Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Síða 43

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Síða 43
FRÉTTAPUNKTUR lungnasjúklínga. Fagdeildin tók þátt í undirbúningi diplómanáms í hjúkrun langveikra með áherslu á hjúkrun lungnasjúklinga. Gott samstarf er á milli hjúkrunarfræðinga sem annast um lungnasjúklinga á hinum ýmsu stofnunum. Hjúkrunarfræðingar í fagdeildinni eru duglegir að sækja ráðstefnur þar sem þekking er aukin og tengsl við erlenda lungahjúkrunarfræðinga eru efld. Frá upphafi hefur mikil áhersla verið lögð á forvarnir lungna- sjúkdóma og þá fyrst og fremst reykingavarnir. Fagdeildin hefur tekið þátt í að fá Jennifer Percival frá Royal College of Nursing hingað til lands til námskeiðahalds í reykleysismeðferð fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Fagdeildin hafði frumkvæði að þýðíngu bæklingsins „Tært loft, reykleysismeðferð og tóbaksvarnir, hand- bók fyrir heilbrigðisstarfsfólk". Hjúkrunarfræðingar fagdeildarinnar hafa einnig haldið reykleysisnámskeið fyrir einstaklinga og hópa. Mikilvægt var talið að hefja umræður og auka skilning úti í þjóðfélagínu á lungnasjúkdómum. Fór fagdeildin í þeim tilgangi í verslunarmiðstöðvar með fræðslu og ýmsar mælingar fyrir almenning, svo sem súrefnismettun, kolmónoxíð og lofthraðamælingu (peak-flow). Fagdeildin stóð fyrir fræðsludegi árið 2004 á Grand hóteli fyrir lungnasjúklinga og aðstandendur þeirra en aðgangur var öllum opinn. Fagdeildin hefur einnig tekið þátt í undirbúningi að GOLD-deginum en það er alþjóðadagur langvinnrar lungnateppu. Árið 2003 var haldin hér á landi norræn lungnaráðstefna. Átti fagdeildin þátt í undirbúningi hennar ásamt Félagi íslenskra lungnalækna. Ráðstefnuna sóttu um 400 heilbrigðisstarfsmenn sem komu víða að. Fagdeildarfélagar starfa á mörgum sviðum lungnahjúkrunar. Þar má nefna bráðaþjónustu, göngudeild og endurhæfingu ásamt hjúkrun langveikra, bæði inni á stofnunum og í heimahúsum. Hjúkrun lungnasjúklinga er mjög fjölbreytt og skemmtilegt starf, viljum við gjarnan sjá fleiri hjúkrunarfræðinga sérhæfa sig á þessu sviði. Fagdeildin hefur verið lánsöm að hafa alltaf sterka og atorkumikla stjórn. Einhverjar breytingar hafa orðið í stjórninni frá stofnun, þó ekki miklar miðað við hversu lengi hún hefur starfað þannig að greinilegt er að áhugi á málefnum lungnasjúklinga er mikill bæði innan stjórnar sem utan. Þegar horft er til framtíðar er mikilvægt að efla rannsóknir á sviði lungnahjúkrunar og væntum við mikils af þeim hjúkrunarfræðingum fagdeildarinnar sem hafa lokið eða eru um það bil að Ijúka meistaranámi í hjúkrun. O s £ $ a Hjúkrunarfræðideild Háskóla íslands 27. október sl. brautskráðust frá hjúkrunarfræði- deild Háskóla íslands 7 hjúkrunarfræðingar með BS- gráðu, 5 með meistaragráðu og 3 með diplóma. BS-gráða í hjúkrunarfræði Áslaug ína Kristinsdóttir - Notkun náttúruefna meðal kvenna með brjóstakrabbamein. Fræðileg úttekt. Bergþóra Eyjólfsdóttir - Rýnt í störf hjúkrunarfræðinga Hrafnhildur Lóa Guðmundsdóttir - í lausu lofti. Fræðsluþarfir kvenna á 1. hluta meðgöngu. Ólöf Sigríður Indriðadóttir - Næringarástand mænu- skaðaðra skjólstæðinga LSH. Rakel Ásgeirsdóttir - Bráðakeisari, upplifun foreldra. Fræðileg úttekt. Sigríður A. Jóhannsdóttir - Spritt og ilmolíur sem viðbótarmeðferð við ógleði. Fræðileg umfjöllun. Þorbjörg Ása Kristinsdóttir - Notkun náttúruefna meðal kvenna með brjóstakrabbamein. Fræðileg úttekt. Meistaragráða i hjúkrunarfræði Dagmar Rósa Guðjónsdóttir - Gildi ólíkra tengsla í rómantískum samböndum. María Einisdóttir - Efling (e. empowerment) og starfsánægja hjá starfsmönnum geðdeildar LSH. Ólöf Birna Kristjánsdóttir - Könnun á þynglyndi og sjálfsáliti kvenna í námi við Háskóla íslands. Rósa María Guðmundsdóttir - Vonleysi og sjálfsvígshætta meðal sjúklinga með langvinnt þunglyndi. Áhrifaþættir og árangur hugrænnar atferlismeðferðar á vonleysi. Sylvía Ingibergsdóttir - Rannsókn á árangri hugrænnar atferlismeðferðar eftir fagaðilum. Diplóma á sérsviðum hjúkrunar Lilja Steingrímsdóttir - Hjúkrunarstjórnun. Ragnheiður Kristín Björnsdóttir - Heilsugæsluhjúkrun Alma Emilía Björnsdóttír - Krabbameinshjúkrun. Tímarit hjúkrunarfræðinga - 1. tbl. 84. árg. 2008 41

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.