Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Blaðsíða 28

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Blaðsíða 28
Christer Magnusson, ohrister@hjukrun.is SVIPMYNDIR FRÁ HJÚKRUN 2007 Hjúkrun 2007 - ráðstefna um rannsóknir í hjúkrun var haldin 22. og 23. nóvember sl. Tilgangur ráðstefnunnar var að endurspegla nýjustu þekkingu í hjúkrunarfræði og hjúkrunarrannsóknum á íslandi. Ráðstefnan var nú haldin í sjötta sinn og er síðan 2002 samstarfsverkefni hjúkrunarfræðideildar Háskóla íslands, heilbrigðisdeildar Háskólans á Akureyri og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Herdís Sveinsdóttir ráðstefnustjóri (t.h.) var sjálf bæði með veggspjöld og fyrirlestra á ráðstefnunni Elsa Friöfinnsdóttir, formaður FÍH, setti ráðstefnuna og ráðstefnustjóri var Herdís Sveinsdóttir, prófessor við hjúkrunarfræðideild og formaður undirbúningsnefndar. Guðlaugur Þór Þórðarsson heilbrigðis- ráðherra ávarpaði ráðstefnuna. Hann kom víða við í ávarpi sínu og sagði meðal annars að heilbrigði þjóðanna krefðist nýrrar hugsunar og hann hefði komið af stað metnaðarfullri stefnumótunarvinnu. íslendingar veita 10% af vergum þjóðar- tekjum í heilbrigðismál og er það mikilvægt að þessu fé sé ráðstafað rétt. Hann boðaði aukna áherslu á forvarnir og nefndi sem dæmi að offita barna og þunglyndi væru vandamál sem þyrfti að bregðast enn betur við. Þá ræddi hann um breytingar á rekstrarformi í heilbrigðiskerfinu og þau tækifæri sem skapast við það, bæði atvinnutækifæri og tækifæri til nýsköpunar og nýrrar hugsunar. Að lokum lýsti hann vilja sínum til frekara samstarfs við hjúkrunarfræðinga um heilbrigðismál. Fyrri gestafyrirlesari var dr. Helga Sif Friðjónsdóttir, lektor við hjúkrunarfræðideild HÍ. Hún fjallaði um ofneyslu áfengis meðal unglinga á framhaldsskólastigi og lagði sérstaka áherslu á forvarnastarf og hvernig unnið er að forvörnum við áfengis- og fi'kniefnaneyslu í íslenskum framhaldsskólum. Hún sagði að íslendingar þyrftu að leggja miklu meiri áherslu á forvarnir en það þurfa að Vísindasjóður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga Breytingar á fyrirkomulagi sjóðsins Frá 1. janúar 1994 hafa vinnuveitendur greitt sem nemur 1,5% af föstum dagvinnulaunum hjúkrunarfræðinga í vísindasjóð Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (FÍH). Sjóðurinn er í vörslu félagsins og skiptist í A- og B- hluta. Aðild að sjóðnum eiga allir hjúkrunarfræðingar sem eru félagsmenn í FÍH og launagreiðendur greiða fyrir í vísindasjóð fyrir 31. desember árið fyrir úthlutun. Kallast þeir sjóðsfélagar. Vísindasjóði er annars vegar ætlað að styrkja endur- og símenntun sjóðsfélaga (A- hluti) og hins vegar að stuðla að aukinni fræðimennsku í hjúkrun með því að styrkja rannsóknir og fræðiskrif sjóðsfélaga (B-hluti). 26 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 1. tbl. 84. árg. 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.