Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Blaðsíða 49

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Blaðsíða 49
Unnur Þormóðsdóttir, unnurth@mi.is Niðurstöður viðhorfskönnunar kjaranefndar HJÚKRUNARFRÆÐINGAR LEGGJA AÐALÁHERSLU Á HÆKKUN GRUNNLAUNA m . » Góð þátttaka hjúkrunarfræðinga í viðhorfskönnun kjaranefndar FÍH gefur til kynna að baráttuhugur sé líM. ^ JWli meðal félagsmanna og verulegra kjarabóta sé þörf. Samanlagt svöruðu 600 félagsmenn könnuninni og \ eru það um 24% virkra félagsmanna okkar. Unnur Þormóðsdóttir er formaður kjaranefndar FÍH Samkvæmt niöurstöðum viðhorfs- könnunar kjaranefndar FÍH telur mikill meirihluti hjúkrunarfræðinga, eða 74%, að aðaláhersla í komandi kjarasamningum eigi að vera á hækkun grunnlauna. Er það skoðun kjaranefndar að fara eigi fram á leiðréttingu á grunnlaunum hjúkrunarfræðinga sem klárlega hafa dregist aftur úr öðrum háskólamenntuðum stéttum á samningstímanum. Um 31% fannst mikilvægast að kjaranefnd legði áherslu á minnkun vinnuskyldu, 25% fannst mikilvægast að kjaranefnd legði áherslu á hækkun vaktaálags, 23% fannst mikilvægast að kjaranefnd legði áherslu á aldursákvæði, það er hækkuð laun með hærri aldri, 22% fannst mikilvægast að kjaranefnd legði áherslu á rétt til endurmenntunar og 17% fannst mikilvægast að kjaranefnd legði áherslu á umbunarkerfi fyrir þá sem eru í mikilli vinnu. Áhugavert var að sjá hversu lík svör almennra hjúkrunarfræðinga og hjúkr- unarstjórnenda voru þegar þau voru borin saman. Meðalstarfsreynsla almennra hjúkrunar- fræðinga, sem tóku þátt í könnuninni, voru 13,7 ár en 17,5 ár meðal stjórnenda. Gaman var að sjá hversu duglegir hjúkrunarfræðingar eru að sækja sér viðbótarmenntun og höfðu 44% almennra hjúkrunarfræðinga og 66% hjúkrunarstjórnenda viðbótarnám. 68% hjúkrunarfræðinga eru á móti að fara aftur í samflot með BHM eins og gert var í síðustu kjarasamningum. Þegar spurt var um viðunandi grunn- laun fyrir hjúkrunarfræðinga og hjúkrunarstjórnendur voru svör hópanna tveggja mjög áþekk, báðir vildu sjá miklar kjarabætur. Mikill vilji er til að leiðrétta kjör reyndari hjúkrunarfræðinga. Hjúkrunarfræðingar vilja sjá hækkun á vaktaálagi en þó aðallega á næturvöktum um helgar. Einnig vildu 83% hækkun á álagi fyrir bakvaktir. Spurt var um aukaumbun og vildu 22%fáfræðslustyrk, 21 % líkamsræktarstyrk, 18% styrk til skókaupa, 13% hækkun á framlagi vinnuveitenda til fræðslumála sem myndi leiða af sér hærri styrk úr vísindasjóði, 9% bifreiðahlunnindi, 8% dagvistunarúrræði á vegum vinnuveitenda, 6% fatastyrk og 3% nefndu annað. Um 70% hjúkrunarfræðinga sögðust nýta sér styrktarsjóð BHM. Varðandi endurmenntun telja 91% hjúkrunarfræðinga að hver og einn eigi að eiga ákveðinn fjölda daga á ári til endurmenntunar. 74% aðspurðra telja að hver hjúkrunarfræðingur eigi að fá vissa upphæð árlega til endurmenntunar. Upphæðir voru nefndar og voru 86% hjúkrunarfræðinga á því að hver og einn ætti að eiga rétt á um 100.000 kr. árlega til endurmenntunar. Meirihluti hjúkrunarfræðinga telur að ákvarða eigi laun í miðlægum samningi, þ.e. 60% almennra hjúkrunarfræðinga og 56% hjúkrunarstjórnenda. Með því væru tryggð örugg fjárframlög til stofnana svo hægt væri að uppfylla öll ákvæði kjarasamningsins. Ef til stofnanasamninga kemur viija 95% hjúkrunarfræðinga fá að kjósa um samninginn. Hjúkrunarfræðingar ræddu töluvert um minnkaða vinnuskyldu og að 80% starf ætti að vera metið sem 100% starf. Einnig var talað um að umbuna þeim sem væru í mikilli vinnu. Athygli vekur að 89 hjúkrunarfræðingar eða tæp 15% aðspurðra sögðust segja upp ef kjör þeirra yrðu ekki bætt. Þetta er gríðarlegt áhyggjuefni, sérstaklega í Ijósi mikillar manneklu og ætti eitt og sér að vera sterk ábending til ráðamanna um hversu alvarlegur vandi er til staðar í heilbrigðisþjónustunni hér á landi. Er það von okkar í kjaranefnd að í komandi samningum náum við að leiðrétta laun hjúkrunarfræðinga sem hvergi nærri endurspegla þá menntun og ábyrgð sem hjúkrunarfræðingar bera frá degi til dags. Mun ýtarlegri kynning á niðurstöðum viðhorfskönnunar kjaranefndar fer fram á kjarafundum með hjúkrunarfræðingum á tímabilinu 29. janúar til 20. febrúar. Tímarit hjúkrunarfræðinga - 1. tbl. 84. árg. 2008 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.