Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Blaðsíða 23

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Blaðsíða 23
• starfsfólkið er betur upplagt á næturnar • það sefur betur þegar heim er komið • því finnst það betur úthvílt þegar það fer á fætur • það er öruggara fyrir umferðina og í henni þegar ekið er heim eftir næturvakt • hvíldarhlé gefur betra líf utan vinnutíma. í Bandaríkjunum, Kanada og Japan er orkublundur útbreidd- ur í vinnutímanum. í Danmörku gefa vinnutímaákvæði hjúkrunarfræðinga heimild til að hjúkrunarfæðingar geti gert hlé þegar vinnutíminn er lengri en sex tímar. Á íslandi er einnig gert ráð fyrir hléum á næturvaktinni þó veruleg skerðing hafi orðið á þeim rétti með svokallaðri sölu á matar- og kaffitímum. Vel má þó koma því við með samkomulagi starfsmanna við deildarstjóra að gefin sé heimild til orkublunds á næturvaktinni. í Ijósi þeirra áhrifa, sem orkublundur hefur á vinnuframlag og vökuástand, ættu stjórnendur að taka tillögu starfsmanna um slíkan blund fegins hendi og stuðla að því að aðstaða til hans verði sem best. Margar kannanir sýna að orkublundur á næturvaktinni á þátt í að bæta frammistöðu og auka árvekni í vinnu. Það getur nýst sem rök fyrir því að auk matarhlés skuli vera svefnhlé þar sem það eykur vinnugæðin. í riti DSR um orkublund er greint frá því hvað koma ætti fram í samkomulagi deilda um orkublund: Hvenær og hversu lengi? Hvíldarhlé í 29 mínútur milli klukkan 3 og 6. Undantekning! Einungis á að reikna með hvíldarhléum á rólegum vöktum og ef vinnan leyfir það. Hvar? Á skrifstofu deildarstjóra á dýnu á gólfinu, bak við lokaðar dyr. í starfsmannaherbergi á svefnsófa. í sérstökum hvíldar- eða nuddstól. Hver og hvenær? Starfsfólk kemur sér saman um þetta sín á milli í byrjun vaktar. Starfsfólk skrifar sig á svefnlista. Ræs! Notuð er vekjaraklukku til að vekja. Áður en vinna hefst að nýju. Hvíldarhléinu á að Ijúka með smá-leikfimi (5 mín.) til að koma vöðvum og blóðrás í gang og til að koma í veg fyrir vökutregðu (doða eða mók eftir svefn). Undirritun samkomulags. Deildar- eða sviðsstjóri ásamt trúnaðarmanni. Ég hef hér farið lauslega yfir forsendur þess að skynsamlegt sé að gera samninga um orkublund þar sem hjúkrunarfræðingar vinna á næturvöktum. Ég hvet hjúkrunarfræðinga alla til að taka höndum saman um að koma á slíku fyrirkomulagi á sínum vinnustað. Þegar mest á reynir er nauðsynlegt að líta til þeirra þátta sem geta gert vinnustaði okkar tryggari fyrir okkur og skjólstæðinga okkar. Frekari upplýsingaleit: Power-nap, night shift and sleep deprivation, dognrytme, circadian disruption, circadian rythm. Þær sætta sig ekki við: • Kláða og þurrk • Óþægindi við samfarir • Þvagfærasýkingar • Þvagleka Staðbundin estrógenmeðferð, sem virkar.... organon> www.breytingaskeid.is Tímarit hjúkrunarfræðinga - 1. tbl. 84. árg. 2008 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.