Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Blaðsíða 11

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Blaðsíða 11
leggjum í orðið „þrif“, gangurínn hafði ekki verið skúraður svo dögum skipti, ef hann hefur þá verið skúraður. Minnistæðust var þó grimmdin sem starfsfólkið sýndi konunum. Ljósmæður slógu í fætur kvenna þegar þær vildu skoða þær og ef konurnar létu í sér heyra vegna sársauka var öskrað á þær á móti. Einn af sjúklingunum, sem við fengum að fyigjast með, var ung kona sem hafði verið með léttasótt í langan tíma og var gjörsamlega uppgefin. Fæðingin gekk erfiðlega og var ákveðið að klippa spöngina. Dregin voru upp gömul, vita bitlaus skæri og heyrum við enn hljóðið sem fylgdi þeirri athöfn. Já, það var margt sem við upplifðum þessa örfáu tíma sem við vorum á fæðingarspítalanum og gæti það verið efni í heila grein. En aldrei fyrr hafði verið svo stutt í tárin yfir þeirri grimmd sem mannskepnan getur sýnt sínum líkum og þeirri eymd sem konurnar þurftu að finna á stund sem við hér heima hefðum kallað gleðinkustu stund ævi okkar. Þó við værum í vinnu hjá Provide International gáfum við okkur þó tíma til að skreppa í helgarferð til borgarinnar Nakuru sem er í um þriggja klukkustunda akstursfjarlægð frá Naíróbí en dagarnir í Nakuru voru mjög áhugaverðir og oft og tíðum ævintýralegir. Starfsmenn iyfjafyrirtækis hér á landi, sem styrkti okkur um bóluefni, hafa um nokkurt skeið styrkt börn á þessum slóðum og fóru þess á leit við okkur að skreppa þangað og meta heilsufarið á börnunum. Þessi litla ósk varð að miklu ævintýri. Bíllinn, sem við fórum á, leit vei út en við furðuðum okkur á því hvers vegna loftið var bólstrað þegar við settumst inn. Við höfðum ekki ekið lengi þegar vegleysur tóku við með tilheyrandi brölti og hossi og vorum við fljótar að átta okkur á tilgangi bólstraða loftsins sem tók mestu höggin af okkur. Við vorum ótrúlega hissa á að bíllinn skyldi hanga saman í þessum barningi og hitti ein okkar naglann á höfuðið þegar hún sagði bílinn „hanga saman á lyginni". Bíllinn skrölti þetta þó og við komumst á leiðarenda um síðir. Komið var fram við okkur eins og eðalbornar hefðarfrúr og fannst okkur stundum nóg um þessa gestrisni enda gerðum við okkur ekki fulla grein fyrir því að þetta öryggi var nauðsynlegt því við vöktum vægast sagt mikla athygli í bænum. Þegar við lögðum af stað til Nakuru stóðum við í þeirri trú að við ættum að skoða um 15 börn en urðum vægast sagt hissa þegar tæp 50 börn komu úr skólahúsinu með kennurum sínum og eltu okkur í halarófu á læknastofu þar sem við fengum aðstöðu. Þetta var ekki alveg það sem við bjuggumst við og leið okkur helst eins og við værum þátttakendur í lélegri bíómynd, svo óraunverulegt var það. Við skiptum okkur þó fljótt upp í stöðvar og fram fór gróft líkamsmat þar sem hver sá um sína stöð. Börnin fengu spjald sem merkt var þeim en það báru þau á milli okkar og við skráðum upplýsingarnar. Það má alveg gera ráð fyrir því að mörg þessara barna hafi aldrei séð „mzungo" (hvítan mann) eins og okkur áður og voru þau sum hver nokkuð feimin til að byrja með. Við létum sloppana því fljótt hverfa og það gerði gæfumuninn. Það var ótrúlegt hvað þetta gekk allt saman vel og vorum við því heldur borubrattari þegar við hittum eldri krakkana eftir hádegi. Heimsókn okkar átti að nýtast vel og skoðuðum við 86 börn þennan dag. Heilsufarið var mjög misjafnt en flest höfðu þau einhverja kvilla. Tannheilsa barnanna var fyrir neðan allar hellur og gladdi það okkur mikið að hitta tvær stelpur með heilbrigðar tennur, tvær af 86. Lyfjafyrirtækið hér heima brást strax við þessu og sendi út 150 tannbursta og 300 tannkremstúpur. Eftir vinnuna okkar í Naíróbí ákváðum við að slaka á áður en heim var farið. Við pöntuðum okkur flug til Mombasa og sáum fram á hvítar strendur og sól. Leiðin þangað reyndist hins vegar ekki eins smurð og við gerðum ráð fyrir. Við skiptum við lággjaldaflugfélag enda búnar að vinna sjálfboðavinnu í 3 vikur og pyngjan farin að léttast. Þegar við settumst upp í flugvélina fóru gullkornin fljótt af stað um vafasamt öryggi þess að fljúga innanlands í Kenía. Því var svarað á þá leið að ef eitthvað gerðist værum við „hvort sem er dauðar!" Áður en flugvélin ók út á flugbrautina vakti brúnleitur leki úr hreyflinum athygli okkar en við gerðum lítið úr því enda orðnar algjörar Pollýönnur eftir þrjár vikur í vinnunni. Við tókum af stað og fljótt var vélin farin að klifra. Nokkuð var um undarlega pústra sem flugfreyjan útskýrði Fegnar að vera á jörðinni eftir hremmingar í ioftinu á þá leið að væru hljóðin í „skýjunum" en til þessa dags höfðum við ekki hugmynd að ský mynduðu slík hljóð. Við leiddum það hjá okkur en fljótlega gaus upp megn ólykt í vélinni sem síðar fylgdi reykur úr loftræstingunni. Þegar þarna var komið sögu var hreyfillinn stopp og flugfreyjan farin að æpa á okkur að taka okkur nauðlendingarstöðu. Vélin mettaðist fljótt af reyk og var loftið óbærilegt en engar súrefnisgrímur voru í vélinni. Einhverjar úr hópnum létu flugfreyjuna ekki í friði með eilífum, örlítið móðursýkislegum spurningum um það hvað væri eiginlega í gangi og hvort vélin myndi yfir höfuð lenda á jörðinni. Það voru hvorki vötn né sjór fyrir neðan okkur svo e.t.v. hefði mátt svara þeirri spurningu játandi án umhugsunar, en í svona stöðu virðist ekkert tryggt! Flugstjóranum tókst að lenda á einum hreyfli og hlupu farþegar út. Þegar inn í flugstöðina var komið tók á móti okkur starfsmaður sem sagði okkur hafa lent í minniháttar „tækniörðugleikum" og næst yrði flogið í hádeginu. Það var ekki gert meira úr þessari lífshættu okkar en svo að þetta hefðu verið minniháttar tækniörðugleikar! Flugvél rennur í hálku hér heima og Rannsóknarnefnd flugslysa lítur á það sem alvarlegt atvik. Önnur vél snýr við og nauðlendir á Egilsstöðum þar sem öllum er boðin áfallahjálp. Við stelpurnar höfðum hver aðra og munum gera það áfram því vinátta, sem leiðir mann í ævintýri sem þessi för okkar var til fátækrahverfa Naíróbí, bindur fólk saman ævilangt. Hvað Rannsóknarnefnd flugslysa varðar erum við fegnar því að búa á íslandi. Alla söguna er aö finna á hjukrunikenya.blog.is. Tímarit hjúkrunarfræöinga - 1. tbl. 84. árg. 2008 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.