Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Blaðsíða 12

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Blaðsíða 12
Margrét Guðmundsdóttir, mgumm@internet.is Saga hjúkrunar á íslandi II HÚSNÆÐI OG EINKALÍF Tímarit hjúkrunarfræðinga birtir hér útdrátt úr væntanlegri bók um sögu hjúkrunar á Islandi. I þetta sinn er fjallað um húsnæði og aðbúnað hjúkrunarkvenna á fyrri helmingi síðustu aldar. Skipulögö barátta fyrir bættum kjörum hjúkrunarkvenna hér á landi hófst um miðjan þriðja áratug nýliðinnar aldar. Kjarabaráttan snerist ekki eingöngu um að fjölga aurunum í buddum þeirra heldur um vinnutíma, veikindaréttindi, eftirlaun og ýmis hlunnindi svo fátt eitt sé nefnt. í kaflanum, sem fylgir hér á eftir dálítið styttur, verður sjónum hins vegar beint að húsnæði og einkalífi þeirra hjúkrunarkvenna sem störfuðu á sjúkrahúsum eða hælum. Hjúkrunarkonur, sem störfuðu á sjúkrastofnunum, áttu þar einnig heimili en þær sem unnu við heimahjúkrun eða sinntu heilsuverndarstörfum urðu sjálfar að útvega sér húsnæði. Herbergi hjúkrunarkvenna voru oft við sjúkradeildir eða á rishæð. Þau voru jafnan lítil og erfitt að koma fyrir einföldum húsbúnaði. Sigríður Eiríksdóttir lýsti þessum vistarverum í tímaritsgrein árið 1939 á eftirfarandi hátt: íbúðum hjúkrunarkvenna við sjúkrahús á íslandi hefir ávallt verið mjög ábótavant, þar sem aldrei hefir verið hugsað fyrir herbergjum fyrir þær öðruvísi en að dreifa þeim um deildirnar á milli sjúkrastofa, eða í námunda við þær. Þessi herbergi, þar sem tæplega má hreyfa sig í eftir kl. 8 á kvöldin, verða síðan einu heimili hjúkrunarkvennanna um lengri eða skemmri tíma, stundum ævilangt (Sign'ður Eiríksdóttir, 1939). Þrengslin á sjúkrastofnunum landsins komu niður á þeim aðbúnaði sem hjúkrunarkonum var boðið upp á. Á fjórða áratugnum var ekki alltaf unnt að tryggja þeim sérherbergi en sjúkrahús voru einnig undirmönnuð vegna skorts á húsnæði fyrir starfsfólk (Margrét Guðmundsdóttir, handrit). Gróa Guðjónsdóttir, yfirhjúkrunarkona á Seyðisfirði, lýsti vandamálinu í hnotskurn í ársbyrjun 1936. „Eins og sjúkrahúsið nú er, er ekki hægt að bæta við starfsfólki vegna rúmleysis, því jafnvel eins og nú er, þá er húsið of lítið til að hægt sé að hafa þau þægindi er nú á tímum þykja sjálfsögð" (FÍH B/3. Bréf Gróu Guðjónsdóttur, dags. 9. mars 1936). Landsmenn gerðu ekki miklar kröfur um húsakynni á fyrstu áratugum 20. aldar. Sérherbergi var munaður sem fæstir nutu fyrr en á fullorðinsárum og margir kynntust aldrei af eigin raun. Hjúkrunarkonur gerðu því sáralitlar kröfur til þess húsnæðis sem þeim var skammtað. Við getum litið í stutta heimsókn til Soffíu Ásgeirsdóttur, yfirhjúkrunarkonu á Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki. Hún átti raunar ekki gott með að taka á móti gestum því frítíminn var takmarkaður, húsnæðið lítið og launin lág. Þegar Soffía kom til starfa við sjúkrahúsið árið 1926 hafði hún 1000 krónur í árslaun og kvittaði mánaðarlega fyrir útborguðum 83 krónum og 33 aurum. Þann 1. júní 1927 voru laun Soffíu hækkuð í 100 krónur á mánuði. Hún hafði auk þess sérherbergi á sjúkrahúsinu og frítt fæði (HSK. Reikningur sjúkrahússins 1926-1928). Við skulum nú reka nefið inn í vistarveru Soffíu á Sauðárkróki og virða fyrir okkur aðbúnað yfirhjúkrunarkonu í Skagafirði í lok þriðja áratugarins. í herberginu var trérúm, borð með borðdúk, stóll, kommóða, þvottaborð með marmaraplötu, spegill, fjórar nótnabækur og orgel. Hljóðfærið var eflaust frekt til plássins en ekki er Ijóst hvort yfirhjúkrunarkonan gat spilað sér og öðrum til ánægju. Húsbúnaður Jóna Guömundsdóttir yfirhjúkrunarkona í sólinni fyrir utan spítalann í Laugarnesi. Myndin er fengin frá Ljósmyndasafni ísafjarðar í herberginu var metinn á 93 krónur fyrir utan orgelið en það var virt á 950 krónur (HSK. Skrá yfir innanstokksmuni sjúkrahússins). í ársbyrjun 1933 var Soffía farin að svipast um eftir öðru starfi enda taldi hún engan „frama eða framtíðarveg" að vinna áfram við sjúkrahúsið. „Ég vil ekki vera hér,“ skrifaði hún Sigríði Eiríksdóttur, „þeir þykjast góðir og mikið meira en það að borga hjúkrunarkonu 125 kr. pr. mán." (FÍH B/2 2. Bréf Soffíu Ásgeirsdóttur, dags. 10. janúar 1933). Jóna Guðmundsdóttir, yfirhjúkrunarkona á ísafirði, var búin að starfa við sjúkrahúsið í 13 10 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 1. tbl. 84. árg. 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.