Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Blaðsíða 21

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Blaðsíða 21
FRETTAPUNKTUR Þórey, Ágústa og Arnfríöur frá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins hlusta á fyrirspurnir Ágústa H. Gísladóttir, deildarstjóri Iffeyrisdeildar og kynningar- mála, tók svo við og fór nánar yfir reglur A-deildar, hvernig réttindi eru áunnin og hvernig staðið er að útborgun. Starfslok í A-deild eru sveigjanleg frá 60 ára aldri hægt er að taka út lífeyri en samt vinna áfram, en það er ekki hægt í Lífeyrissjóði hjúkrunarfræðinga. Kjör örorku-, maka- og barnalífeyris eru betri í A-deild LSR. Arnfríður Einarsdóttir, deildarstjóri iðgjaldadeildar, upplýsti fundarmenn um iðgjaldsgreiðslur og reglur í sambandi við úttekt. Greitt er iðgjald af grunnlaunum, persónuuppbót og orlofsgreiðslum en ekki af yfirvinnu. Hjúkrunarfræðingar, sem vinna hlutastarf og taka svo aukavaktir upp í 100% vinnu, borga þannig minna í lífeyrissjóð en þeir sem vinna fulla vinnu. Einstaklingur greiðir iðgjald í hámark 32 ár, eftir það þarf hann ekki að greiða iðgjald en heldur áfram að ávinna sér lífeyrisrétt, þó ekki eins mörg stig og sá sem greiðir iðgjald. Lífeyristökualdur er almennt 65 ára en í gildi er 95 ára regla sem þýðir að einstaklingur getur hafið töku lífeyris 60 ára ef lífaldur og greiðslutími nær samtals 95 árum. Þessi regla er þó á leiðinni út og fyrir þá sem eru fæddir eftir 1941 gildir aðlögunarregla sem smám saman hækkar aldurinn þar sem hægt er að hefja töku fulls lífeyris upp í 65 ára. í lok fundar var gefinn kostur á að koma með fyrirspurnir. Þær voru margar og áhugaverðar og var reynt að svara eftir megni þó að sumar fyrirspurnirnar væru mjög sérhæfðar. Fundarmenn voru hvattir til þess að hafa samband við ráðgjafa LSR til þess að undirbúa lífeyristöku og finna út bestu leiðirnar. Hægt er að nota reiknivél á heimasíðu LSR, www.lsr.is, eða senda netfyrispurn á lsr@lsr.is. Hægt er líka að senda almennar fyrirspurnir á hjukrun@hjúkrun.is og verða þær flokkaðar og framsendar. Samnorrænt gæðasamstarf í hjúkrun Stjórn Samvinnnu hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum (SSN) skipaði í ágúst 2006 starfshóp um gæðavísa í hjúkrun með fulltrúum hjúkrunarfélaganna sex. Hlutverk starfshópsins er að kanna stöðu gæðamála í hjúkrun í þessum löndum með það fyrir augum að ákveða hvaða gæðavísar tengjast hjúkrun beint og mætti velja sem sameiginleg og sambærileg viðmið fyrir gæði hjúkrunar á Norðurlöndum. Vinnuhópurinn hefur fundað þrisvar og átt mjög gott samstarf en þó má nefna að fulltrúi frá finnska hjúkrunarfélaginu hefur ekki séð sér fært að mæta á fundina enn sem komið er. Það er miður því vitað er að mikil gróska er í faglegu starfi hjúkrunarfræðinga í Finnlandi. Vinnuhópurinn hefur einnig fylgst með vinnu vinnuhóps á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar um gæðaviðmið í heilbrigðisþjónustu á Norðurlöndum en í tengslum við vinnu hans eru þrír íslenskir hjúkrunarfræðingar. Sá vinnuhópur hefur skilað af sér lokaskýrslu og í henni kemur fram að sameiginlegir gæðavísar fyrir hjúkrun á Norðurlöndum séu ekki tiltækir eins og staðan er í dag. Niðurstaða vinnuhópsins á vegum SSN er sú að skoða skuli sérstaklega eftirtalda gæðavísa með það í huga að koma upp sameiginlegum gagnagrunni fyrir einhvern þeirra eða alla. Þeir eru: föll, þrýstingssár, næring, verkir og mönnun í hjúkrun. Ákveðið hefur verið að efna til ráðstefnu eða vinnufundar í janúar 2008 meðal lykilaðila í hjúkrun á þessum sviðum til að farayfirog berasaman þekkingu og reynslu í hverju landi er viðkemur áðurnefndum gæðavísum. Fulltrúar norska (starfsmaður vinnuhópsins), danska og sænska hjúkrunarfélagsins sjá um undirbúning ráðstefnunnar í samvinnu við aðra í vinnuhópnum. Fulltrúi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í vinnuhópnum er Ágústa Benný Herbertsdóttir, gæðastjóri á lyflækningasviði I á Landspítala. Tímarit hjúkrunarfræðinga - 1. tbl. 84. árg. 2008 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.