Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Qupperneq 49

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Qupperneq 49
Unnur Þormóðsdóttir, unnurth@mi.is Niðurstöður viðhorfskönnunar kjaranefndar HJÚKRUNARFRÆÐINGAR LEGGJA AÐALÁHERSLU Á HÆKKUN GRUNNLAUNA m . » Góð þátttaka hjúkrunarfræðinga í viðhorfskönnun kjaranefndar FÍH gefur til kynna að baráttuhugur sé líM. ^ JWli meðal félagsmanna og verulegra kjarabóta sé þörf. Samanlagt svöruðu 600 félagsmenn könnuninni og \ eru það um 24% virkra félagsmanna okkar. Unnur Þormóðsdóttir er formaður kjaranefndar FÍH Samkvæmt niöurstöðum viðhorfs- könnunar kjaranefndar FÍH telur mikill meirihluti hjúkrunarfræðinga, eða 74%, að aðaláhersla í komandi kjarasamningum eigi að vera á hækkun grunnlauna. Er það skoðun kjaranefndar að fara eigi fram á leiðréttingu á grunnlaunum hjúkrunarfræðinga sem klárlega hafa dregist aftur úr öðrum háskólamenntuðum stéttum á samningstímanum. Um 31% fannst mikilvægast að kjaranefnd legði áherslu á minnkun vinnuskyldu, 25% fannst mikilvægast að kjaranefnd legði áherslu á hækkun vaktaálags, 23% fannst mikilvægast að kjaranefnd legði áherslu á aldursákvæði, það er hækkuð laun með hærri aldri, 22% fannst mikilvægast að kjaranefnd legði áherslu á rétt til endurmenntunar og 17% fannst mikilvægast að kjaranefnd legði áherslu á umbunarkerfi fyrir þá sem eru í mikilli vinnu. Áhugavert var að sjá hversu lík svör almennra hjúkrunarfræðinga og hjúkr- unarstjórnenda voru þegar þau voru borin saman. Meðalstarfsreynsla almennra hjúkrunar- fræðinga, sem tóku þátt í könnuninni, voru 13,7 ár en 17,5 ár meðal stjórnenda. Gaman var að sjá hversu duglegir hjúkrunarfræðingar eru að sækja sér viðbótarmenntun og höfðu 44% almennra hjúkrunarfræðinga og 66% hjúkrunarstjórnenda viðbótarnám. 68% hjúkrunarfræðinga eru á móti að fara aftur í samflot með BHM eins og gert var í síðustu kjarasamningum. Þegar spurt var um viðunandi grunn- laun fyrir hjúkrunarfræðinga og hjúkrunarstjórnendur voru svör hópanna tveggja mjög áþekk, báðir vildu sjá miklar kjarabætur. Mikill vilji er til að leiðrétta kjör reyndari hjúkrunarfræðinga. Hjúkrunarfræðingar vilja sjá hækkun á vaktaálagi en þó aðallega á næturvöktum um helgar. Einnig vildu 83% hækkun á álagi fyrir bakvaktir. Spurt var um aukaumbun og vildu 22%fáfræðslustyrk, 21 % líkamsræktarstyrk, 18% styrk til skókaupa, 13% hækkun á framlagi vinnuveitenda til fræðslumála sem myndi leiða af sér hærri styrk úr vísindasjóði, 9% bifreiðahlunnindi, 8% dagvistunarúrræði á vegum vinnuveitenda, 6% fatastyrk og 3% nefndu annað. Um 70% hjúkrunarfræðinga sögðust nýta sér styrktarsjóð BHM. Varðandi endurmenntun telja 91% hjúkrunarfræðinga að hver og einn eigi að eiga ákveðinn fjölda daga á ári til endurmenntunar. 74% aðspurðra telja að hver hjúkrunarfræðingur eigi að fá vissa upphæð árlega til endurmenntunar. Upphæðir voru nefndar og voru 86% hjúkrunarfræðinga á því að hver og einn ætti að eiga rétt á um 100.000 kr. árlega til endurmenntunar. Meirihluti hjúkrunarfræðinga telur að ákvarða eigi laun í miðlægum samningi, þ.e. 60% almennra hjúkrunarfræðinga og 56% hjúkrunarstjórnenda. Með því væru tryggð örugg fjárframlög til stofnana svo hægt væri að uppfylla öll ákvæði kjarasamningsins. Ef til stofnanasamninga kemur viija 95% hjúkrunarfræðinga fá að kjósa um samninginn. Hjúkrunarfræðingar ræddu töluvert um minnkaða vinnuskyldu og að 80% starf ætti að vera metið sem 100% starf. Einnig var talað um að umbuna þeim sem væru í mikilli vinnu. Athygli vekur að 89 hjúkrunarfræðingar eða tæp 15% aðspurðra sögðust segja upp ef kjör þeirra yrðu ekki bætt. Þetta er gríðarlegt áhyggjuefni, sérstaklega í Ijósi mikillar manneklu og ætti eitt og sér að vera sterk ábending til ráðamanna um hversu alvarlegur vandi er til staðar í heilbrigðisþjónustunni hér á landi. Er það von okkar í kjaranefnd að í komandi samningum náum við að leiðrétta laun hjúkrunarfræðinga sem hvergi nærri endurspegla þá menntun og ábyrgð sem hjúkrunarfræðingar bera frá degi til dags. Mun ýtarlegri kynning á niðurstöðum viðhorfskönnunar kjaranefndar fer fram á kjarafundum með hjúkrunarfræðingum á tímabilinu 29. janúar til 20. febrúar. Tímarit hjúkrunarfræðinga - 1. tbl. 84. árg. 2008 47

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.