúkrunarfræð- ingar hafi tekið umhyggjuhugtakið og sveipað því um sig eins og hulu. Þar með hafi dulúðin í hjúkrun fengið byr undir báða vængi og gert ráð fyrir því að ekki væri unnt að útskýra fyrir nein- um hvað það er sem hjúkrunarfræðingar gera. Benner hefur verið atkvæðamikil í mörg ár á þessum vettvangi en Gordon tekur allt annan pól í hæðina og skorar hjúkrunarfræðinga á hólm. Að hennar mati er ekkert dularfullt við hjúkrun. Þar er ekkert á ferðinni sem ekki er hægt að útskýra á grundvelli menntunar, starfsþjálfunar og reynslu. Hún tekur skemmtileg dæmi um mis- muninn á faglegri umhyggju, sem er lært atferli,

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.