Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Blaðsíða 22

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Blaðsíða 22
Jón Aðalbjörn Jónsson, jon.a.jonsson@gmail.com ORKUBLUNDUR Undanfarið hefur í auknum mæli borið á umræðum um þörfina fyrir hvíld á næturvaktinni. I nágrannalöndum okkar hefur umræðan náð lengra og m.a. í Danmörku hefur Dansk sygeplejerád (DSR) (danska hjúkrunarfélagið) gefið út leiðbeiningar um hvernig best sé að koma því við að hjúkrunarfræðingar fái sér orkublund á næturvaktinni. Með sanni má segja að þau viðmið, sem þar eru sett, eigi einnig við um íslenska hjúkrunarfræðinga, ekki síst í Ijósi þess að vinnuvika þeirra er lengri en danskra hjúkrunarfræðinga. Eftir að hafa sjálfur starfað í vinnuumhverfi þar sem í gildi er heimild starfsmanna til að fá sér orkublund er ég þess fullviss að slíkt fyrirkomulag á einnig fullan rétt á sér á íslenskum stofnunum. Þó bætt frammistaða og árvekni á vaktinni ættu ein og sér að vera næg rök fyrir stjórnendur til að leita eftir samkomulagi við starfsmenn um orkublundi, verður einnig að leggja áherslu á heilsuspillandi áhrif vaktavinnu en það álit fær stuðning af mati International Agency for Research on Cancer sem stofnunin sendi frá sér í fréttatilkynningu í desember 2007. Þar kemur fram að vaktavinna, sem truflar sólarhringssveifluna í líkamanum auki að öllum líkindum hættu á brjóstakrabba- meini. Þessi niðurstaða hefur m.a. í Danmörku haft þau áhrif að danska vinnueftirlitið hvetur einstaklinga, sem hafa fengið brjóstakrabbamein jafnframt því að hafa unnið á næturvöktum í áraraðir, til að tilkynna sjúkdóminn til vinnueftirlitsins því hann sé hugsanlega starfstengdur og bótaskyldur. DSR hefur leitað eftir samstarfi við vinnuveitendur um leiðir til að draga úr næturvinnu. Orkublundur er fyrirfram- skipulagður svefntími í hálfa klukkustund Við hjúkrunarfræðingar vinnum vaktavinnu og þar með iðulega næturvinnu. Mannfólkið er hins vegar þannig skapað að það er fyrst og fremst vakandi og virkt á daginn en sofandi og óvirkt á næturnar. Að Orkublundur Góö ráð til næturvaktarinnar breyta þessu mynstri hefur í för með sér truflun á líkamsklukku okkar. Við getum af þessum sökum átt erfitt með að sofna eftir næturvakt og auk þess átt erfitt með að halda okkur vakandi á vaktinni. Það sækir að okkur svefnhöfgi á nóttinni, einkum út af tvennu: við erum vakandi þegar við ættum í raun að vera sofandi og okkur vantar svefn fyrir vaktina. Vaktavinnuskipulag leggur á herðar stjórnenda sem og hjúkrunarfræðinganna ábyrgð sem felst í því að skipuleggja vaktir þannig að eftir fremsta megni sé tekið tillit til þess hvernig allra mest hvíld næst milli vakta. Rannsóknir sýna að best er að vinna með klukkunni þannig að sem lengstur hvíldartími náist milli vakta. Þegar unnið er eftir klukkunni er farið af morgunvakt yfir á kvöldvakt næsta dag, af kvöldvakt yfir á næturvakt og af næturvakt á svefndag og á eftir honum koma 2 til 3 frídagar. Orkublundur á næturvaktinni hefur það markmið að draga úr fjölda samhangandi klukkustunda í vökuástandi. Hann er þáttur f að tryggja að við séum vakandi og árvökul þegar við eigum að vera að vinna. Blundur á næturvaktinni er bestur þegar hann er viðbótarsvefn og honum er ekki ætlað að koma í stað svefnsins heima. Orkublundur á jafnframt að vera stuttur svo djúpur svefn náist ekki. Hann á að fara fram á viðeigandi tíma af því að líkamsklukka okkar hefur áhrif á það hvort við getum sofið. Það hefur sýnt sig að best er að taka sér blund á næturnar milli klukkan 3 og 6. Til að komast hjá vökutregðu (doða eða móki) eftir blundinn þarf að tímasetja hann vel áður en syfja gerir vart við sig og þörf er fyrir lengri svefn. Hjúkrunarfræðingurinn þarf að vera meðvitaður um að jafnvel eftir 15 til 20 mínútur mun hann finna fyrir vökutregðu. Eftir nægan svefn varir ástandið í fáeinar mínútur en sé maður vansvefta varir doðinn lengur. Með smá-leikfimi til að koma blóðrás og vöðvum í gang er hægt að vinna gegn vökutregðu. Það ætti að vera viðeigandi herbergi eða umhverfi fyrir orkublundi á hverjum vaktavinnustað. Kröfurnar til slíkrar aðstöðu eru að þar þurfi að vera þægilegt, myrkt og hljótt. Fjöldi vinnustaða á dönskum sjúkrahúsum er búinn nuddstólum þar sem starfsmenn fara og taka sér vinnuhlé og orkublundi. Slíkir stólar eru ódýr lausn til að bæta vinnuumhverfi starfsfólks. Mat á orkublundi hefur farið fram á fjölda vinnustaða. Niðurstöður þeirra sýna að: 20 Tímarit hjúkrunarfræöinga - 1. tbl. 84. árg. 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.