Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2004, Síða 51
frædideild Uaskola íslands
LJÓSMÓÐURFRÆÐI
3. Diplomanám í krabbameinshjúkrunarfræði
Tilgangur námsins er að auka fræðilega þekkingu og klíníska
fasrni í krabbameinshjúkrun. Fjallað verður um faraldsfræði og
orsök krabbameina, forvarnir, erfðir og erfðaráðgjöf, lífeðlisfræði
og frumulíffræði krabbameina, umönnun einstaklinga með
krabbamein og flölskyldna þeirra og umönnun einstaklinga við
lok lífs. Auk þess verður fjallað um helstu siðferðileg álitamál
sem upp koma í tengslum við forvarnir, erfðir og erfðaráðgjöf,
umönnun einstaklinga með krabbamein og við lok lífs.
Sérhæfð námskeið í Faraldsfræði og forvörnum krabbameina
sem og í “Líknandi meðferð og umönnun í lok lífs” geta nýst
fleirum en þeim sem innritaðir eru í diplomanám í krabbameins-
hjúkrun og standa þau námskeið opin bæði hjúkrunar-
fræðingum með B.S.-próf sem og öðrum nemum í framhaldsnámi.
Nemendur sem þegar eru innritaðir í meistaranám í
hjúkrunarfræði eru hvattir til að taka þessi námskeið.
Haust 2004
Aðferðir (2e)
Heilsufarsmat (2e)
Vor 2005
Faraldsfræði og forvarnir krabbameina (3e)
Haust 2005
Krabbameinshjúkrunarfræði (5e)
Vor 2006
Líknandi meðferð og umönnun við lok lífs (4e)
Valnámskeið (4e)
Nám í Ijósmóðurfræði er 60 eininga nám sem felur
í sér vísindalega starfsþjálfun sem lýkur með
embættisprófi (candidata obstetriciorum) er
tryggir starfsréttindi eftir að sótt hefur verið um
Ijósmóðurleyfi til heilbrigðis- og tryggingamáiaráðuneytis.
Inntökuskilyrði: er B.S.-próf í hjúkrunarfræði og íslenskt
hjúkrunarleyfi. Hjúkrunarfræðingar sem ekki hafa lokið
B.S.-prófi þurfa að Ijúka 16 eininga fornámi.
Nánari upplýsingar um fornám, reglur um
val nemanda og skipulag námsins er að finna í kennsluskrá
Háskóla íslands. Haustið 2004 er gert ráð fyrir að taka
10 nemendur inn í námið.
Umsókn um nám skulu fylgja upplýsingar um námsferil og
fyrri störf, meðmæli, afrit af prófskírteinum, hjúkrunarleyfi
og greinargerð umsækjanda um áhuga á námi í
Ijósmóðurfræði og hvernig sá áhugi þróaðist.
Umsóknarfrestur um nám er til 15. mars
næst komandi og skal umsóknum skilað
á skrifstofu hjúkrunarfræðideildar,
Eirbergi, Eiríksgötu 34, 101 Reykjavík.
Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð
fást á skrifstofu hjúkrunarfræðideildar.
Nemendur eru einnig hvattir til að kynna
sér heimasíðu deildarinnar:
www.hi.is/nam/hjukrun/
Ragný Þóra Guðjohnsen, verkefnastjóri
framhaldsnáms veitir ráðgjöf um framhalds-
nám. Netfang hennar er ragny@hi.is
og sími 525-5204 j
#
Þessi auglýsing heldur áfram á næstu opnu