Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Blaðsíða 39

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Blaðsíða 39
FRÉTTAPUNKTUR fari sífellt lækkandi. Einnig nefndi hún að það vill brenna við í síauknum mæli að þeir hverfi frá hefðbundnum hjúkrunarstörfum, jafnvei innan tveggja ára frá útskrift, vegna óánægju með aðbúnað, álags út af mikilli vaktabyrði og óhagstæðra launakjara. Einnig hafi þarna áhrif mikil eftirspurn á almennum vinnumarkaði eftir hjúkrunarfræðingum og yfirgripsmikilli þekkingu þeirra. Gestur fundarins var Gyða Baldursdóttir, starfsþróunarstjóri Landspítala, sem hefur m.a. starfað að því undanfarin misseri að taka viðtal við unga hjúkrunarfræðinga sem starfa á Landspítala til að ræða viðhorf þeirra og reynslu af störfum þeirra. Samkvæmt úttekt Gyðu eru þessir hjúkrunarfræðingar á heildina litið ánægðir með starf sitt, þeim finnst almennt góður starfsandi á vinnustöðunum og hafa ánægju af því að vinna með skjólstæðingum sínum. Neikvæðar hliðar starfsreynslunnar finnst þeim vera mikil vaktabyrði, mikil ábyrgð í starfi sem oft reynist erfitt að standa undir, álag vegna manneklu og óánægja með að veitast ekki tími til að sinna þjónustu við sjúklinga á þann hátt sem hjúkrunarfræðingarnir helst óska. Þessar niðurstöður eru algerlega sambærilegar við þann hug sem stofnfélagar ungliðadeildarinnar þóttust verða áskynja meðal samstarfsfólks síns og var hvatinn að stofnun deiidarinnar. Frá upphafi hefur stjórn ungliðadeildar- innar haft það að leiðarljósi að viðfangsefni hreyfingarinnar mótist af vilja þátt- takendanna sjálfra. Því var ákveðið að strax á stofnfundinum yrði fundargestum skipt niður í umræðuhópa þannig að betri tengsl næðust á milli þátttakendanna og tækifæri gæfist til þess að viðra mikla breidd málefna og greina hvar helst þarf að bera niður á næstu mánuðum. Hóparnir ræddu hver sitt málefni. Þau voru aðbúnaður á vinnustað, afstaða til fræðslu og símenntunar, líðan í starfi, kjaramál og væntingar til starfsþróunar. Umræður í hópunum voru líflegar og Ijóst að margt áhugavert bíður umfjöllunar á næstu mánuðum. Almennt voru þátttakendur sammála um að launin væru alltof lág og fannst þeim launaramminn í stofnanasamningunum þröngur. Þá fannst fólki að 80% starfshlutfall (32 klst. á viku) ætti að teljast full vinna vaktavinnufólks. Einnig kom í Ijós hversu li'tið hinn almenni hjúkrunarfræðingur hefur kynnt sér kjarasamningana, t.d. eru margir sem ekki nýta sér frítökurétt vegna ónógrar hvíldar. Þá var almenn óánægja með að fá aðeins að taka fjórar vikur af sumarfríinu á almennum sumarleyfistíma. Þátttakendurnir voru sammála um að ef kjör hjúkrunarfræðinga bötnuðu ekki verulega í næstu samningum væru þeir Viðbót við langlífar hjúkrunarkonur í 3. tölublaði 2007 á bls. 29 var skrá yfir langlífar hjúkrunarkonur sem Jónas Ragnarsson ritstjóri tók saman og sendi Tímariti hjúkrunarfræðinga. Hann tók fram að listinn væri ekki tæmandi og nú hefur ein hjúkrunarkona bæst í hópinn. Eiríkur Páll Sveinsson, læknirá Akureyri, hafði samband við ritstjóra og sagði frá ömmusystur konu hans sem hét Bjarney Sigríður Samúelsdóttir, f. 11.11.1893, d. 23.12.1991, og varð því 98 ára ef rétt er í íslendingabók. Eiríki er hér með þakkað fyrir þessa viðbót. Langlífir hjúkrunarfræðingar 24.01.2008 JR. Langlifi.net Ragnheiður Svanlaugsdóttir f. 15.05.1907 100 ára Ragna S. G. Norðdahl f. 07.05.1908 99 ára Sigrún Straumland f. 15.02.1909 98 ára Bjarney S. Samúelsdóttir f. 11.02.1893 d. 23.12.1991 98 ára Þorbjörg Jónsdóttir Schweizer f. 23.09.1903 d. 31.01.2002 98 ára Helga Thordersen f. 23.09.1909 98 ára Valgerður Helgadóttir f. 12.12.1902 d. 21.03.2001 98 ára Sólveig Guðrún Halldórsdóttir f. 08.11.1908 d. 02.05.2006 97 ára Systir Anna Pauline f. 17.02.1911 d. 24.10.2007 96 ára Ólafía Klemenzdóttir f. 14.11.1870 d. 21.02.1967 96 ára Ekki er víst að skráin sé tæmandi varðandi látna hjúkrunarfræðinga Tímarit hjúkrunarfræðinga - 1. tbl. 84. árg. 2008 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.