Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Blaðsíða 53

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Blaðsíða 53
RITRÝNDAR FRÆÐIGREINAR áföll: „Sjúkdómurinn er allt ööruvísi en bækurnar segja til um.“ Réttmæti niðurstaðna var styrkt enn frekar með því að bera heildarniðurstöður undir tvo samræðufélaga (þrep ellefu). Ekki var gert ráð fyrir því að heildarmynd fyrirbæranna félli alveg að þeirri mynd sem dregin var upp með hverjum og einum en það kom á daginn að þeir þekktu megindrætti lýsingarinnar. Loks voru niðurstöður skráðar en þær byggðust á orðum samræðufélaga í samhengi við hugtakagreiningu, fræðilega gagnagreiningu og túlkun rannsakenda (þrep tólf) (Sigríður Halldórsdóttir, 2000 og 2003a). Niðurstöður Helstu niðurstöður voru að meiriháttar streita vegna líkamiegra eða sálrænna áfalla var sá áhrifaþáttur sem flestir samræðufélagar lýstu að hefði leyst sjúkdóminn úr læðingi (sjá töflu 2). Meginþemað f frásögum þeirra af samspili streitu og iktsýki var að „sjúkdómurinn blossaði upp“ við langvarandi streitu. Nokkrir ytri þættir ýttu, að mati samræðufélaga, undir þróun langvarandi streitu, eins og álag í vinnu eða námi, hjónabandserfiðleikar, niðurbrjótandi samskiptaháttur heilbrigðisstarfsfólks, skilningsleysi samfélagsins og áhyggjur (sjá mynd 2). Langvinn streita var einnig til staðar hjá þeim sem voru ómeðvitað með innibyrgða reiði og þjáningu í þögn í farteskinu. Reiði og þögn skarast við umfjöllunina um bjargráð við alvarlegum sálrænum áföllum. Þannig var þögnin nokkrum þátttakendum nauðsynlegt skjól við alvarleg áföll og hjá sumum virkaði reiðin sem drifkraftur til uppbyggilegra athafna. Meginþemað í tileinkun bjargráða eftir alvarleg sálræn áföll var þolgæði, „að ekki gefast upp“.Bjargráð, sem reyndust hafa jákvæð áhrif á þolgæðið, voru trú og von, að leggja rækt við sjálfan sig, að eiga trúnaðarvin, sjálfsþekking, samkennd, listiðkun og skapandi skrif. Eins og fyrr greinir virkuðu reiði og þögn í báðar áttir, styrktu þolgæðið í sumum tilvikum en veiktu það í öðrum tilvikum (sjá mynd 3). Samspil áfalla og upphafs iktsýki Hjá samræðufélögum kom fram að einkenni iktsýki gerðu fyrst vart við sig milli tvítugs og sextugs og allar konurnar lýstu því að alvarlegt sálrænt áfall hefði að þeirra mati, átti þátt í að leysa sjúkdóminn úr læðingi. Sálrænu áföllin voru margvísleg (sjá töflu 2). 1. ALVARLEGT SÁLRÆNT ÁFALL Alvarlegt eignatjón í eldsvoða (Sara, bls. 8). Dauði nákomins af slysförum og röð dauðsfalla (Anna, bls. 28).* „Bíllinn bakkaði á mig“ (Unnur, bls. 83).* Eignast langveikt og fjölfatlað barn (Ásta, bls. 104). Alvarlegt einelti á vinnustað (Guðrún, bls. 122).* 2. LÍKAM LEGT ÁFALL EÐA ÁLAG Rauðir hundar og síðar sýking í kjölfar skurðaðgerðar (Gunnar bls. 107 og 110). „Bara kom allt í einu ... náttúrulögmálin [...] kannski kæfisvefn" (Þórður, bls. 69 og 74).* 3. ANNAÐHVORT 1) EÐA 2) Erfiður skilnaður við maka, trúar- og menningarmismunur og/eða svæsin magasýking (Sunna, bls. 35 og 51). ’Áttu það sameiginlegt að hafa orðið fyrir alvarlegum sálrænum áföll I æsku. Tafla 2. Lýsíng samræðufélaga á þvf hvað leysti iktsýkina úr læðingi. Samspil langvarandi streitu og iktsýki Samræðufélagar lýstu slæmum áhrifum langvarandi streitu á sjúkdómseinkenni og meginþemað var að „sjúkdómurinn blossar upp" við slíka streitu. Fimm þættir sem orsökuðu langvarandi streitu að þeirra mati birtust í lýsingum þeirra (sjá mynd 2). Niðurbrjótandi samskiptaháttur heilbrigðisstarfsfólks Anna sagði svo frá sínum áföllum: „Ég upplifi níu dauðsföll á einu og hálfu ári ... þar af tvö sjálfsvíg vina [...] mér finnst alveg kiár tengsl þarna á milli og sjúkdómsins" (bls. 28). Reynsla karlanna tveggja tengdist líkamlegum veikindum sem valda mikilli streitu, Gunnar sagði: „Mér dettur í hug að það geti hafa verið rauðir hundar sem ég veiktist af [...] það er eina áfallið sem ég geri mér grein fyrir að ég hafi orðið fyrir (þögn 7 sek.) þetta er mín heimatilbúna kenning" (bls. 107). Eftir gullmeðferð varð sjúkdómshlé hjá honum í 25 ár en sjúkdómseinkenni gerðu aftur vart við sig í kjölfar sýkingar eftir skurðaðgerð: „Ég fæ háan hita ... þetta þrjátíu og níu stig og þetta (skurðsárið) bólgnaði óskaplega mikið og þá byrjar mín þrautaganga á ný“ (Gunnar, bls. 110). Mynd 2. Lýsing samræðufélaga á samspili streitu og sjúkdómseinkenna. Áhrifaþættirnir höfðu mismikið vægi og skiptust í ytri og innri áhrifaþætti. Ytri áhrifaþættir, sem ýttu undir langvarandi streitu að mati samræðufélaga, voru m.a. mikið vinnuálag, álag vegna frekara náms, áhyggjur, hjónabandserfiðleikar, skilningsleysi maka, fjölskyldunnar og umhverfisins gagnvart sjúkdómseinkennum ásamt niðurbrjótandi samskiptahætti heilbrigðisstarfsfólks. Allir samræðufélagar lýstu reynslu af skilningsleysi samfélagsins gagnvart „ósýnilegum sjúkdómi". Lýsing Þórðar var dæmigerð: „Samt finnst mér fólkið ekkert vera að skilja þetta og þú sérð ef þú horfir á mig ... þetta svo sem sést ekkert á mér“ (bls. 61). Tímarit hjúkrunarfræðinga - 1. tbl. 84. árg. 2008 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.