Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2004, Qupperneq 47

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2004, Qupperneq 47
Fréttamolar... og mannlegri umhyggju sem er meðfætt að ein- hverju leyti og félagslegt að öðru leyti. Hjúkrunarfræðingurinn horfir öðruvísi á aðstæð- ur en sá sem ekki er hjúkrunarfræðingur, ekki af því hann sé svo óskaplega góður og yndislegur heldur af því hann hefur lært að meta h'ðan fólks, hvernig á að nálgast það, hvaða hættur eru í umhverfinu, hvað örugg framkoma og rólegt yf- irbragð hefur góð áhrif á fólk í kreppu, hversu mikilvægt það er nýbakaðri móður að fá faglega réttar og hlýlegar Ieiðbeiningar um brjóstagjöf- ina og svo mætti lengi telja. Að mati Gordon beita hjúkrunarfræðingar faglegri umhyggju markvisst til að tryggja öryggi og búa til meðferð- arsambönd sem miða að því að einstaklingurinn geti hjálpað sér sjálfur. I vinnunni við að taka saman þessa bók urðu oft árekstrar milli Gordon og Benner á þessum hugmyndafræðilega grund- velli. Það hef ég frá fyrstu hendi. Það er athyglisvert að íhuga gamla orðtækið „glöggt er gests augað“ í þessu samhengi því að mínu mati hefur blaðamaðurinn Gordon lagt mikilvæg lóð á vogarskálarnar til að toga hjúkrun upp úr djúpri holu sem er full af ákaflega seigri og límkenndri umræðu og vangaveltum um eðli umhyggju út frá heimspeki, stjórnmálafræði og ótal fleiri fræðigreinunt. Það er því nokkuð víst í mínum huga að þessi bók hefði orðið allt öðru vísi ef hugmyndir Benner hefðu einar fengið að stýra för. Stærsti kostur þessarar bókar er að hana þarf ekki að lesa frá orði til orðs heldur standa ein- stakir kaflar algerlega sjálfstæðir og langflestir eru þeir listavel skrifaðir. Námskeið Námskeiö í geöleik (psýkódrama) á íslandi Námskeið í geðleik verður haldið í Púlsinum í Sandgerði 5.-7. mars 2004. Nánari upplýsingar veitir Marta Eiríksdóttir á netfang- inu pulsinn@pulsinn.is. Alþjóöadagur hjúkrunarfræöinga 12. maí Gegn fátækt Alþjóöadagur hjúkrunarfræöinga, 12. maí, verður á þessu ári helgaður baráttunni gegn fátækt. Fátækt er eitt af helstu vandamálum mannkynsins en talið er að 1,2 milljarðar manna búi við sára fátækt og hafi minna en einn bandaríkjadal til ráðstöfunar dagiega og skorti þar með nauðsynjar svo sem mat, vatn, klæði, húsnæði og aðgang að heiibrigðisþjónustu. 2,8 milljarðar til viöbótar eru taldir lifa á minna en tveim- ur dölum á dag. Slæmt heilsufar er fylgisystir fátæktarinnar og þeir 1,2 milljarðar, sem búa við sára fátækt, þjást af mörgum alvarlegustu sjúkdómum sem herja á mannkyniö svo sem ýmsum kvillum sem stafa af næringarskorti. Ógn fátæktarinnar felst í þeim vítahring aö hinir fátæku hafa ekki aö- gang að heilbrigðiskerfinu, menntun sem getur aukið tekjur þeirra eða ööru sem getur breytt stöðunni. Án góðrar heilsu minnka möguleikarn- ir á að flýja fátæktina. Hvað geta hjúkrunarfræöingar gert? Alþjóöasamtökin skora á hjúkrun- arfræðinga um allan heim að tryggja að hinir fátæku njóti virðingar og fái góða heilbrigöisþjónustu og að hjúkrunarfræðingar, sem þekkja tengsl efnahags og heilsufars, hafi áhrif á stjórnmálamenn þannig að hagsmunum þeirra sem minna mega sín verði sem best borgið. Hjúkr- unarfræðingar geta lagt áherslu á mikilvægi þess að öryggis sé gætt á vinnustööum, lagt áherslu á jafna stööu kvenna og karla en um 70°/o hinna fátækustu eru konur. Þeir geta líka lagt áherslu á mikilvægi þess að allir hafi jafnan aðgang aö heilbrigðiskerfinu. Hjúkrunarfræðingar geta unnið mikið fyrir og með fátæku fólki. Þeir geta tekið þátt í að móta stefnu varöandi fátæka skjólstæðinga, tryggt að rödd þeirra heyrist. Nánari upplýsingarerað finna á www.inc.ch/ 2004 Hjúkrunarnemar í heimsókn Hjúkrunarnemar á fjórða ári komu í árlega heimsókn í húsakynni Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 27. janúar sl. Hópi verðandi hjúkrunar- fræðinga hefur undanfarin ár verið boðið til móttöku þar sem þeim er kynnt starfsemi féiagsins og réttindi og skyldur félagsmanna. Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður félagsins, bauð nemana velkomna og kynnti faglega hluta félagsins. Helga Birna Ingimundardóttir, hagfræðingur, sá svo um að kynna kjaramál og sýndu nemarnir mikinn áhuga á málefn- um félagsins. Tímarit hjúkrunarfræöinga 1. tbl. 80. árg. 2004

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.