Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Blaðsíða 38

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Blaðsíða 38
Hólmfríður Berentsdóttir og Gunnhildur Gunnarsdóttir, gunnza@internet.is Stofnfundur ungliðadeildar FÍH 15. janúar síðastliðinn var haldinn stofnfundur ungliðadeildar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga á Hilton Reykjavík Nordica. Frá stofnfundí ungliðadeildar Á haustdögum 2007 fór hópur hjúkrunar- fræöinga að hittast til að undirbúa stofnun ungliðadeildar innan Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Hópurinn hittist nokkrum sinnum og setti sig í samband við FÍH og fékk hugmyndin góðan hljómgrunn þar, en FIH hafði um alllangt skeið velt því fyrir sér hvernig hægt væri að laða að unga hjúkrunarfræðinga og fá þá til að vera virkari í starfi félagsins. Undirbúningshópurinn gerði ráð fyrir að ungliðadeildin yrði vettvangur skoðanaskipta, félagsskapar og fræðslu og að þangað gætu ungir hjúkrunar- fræðingar sótt sér stuðning og eflt með sér stéttarvitund. Úr varð að ákveðið var að stofnuð yrði ungliðadeild innan FÍH á 14 ára afmæli félagsins 15. janúar 2008. Ungliðadeildin mun skipa álíka sess og öldungadeild og fagdeildir innan FÍH gera núna og standa fyrir opnu húsi fyrir unga hjúkrunarfræðinga með reglulegum hætti þar sem tekin verða fyrir þau málefni sem brenna heitast hverju sinni. Skipuð hefur verið stjórn ungliðadeildarinnar og veitir Hrefna Hugosdóttir henni formennsku og varaformaður er Jón Jökull Óskarsson. Aðrir stjórnarmenn eru Sigurbjörg Þorvaldsdóttir, Guðný Helgadóttir, Hólmfríður Berentsdóttir og Gunnhildur Gunnarsdóttir. Markhópur ungliðadeildarinnar eru þeir hjúkrunarfræðingar sem hafa lokið námi í hjúkrun árið 2000 eða síðar en ungliðadeildin tekur að sjálfsögðu öllum áhugasömum fagnandi. Miðað við þessa afmörkun má reikna með að ungliðar innan Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga séu um 700 talsins. Við það bætast að öllum líkindum hjúkrunarfræðinemar í nánustu framtíð en það er vilji ungliðadeildarinnar að vinna sérstaklega að því að styrkja tengsl þeirra við FÍH. Þeir hafa sem stendur aukaaðild að FÍH og er það von ungliðadeildarinnar að FÍH fari með fullt samningsumboð fyrir hönd þeirra hið fyrsta. Um 130 hjúkrunarfræðingar og hjúkrunarfræðinemar sóttu stofnfundinn og mátti þar augljóslega finna fyrir þeirri samkennd og gagnkvæmu virðingu sem almennt ríkir meðal hjúkrunarfræðinga. Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður FÍH, setti fundinn og kom fram í opnunarræðu hennar hversu þarft það er að standa vörð um hagsmuni og líðan ungra hjúkrunarfræðinga í starfi enda sé staðan nú skuggalegri en nokkru sinni fyrr þar sem hlutfall ungra hjúkrunarfræðinga, sem ráða sig til hefðbundinna hjúkrunarstarfa, 36 Tímarit hjúkrunarfræöinga - 1. tbl. 84. árg. 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.