Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Blaðsíða 43

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Blaðsíða 43
FRÉTTAPUNKTUR lungnasjúklínga. Fagdeildin tók þátt í undirbúningi diplómanáms í hjúkrun langveikra með áherslu á hjúkrun lungnasjúklinga. Gott samstarf er á milli hjúkrunarfræðinga sem annast um lungnasjúklinga á hinum ýmsu stofnunum. Hjúkrunarfræðingar í fagdeildinni eru duglegir að sækja ráðstefnur þar sem þekking er aukin og tengsl við erlenda lungahjúkrunarfræðinga eru efld. Frá upphafi hefur mikil áhersla verið lögð á forvarnir lungna- sjúkdóma og þá fyrst og fremst reykingavarnir. Fagdeildin hefur tekið þátt í að fá Jennifer Percival frá Royal College of Nursing hingað til lands til námskeiðahalds í reykleysismeðferð fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Fagdeildin hafði frumkvæði að þýðíngu bæklingsins „Tært loft, reykleysismeðferð og tóbaksvarnir, hand- bók fyrir heilbrigðisstarfsfólk". Hjúkrunarfræðingar fagdeildarinnar hafa einnig haldið reykleysisnámskeið fyrir einstaklinga og hópa. Mikilvægt var talið að hefja umræður og auka skilning úti í þjóðfélagínu á lungnasjúkdómum. Fór fagdeildin í þeim tilgangi í verslunarmiðstöðvar með fræðslu og ýmsar mælingar fyrir almenning, svo sem súrefnismettun, kolmónoxíð og lofthraðamælingu (peak-flow). Fagdeildin stóð fyrir fræðsludegi árið 2004 á Grand hóteli fyrir lungnasjúklinga og aðstandendur þeirra en aðgangur var öllum opinn. Fagdeildin hefur einnig tekið þátt í undirbúningi að GOLD-deginum en það er alþjóðadagur langvinnrar lungnateppu. Árið 2003 var haldin hér á landi norræn lungnaráðstefna. Átti fagdeildin þátt í undirbúningi hennar ásamt Félagi íslenskra lungnalækna. Ráðstefnuna sóttu um 400 heilbrigðisstarfsmenn sem komu víða að. Fagdeildarfélagar starfa á mörgum sviðum lungnahjúkrunar. Þar má nefna bráðaþjónustu, göngudeild og endurhæfingu ásamt hjúkrun langveikra, bæði inni á stofnunum og í heimahúsum. Hjúkrun lungnasjúklinga er mjög fjölbreytt og skemmtilegt starf, viljum við gjarnan sjá fleiri hjúkrunarfræðinga sérhæfa sig á þessu sviði. Fagdeildin hefur verið lánsöm að hafa alltaf sterka og atorkumikla stjórn. Einhverjar breytingar hafa orðið í stjórninni frá stofnun, þó ekki miklar miðað við hversu lengi hún hefur starfað þannig að greinilegt er að áhugi á málefnum lungnasjúklinga er mikill bæði innan stjórnar sem utan. Þegar horft er til framtíðar er mikilvægt að efla rannsóknir á sviði lungnahjúkrunar og væntum við mikils af þeim hjúkrunarfræðingum fagdeildarinnar sem hafa lokið eða eru um það bil að Ijúka meistaranámi í hjúkrun. O s £ $ a Hjúkrunarfræðideild Háskóla íslands 27. október sl. brautskráðust frá hjúkrunarfræði- deild Háskóla íslands 7 hjúkrunarfræðingar með BS- gráðu, 5 með meistaragráðu og 3 með diplóma. BS-gráða í hjúkrunarfræði Áslaug ína Kristinsdóttir - Notkun náttúruefna meðal kvenna með brjóstakrabbamein. Fræðileg úttekt. Bergþóra Eyjólfsdóttir - Rýnt í störf hjúkrunarfræðinga Hrafnhildur Lóa Guðmundsdóttir - í lausu lofti. Fræðsluþarfir kvenna á 1. hluta meðgöngu. Ólöf Sigríður Indriðadóttir - Næringarástand mænu- skaðaðra skjólstæðinga LSH. Rakel Ásgeirsdóttir - Bráðakeisari, upplifun foreldra. Fræðileg úttekt. Sigríður A. Jóhannsdóttir - Spritt og ilmolíur sem viðbótarmeðferð við ógleði. Fræðileg umfjöllun. Þorbjörg Ása Kristinsdóttir - Notkun náttúruefna meðal kvenna með brjóstakrabbamein. Fræðileg úttekt. Meistaragráða i hjúkrunarfræði Dagmar Rósa Guðjónsdóttir - Gildi ólíkra tengsla í rómantískum samböndum. María Einisdóttir - Efling (e. empowerment) og starfsánægja hjá starfsmönnum geðdeildar LSH. Ólöf Birna Kristjánsdóttir - Könnun á þynglyndi og sjálfsáliti kvenna í námi við Háskóla íslands. Rósa María Guðmundsdóttir - Vonleysi og sjálfsvígshætta meðal sjúklinga með langvinnt þunglyndi. Áhrifaþættir og árangur hugrænnar atferlismeðferðar á vonleysi. Sylvía Ingibergsdóttir - Rannsókn á árangri hugrænnar atferlismeðferðar eftir fagaðilum. Diplóma á sérsviðum hjúkrunar Lilja Steingrímsdóttir - Hjúkrunarstjórnun. Ragnheiður Kristín Björnsdóttir - Heilsugæsluhjúkrun Alma Emilía Björnsdóttír - Krabbameinshjúkrun. Tímarit hjúkrunarfræðinga - 1. tbl. 84. árg. 2008 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.