Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2004, Qupperneq 52
Framhaldsnám wicí hjúkrunar
MEISTARANAM I HJUKRUNARFRÆÐI
2. Námsleið með áherslu á klíníska sérhæfingu á
ákveðnu sérsviði hjúkrunar og rannsóknaþjálfun
(15e rannsóknarverkefni)
Nám til meistaraprófs í hjúkrunarfræði er 60 eininga
rannsóknatengt nám sem fer fram að loknu B.S.-prófi.
Meistaranámið er byggt upp af þremur meginþáttum:
kjarnanámskeiðum, námskeiðum á sérsviði og
valeiningum og rannsóknarverkefni.
Inntökuskilyrði: Umsækjandi skal hafa lokið B.S.-prófi
frá viðurkenndum háskóla með fyrstu einkunn (7,25), hafa
a.m.k. 2 ára starfsreynslu og góða enskukunnáttu.
Sjá nánar í kennsluskrá.
Námsleiðir:
1. Námsleið með áherslu á valið sérsvið innan hjúkrunar
og sérstaka áherslu á rannsóknaþjálfun
(30e rannsóknarverkefni)
Námsleiðin miðar að því að efla þekkingu og færni nemandans
í aðferðafræði rannsókna á tilgreindu sérsviði. Nemandinn
stofnar tii rannsóknarsamstarfs við kennara sem síðan verður
umsjónarkennari hans og ráðgjafi meðan á náminu stendur.
Kennarinn stýrir jafnframt sameiginlegu rannsóknarverkefni
þeirra. Þeir umsækjendur sem hafa áhuga á að starfa við
rannsóknir í framtíðinni eða stefna á doktorsnám eru eindregið
hvattir til að skoða þessa námsleið.
Námskeið í kjarna (18e)
Þekkingarþróun í hjúkrunarfræði (4e)
Megindleg aðferðafræði (4e)
Eigindleg aðferðafræði (4e)
Tölfræði og rannsóknaraðferðir I (5e) Félagsvísindadeild
Málstofa (1 e)
Námskeið á sérsviði nemandans (12e)
Nemandi velur námskeið í samráði við umsjónarkennara, en
meistaranámsnefnd samþykkir námsáætlun.
Rannsóknarverkefni til meistaraþrófs (30e)
Umsóknarfrestur um nám er til 15. mars
næst komandi og skal umsóknum skilað
á skrifstofu hjúkrunarfræðideildar,
Eirbergi, Eiríksgötu 34, 101 Reykjavík.
Námsleiðin miðar að því að efla fræðilega og klíníska
þekkingu nemandans á völdu sérsviði auk þekkingar
og þjálfunar í aðferðafræði. Nemandi kýs sér ákveðið
fræðasvið í hjúkrun og velur námskeið sem tengjast því
sérsviði, ýmist í hjúkrun eða á öðrum fræðasviðum sem
tengjast hjúkrun. Stefnt er að því að námið geti orðið
áfangi fyrir hjúkrunarfræðinga til undirbúnings þess að
fá viðurkenningu sem sérfræðingur í hjúkrun. Með
umsókn skal fylgja áætlun sem nemi hyggst taka og
greinargerð um markmið með náminu.
Námskeið í kjarna (26e)
Þekkingarþróun í hjúkrunarfræði (4e)
Megindleg aðferðafræði (4e)
Eigindieg aðferðafræði (4e)
Tölfræði og rannsóknaraðferðir I (5e) Félagsvísindadeild
Hjúkrun á sérsviði I (4e)
Hjúkrun á sérsviði II (4e)
Málstofa (1 e)
Valnámskeið sem tengjast sérsviði (19e)
Námskeið eru valin með hliðsjón af þeim námsmarkmiðum
sem nemandi setur fram í námsáætlun. Valið fer fram í
samráði við umsjónarkennara.
Rannsóknarverkefni til meistaraprófs (15e)
3. Námsleið í upplýsingatækni í hjúkrun
Námsleiðin miðar að því að efia þekkingu nemandans í
upplýsingatækni í hjúkrun, en lögð er sérstök áhersla á
hagnýtingu upplýsingatækni í rannsóknum. Jafnframtfær
nemandinn tækifæri til ítarlegrar kynningar á stöðu
þekkingarþróunar í hjúkrunarfræði. Leitast verður við að
nýta þau námskeið sem í boði eru á sviði upplýsingatækni
hérlendis og erlendis.
Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð
fást á skrifstofu hjúkrunarfræðideildar.
Nemendur eru einnig hvattir til að kynna
sér heimasíðu deildarinnar:
www.hi.is/nam/hjukrun/